Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 111
Hvert stefnir í islenskri setningagerð? 109
fornafni annarrar persónu í stað þeirrar fyrstu (t.d. á fundi formannsins og
þín). Eins mætti skoða nánar dæmi þar sem röðin er á hinn veginn, en þau
hljóma mun verr (þ.e. dæmi á borð við *á fundiþín ogformannsins).
4.4.4 Kjarnafærsla
Með kjarnafærslu er átt við það þegar liðir eru „færðir“ fremst í aðal- eða
aukasetningu. Þetta er sýnt með dæmum í (32) þar sem feitletrun auð-
kennir hinn færða lið og__staðinn sem hann er færður úr, en aukasetn-
ingar eru afmarkaðar með hornklofum (sjá t.d. umræðu hjá Höskuldi
Þráinssyni 2005:443—444, 577):
(32) a. Hann hafði hitt Guðmund í gær.
b. I gær hafði hann hitt Guðmund_____
c. Hann sagði [að hann gæti ekki sungið þjóðsönginn].
d. Hann sagði [að þjóðsönginn gæti hann ekki sungið__]
e. Eg spurði [hverja hann hefði hitt í gær].
f. *Eg spurði [hverja í gær hefði hann hitt_].
Hér er f-dæmið merkt með stjörnu, enda eru flestir líklega sammála um
að þar gangi færslan ekki vel. Það er nefnilega talsvert misjafnt eftir eðli
aukasetninga hversu vel gengur að beita slíkri færslu innan þeirra, en
einnig er vitað að málnotendur eru nokkuð misjafnlega fúsir til að sam-
þykkja færslur af þessu tagi í aukasetningum (sjá t.d. Friðrik Magnússon
1990, Asgrím Anganfysson 2011 og rit sem þar er vísað til). Þess vegna
var ákveðið að bera m.a. setningarnar í (33) undir dóm þátttakenda í Til-
brigðaverkefninu (sbr. Tilbrigði II, 14. kafli). Eins og sjá má innihalda
sumar þeirra skýringarsetningar á eftir ólíkum sögnum (vita, segja, halda,
efast um, harma, uppgötva), en komið hefur í ljós að ólíkir merkingareigin-
leikar sagna af þessu tagi hafa áhrif á setningarleg einkenni aukasetning-
anna sem þær taka með sér (sjá t.d. Ásgrím Angantýsson 2011 og rit sem
þar er vísað til). Síðustu þrjú dæmin innihalda síðan spurnarsetningar (á
eftir hverja, hvort) og tilvísunarsetningu (á eftir sem), en þess háttar auka-
setningar eru yfirleitt ólíkastar aðalsetningum að eðli.
(33) a. T3007 María hefurséð margar evrópskar höfuðborgir.
Eg veit þó að til Aþenu hefur hún aldrei komið__
b. T3045 Söngvarinn var slt&mur íhálsinum.
Hann sagði að þjóðsönginn gæti hann ekki sungið____
c. T3051 Jói kom meðgamla mynd af Reykjavík.
Hann hélt að þá mynd hefðum við ekki séð____