Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 121
Hvert stefnir í íslenskri setningagerð?
119
Ef það sem nú var rakið er rétt mat á niðurstöðunum er það áhugavert
frá fræðilegu sjónarmiði því það varðar spurninguna um það hvernig mál-
breytingar verða og jafnvel hvenær nýjung getur talist málbreyting. I
hefðbundinni umfjöllun um málsögu er gjarna talað um að málbreyting
„hefjist" á einhverjum tilteknum tíma, geti síðan „staðið yfir“ í langan
tíma, jafnvel nokkur hundruð ár, og henni sé ekki „lokið“ fyrr en hún
hefur náð til alls málsamfélagsins. Þannig segir Stefán Karlsson t.d. um
breytingar á forníslenska sérhljóðakerfinu (2000:24):
Allar þessar breytingar — eins og málbreytingar yfirleitt — hafa án
efa verið nokkra mannsaldra að ganga yfir landið allt.
Sumir málkunnáttufræðingar líta hins vegar þannig á að málbreytingar
„taki engan tíma“, þ.e. þær gerist þegar barn á máltökuskeiði „mistúlkar“
þau málgögn sem það elst upp við (sjá t.d. Hale 2007:33—34, sbr. líka
umræðu hjá Margréti Guðmundsdóttur 2008:27). Aftur á móti geti
útbreiðsla (e. diffusion) breytinganna tekið tíma, en það sé annað mál.
Hale lýsir þessu svo (2007:39, leturbreyting okkar):
The general contrast between change and diffusion must necessarily
be maintained if we are to limit our attention to relevant phenomena.
That the two types of phenomena really contrast can be seen quite
clearly from the fact that changes need not diffuse ... Of course,
virtually the entire record of changes used in historical linguistics
consists of examples of changes which have diffused. Since I believe
that diffusion is a highly unconstrained process — i.e. that any pos-
sible change could as easily diffuse under the proper sociolinguistic
conditions for diffusion — this fact should not introduce distortion
into the study of language change.
Hér segir Hale m.a. að sérhver nýjung í máli sé hin raunverulega breyt-
ing, óháð því hvort hún breiðist síðan út eða ekki.
Félagsmálfræðingar líta hins vegar yfirleitt svo á að tiltekin nýjung
hafi ekki leitt til breytingar nema hún nái til verulegs hluta af málsam-
félaginu. Þessi afstaða kemur t.d. skýrt fram í eftirfarandi flokkun á
nýjungum og tengslum þeirra við útbreiðslu og málbreytingar (Milroy og
Milroy 1985:347—348, uppsetning og feitletrun okkar):
• A speaker innovation may fail to diffuse beyond the speaker.
• A speaker innovation may diffuse into a community with which
he/she has contact, and go no further.