Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 127
Hvert stefnir í íslenskri setningagerð?
125
Wagner, Suzanne Evans. 2012. Age Grading in Sociolinguistic Theory. Language and
Linguistics Compass 6(6) 371—382.
Þórey Selma Sverrisdóttir. 2001. ,Jllltoffáir voru að leika eins ogþeirgeta best.“ Rannsókn á
notkun hjálparsagnasambandsins vera að + nafnháttur í íþróttafréttum. BA-ritgerð,
Háskóla Islands, Reykjavík.
Þórunn Blöndal. 2013. Tilbrigði í setningagerð í rituðum texta. Höskuldur Þráinsson o.fl.
(ritstj.) 2013, bls. 111—127.
VIÐAUKI I
Skýringar
sem voru prentaðar á forsíðu spurningalistanna
í Tilbrigðaverkefninu og lesnar upphátt
fyrir þátttakendur
Islenskt mál er margbreytilegra en við gerum okkur oft grein fyrir.
Nútímamál er ekki eins og fornmál, fólk hefur ólíkan framburð eftir því
hvar það býr á landinu, unglingar tala öðruvísi en afar þeirra og ömmur
o.s.frv. Oft er líka um tvo kosti eða fleiri að velja í málnotkun. Til dæmis
geta flestir ýmist sagt Hún setti allt dótið niður eða Hún setti niður allt dótið.
Stundum kemur hins vegar bara einn kostur til greina. Þannig segja vænt-
anlega allir Hún settiþað niður og enginn Hún setti niður það.
Markmið þessarar könnunar er að skoða ýmis tilbrigði í setningagerð og
athuga hversu útbreidd þau eru og hvort þau eru mismunandi eftir lands-
hlutum eða aldurshópum. Athugið í því sambandi að:
• það er ekki verið að kanna hvað þátttakendur telja að sé gott (eða rétt)
mál eða þá vont (eða rangt) mál,
• það er ekki verið að kanna hvað fólki hefur verið sagt um slíka hluti
heldur bara hvað því finnst að það segi sjálft eða geti sagt,
• það er ekki heldur verið að leita eftir kunnáttu í því hvað mönnum
hefur verið kennt að sé góður stíll eða hvað fari vel í ritmáli, svo sem
þegar kennt er að menn eigi helst að skrifa Eg fœri ef það vœri hœgt og
síður Ég mundi fara efþað vöiri h>,
• hér er fyrst og fremst miðað við talmál,
• sum dæmin hér á eftir eru kannski alveg ótæk að mati þátttakenda,
önnur alveg eðlileg og einhver eru væntanlega mitt á milli.
Athugið loks að nöfn þátttakenda munu hvergi koma fram í því sem verður
birt um rannsóknina. Þau eru aðeins geymd á sérstöku blaði til þess að hægt
sé að hafa samband við þátttakendur ef einhverjar spurningar koma upp síðar.