Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 137
Breytingar á norðlenskum framburði 1940—2011
135
framburð (t.d. harðmæli), blandaðan framburð eða engin einkenni um-
ræddrar framburðarmállýsku. Fyrir hreinan framburð var slegið inn í
SPSS tölugildið 2, fyrir blandaðan framburð tölugildið 1,5 og síðan tölu-
gildið X ef engin merki voru um framburðinn.4 Ut frá þessum tölugildum
er hægt að reikna út nokkurs konar meðaleinkunn fyrir heila hópa. Við
innslátt á gögnum úr RIN og RAUN voru notaðar sambærilegar að-
ferðir; t.d. slegið inn tölugildið 2 fyrir hvert tilvik um harðmæli og 1 fyrir
hvert tilvik um linmæli. Ut frá því mátti bæði reikna meðaleinkunn
mállýskueinkennisins fyrir hvern einstakling og svo fyrir heila hópa og fá
þannig samanburð við gögnin frá BG.
3.2.1 Harðmæli
I þessum undirkafla verða skoðaðar niðurstöður um harðmælið. Aður en
gerð verður grein fyrir niðurstöðum BG verður hópnum skipt upp í
staðfasta BG-menn (þeir sem bjuggu áfram á Norðurlandi) og brott-
flutta BG-menn (þá sem fluttust brott síðar). Þetta er gert til þess að fá
nákvæman samanburð milli hópanna frá upphafi, enda kemur í ljós að það
var munur á framburði þeirra þegar um 1940. Fyrst verður skoðað hver
staða harðmælisins var þegar BG gerði sína rannsókn um 1940 og svo
hver staðan var í RAUN 2010—2011. Miðað við niðurstöður RÍN (Hös-
kuldur Þráinsson og Kristján Arnason 2001) virtist harðmælið halda sér
einna best af öllum norðlensku mállýskueinkennunum og það sýndi lítil
veiklunarmerki. Það er því forvitnilegt að sjá hver staðan er núna, um 30
árum seinna, hjá þessum hópum.
Áður en breytingar á framburði einstaklinganna eða hópanna eru
skoðaðar er nauðsynlegt að athuga hvort einhver munur var á framburði
þeirra þegar BG gerði sína rannsókn. Mynd 1 sýnir meðaleinkunn harð-
mælis fyrir hvorn hóp.
Eins og sést þá er ekki mikill munur á þeim sem fluttust brott seinna
(já-súlan) og þeim sem urðu eftir (nei-súlan). Staðföstu BG-mennirnir,
þ.e. þeir sem bjuggu áfram á Norðurlandi, fengu meðaleinkunnina 1,97 en
brottfluttir, þ.e. þeir sem síðar fluttust brott, fengu 1,95. Allir þátttakend-
urnir voru því mjög harðmæltir um 1940 en þá voru þeir á aldrinum
10—12 ára.
A mynd2 má sjá svo niðurstöður harðmælisins úr RAUN.
4 Þetta merkir að allir sem BG taldi hafa blandaðan framburð fengu einkunnina 1,5
hversu mikil sem blöndunin var.