Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 141
Breytíngar á norðlenskum framburði 1940—2011
139
Á mynd3 sést meðaltal raddaðs framburðar án It hjá BG. Með því er átt
við raddaðan framburð í samböndunum /1/ + /p,k/ (t.d. stelpa, úlpa,
fálki), /m,n/ + /p,t,k/ (t.d. skvampa, heimta, bunki) og /ð/ + /k/ (t.d.
maðkur, blöðkur). Sambandinu It er sleppt í þessum tölum, einnig þar sem
stafsett er Ift eða Igt (sbr. bolti, álft, volgt), enda gilda sérstakar reglur um
það (sjá t.d. Baldur Jónsson 1982). Brottfluttir, þ.e. þeir sem síðar fluttu
brott, höfðu heldur minni raddaðan framburð en þeir staðföstu. Þeir sem
síðar fluttu brott fengu 1,76 í meðaleinkunn (af 2 mögulegum) og staðfast-
ir fengu 1,84. Raddaði framburðurinn án It var því heldur óalgengari en
harðmælið á tíma BG (sbr. mynd 1 og mynd3).
Á mynd 4 má sjá raddaðan framburð án It samkvæmt RAUN. Þar sést að
raddaði framburðurinn án It hefur minnkað talsvert frá því að BG gerði
sína rannsókn. Brottfluttir BG-menn fengu 1,33 í meðaleinkunn í RAUN
en 1,76 hjá BG. Staðfastir fengu 1,60 í meðaleinkunn í RAUN en 1,84 hjá
BG. Raddaði framburðurinn hefur því minnkað hjá báðum hópum en þó