Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Side 144
142 Margrét Lára Höskuldsdóttir
fylgni (sjá t.d. Field 2005:112), og hún er ekki tölfræðilega marktæk. Til
þess þyrfti p-gildið að vera minna en 0,05, en það er 0,302. Þetta hefur
breyst þó nokkuð mikið í RAUN. Þá hefur fýlgnin vaxið upp í 0,387 sem
er „meðalsterk" fylgni (skv. Field 2005). p-gildið (marktæknin) er 0,007,
en ef p-gildið fer niður fyrir 0,01 þá telst það mjög vel marktækt. Það er
því óhætt að segja að fylgnin sé ekki tilviljun. Samanburðurinn við þróun
harðmælisins sýnir svo að búseta þátttakenda hefur mun meiri áhrif á
raddaða framburðinn án It en á harðmælið.
Ef við lítum svo á þróun raddaðs /f-framburðar kemur svolítið önnur
mynd í ljós.
Rannsókn FYLGNI MEÐALEINKUNNAR MARKTÆKNI
VIÐ HÓPASKIPTINGU (r-gildi) (p-gildi)
BG um 1940 0,319 0,005
RAUN 2011 0,305 0,022
Tafla 5: Er marktækur munur á rödduðum /í-framburði hjá staðföstum
og brottfluttum hjá BG og í RAUN?
Tafla 5 sýnir fýlgni raddaðs /t-framburðar við hópaskiptinguna. Þar sést
að fylgni milli þess hvort þátttakendur á BG-tímanum „ætluðu“ að flytja
brott og þess hversu mikinn raddaðan /t-framburð þeir höfðu er í meðal-
lagi því r-gildið er 0,319 (ef það nær 0,3 þá er fylgni í meðallagi, sjá t.d.
Field 2005:112). Þessi fylgni er tölfræðilega marktæk því p-gildið er
0,005 svo að marktæknin er mjög mikil á tíma BG. Svipað gildir fyrir
raddaða /t-framburðinn í RAUN; þar er r-gildið 0,305 svo að fylgnin er í
meðallagi ogp-gildið er 0,022 svo að fylgnin er tölfræðilega marktæk. Það
er samt athyglisvert að fylgnin við hópaskiptinguna er meiri og marktæk-
ari í rannsókn BG en í RAUN! Það stafar væntanlega af því að raddaður
/t-framburður er alveg að hverfa núna hjá öllum þessum þátttakendum
þannig að munurinn á hópunum er að jafnast út.
3.2.3 6d/gd-framburður
í þessum undirkafla verður fjallað um stöðu /U/gd-framburðarins sam-
kvæmt BG og RAUN. Á tíma RÍN var /U/gd-framburðurinn ekki
algengur (Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason 2001) en meðal-
einkunnin þá var um 1,2 eða lægri á þeim svæðum sem hér eru skoðuð.