Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 147
145
Breytingará norðlenskum framburði 1940—2011
mikinn bð/gð-framburð þeir höfðu. Hér er r-gildið 0,127 og fylgnin er
ekki tölfræðilega marktæk (p er 0,271). I RAUN er r-gildið 0,263 svo að
fylgnin nær því ekki alveg að vera í meðallagi (til þess að teljast í meðal-
lagi þarf hún að vera 0,3) en p-gildið er 0,044 svo fylgnin er tölfræði-
lega marktæk. Þessar niðurstöður sýna að búsetan hefur einnig mun meiri
áhrif á éd/gd-framburðinn en á harðmælið.
3.2.4 Skiptir kyn þátttakenda máli?
í undanfarandi köflum höfum við séð að flest mállýskueinkennin hafa
hörfað meira hjá þeim sem fluttust burt en hinum sem ekki fluttust burt.
I kafla 3.2 kom fram að rætt var við fleiri konur er karla í rannsókninni.
Tafla 7 sýnir hlutfall kynjanna í hvorum hópi fýrir sig.
Hópur Karlar (%) Konur(%) Samtals (%)
Brottfluttir 11 (30,6%) 25 (69,4%) 36 (100%)
Staðfastir 17 (41,5%) 24 (58,5%) 41 (100%)
Tafla 7: Fjöldi og hlutfall karla og kvenna í hvorum hópi.
Eins og hér kemur fram er kynjahlutfallið ekki nákvæmlega eins í hóp-
unum, þ.e. konur eru hlutfallslega fleiri meðal brottfluttra (rúm 69%) en
staðfastra (rúm 58%). Þetta gæti haft áhrif á samanburðinn á hópunum ef
framburðareinkennin væru misalgeng hjá konum og körlum. Tafla 8
sýnir hins vegar að svo er ekki (hér er aðeins miðað við niðurstöðurnar í
RAUN-rannsókninni því munur hópanna var yfirleitt ekki marktækur
þegar BG gerði sína rannsókn).
Rannsókn FYLGNI MEÐALEINKUNNAR við kyn (r-gildi) MARKTÆKNI O'gildi)
Harðmæli í RAUN -0,064 0,611
Röddun án It í RAUN 0,000 0,997
Röddun It í RAUN -0,244 0,070
bð/gð í RAUN -0,092 0,486
Tafla 8: Fylgni mállýskueinkennanna við kyn.