Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 150
148
Margrét Lára Höskuldsdóttir
þeir fluttu. Það mætti halda að í þeim hafi alltaf blundað einhvers konar
„Reykjavíkurþrá"! Onnur hugsanleg skýring (og kannski líklegri) er sú að
þeir sem fluttust brott hafi almennt verið frá þeim svæðum á Norðaustur-
landi þar sem viðkomandi einkenni voru heldur minna áberandi en ann-
ars staðar. Það mætti skoða sérstaklega þótt það hafi ekki verið gert hér.
5. Lokaorð
I þessum lokaorðum verður byrjað á því að svara þeim rannsóknarspurn-
ingum sem settar voru fram í kafla 2.3. Þær voru á þessa leið:
(2) Hvaða mynd kemur fram ef við lítum á framburð sömu einstaklinga
um 1940 og 2011? Hafa þeir breytt máli sínu?
A heildina litið hefur framburður þátttakenda breyst nokkuð á því sjötíu
ára tímabili sem leið milli rannsóknar BG og RAUN, eins og lýst var hér
á undan. Meðaleinkunnirnar fyrir hvert mállýskueinkenni hafa lækkað,
en eins og kom fram í kafla 4 hafa þær lækkað mismikið. A myndg í kafla
4 sást lækkunin og hún sést einnig í töflum 9 og 10. Þar sjást nákvæmar
meðaleinkunnir, fyrst hjá BG, svo í RAUN og að lokum sést lækkunin í
prósentum. Tafla 9 sýnir breytinguna á mállýskueinkennum staðfastra og
tafla 10 sýnir breytinguna á mállýskueinkennum brottfluttra.
MÁLLÝSKUEINKENNI STABFASTRA BG RAUN MISMUNUR LÆKKUN f PRÓSENTUM
Harðmæli Þ97 1,92 0,05 2,5%
Röddun án It 1,84 1,60 0,24 13,0%
Röddun It i»37 1,27 0,10 7>3%
bd/gd 1,41 1A7 0,24 17,0%
Tafla 9: Breyting á mállýskueinkennum staðfastra BG-manna.
Eins og sést á töflunum hafa meðaleinkunnirnar alls staðar lækkað. Mál-
lýskueinkenni brottfluttra hafa í öllum tilfellum minnkað meira en hjá
staðföstum.
(3) Hefur mál einstaklinganna breyst misjafnlega mikið eftir því hvaða
framburðareinkenni er um að ræða?