Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Blaðsíða 151
Breytingar á norðlenskum framburði 1940—2011 149
MÁLLÝSKUEINKENNI BROTTFLUTTRA BG RAUN MISMUNUR LÆKKUN í PRÓSENTUM
Harðmæli 1-95 1,78 0,17 8,7%
Röddun án It 1,76 1-33 0,43 24,4%
Röddun It 1,21 1,08 0,13 10,7%
bð/gð 1,32 1,03 0,29 22,0%
Tafla 10: Breyting á mállýskueinkennum brottfluttra BG-manna.
Eins og kom fram í kafla 4 og sést á töflu 9 annars vegar og töflu 10 hins
vegar þá hafa mállýskueinkennin breyst mismikið. Harðmæli staðfastra
hefur minnkað minnst, eða um 2,5%. Mesta lækkunin er á rödduðum
framburði án It hjá brottfluttum, en hann hefur minnkað um 24,4%. Það
er því mikill munur á minnstu breytingunni og þeirri mestu.
(4) Hefur mál einstaklinganna breyst misjafnlega mikið eftir því hvort
þeir bjuggu áfram á Norðurlandi eða fluttust til Reykjavíkur?
Þeir sem fluttust til Reykjavíkur (brottfluttir) hafa í öllum tilfellum breytt
framburði sínum meira en þeir sem bjuggu áfram á Norðurlandi (stað-
fastir). Hægt er að sjá lækkunina í prósentum á töflu 9 fyrir þá sem bjuggu
áfram á Norðurlandi og á töflu 10 fyrir þá sem fluttust til Reykjavíkur (sjá
einnig umfjöllun í kafla 4).
Þessi athugun sýnir að hægt er að vinna úr gögnum BG á sambæri-
legan hátt og gert var í RIN-rannsókninni til að fá nákvæmari samanburð
en áður. Með því að gefa tölugildi (einkunnir) á sama hátt í öllum þremur
rannsóknunum (BG, RÍN, RAUN) fyrir framburðareinkennin og reikna
út meðaleinkunnir er hægt að bera saman niðurstöðurnar fyrir ólíka hópa
og mismunandi framburðareinkenni og fá þannig góða mynd af fram-
burðarþróuninni síðastliðin 70 ár.
Þessi samanburður segir þó ekki alla söguna því einnig væri hægt að
skoða framburð einstaklinga í meiri smáatriðum. Síðan er líka hægt að
skoða hvort ýmis önnur atriði hafa áhrif á málþróunina. Þar má t.d. nefna
menntun þátttakenda og afstöðu þeirra til tungumálsins. Þau gögn sem
safnað var í RAUN-rannsókninni gera þetta mögulegt þó það hafi ekki
verið gert hér.