Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 153
Breytingar á norðlenskunt framburði 1940—2011
151
VIÐAUKI
Dæmi um texta sem voru notaðir í RIN og RAUN
Bjarni blaðasali
Það var miðvikudagsmorgunn og Bjarni litli Guðmundsson var að selja blöð niðri
í miðbæ. Þetta var að haustlagi, þokukúfur á Esjunni, hvassviðri og nepja. As-
mundur vinur Bjarna hafði ekki orðið samferða honum eins og venjulega vegna
þess að hann hafði flogið af hjólinu sínu hjá undirgöngunum við Lönguhlíð, lent
illa á götunni, rifið buxurnar sínar og meitt sig eitthvað. Bílarnir hægðu samt ekk-
ert á sér. Bjarni ber út Morgunblaðið og Víkurfréttir en Asmundur ber út Frétta-
blaðið og DV. Strákarnir selja oft afganginn niðri í Bankastræti og Austurstræti
þegar þeir eru búnir að selja hin blöðin.
„íslendingar hefna sín á Englendingum og Tékkum í landsleikjum í knatt-
spyrnu,“ æpti Bjarni. „Viltu kaupa Morgunblaðið eða Víkurfréttir?" sagði hann
við Jón Axel, efnisvörð í prentsmiðjunni, sem gekk fyrir hornið. En Jón Axel er
ómögulegur og vill hvorugt blaðið kaupa. „Unglingalandsliðið komið í aðra um-
ferð í heimsmeistarakeppninni," orgar Bjarni þá og hækkar róminn svo að fólk
hrekkur við og virðulegur borgari með stresstösku öskrar: „Hvaða hrikalegu læti
eru þetta?“ Bjarni var fljótur að forða sér og hljóp inn í skotið bak við apótekið.
Þarna stóð hann titrandi dálitla stund, hugsaði sig um og reyndi að jafna sig eftir
skelkinn sem hann hafði fengið þegar kallinn tók upp á því að öskra á hann.
N orðurlandsmót
Margir unglingar iðka íþróttir. Sumir eru í handbolta eða fótbolta, aðrir kasta
kringlu eða varpa kúlu. En það er ekki bara ungt fólk sem reynir að liðka sig í
íþróttum. Gamalt fólk reynir til dæmis að busla og skvampa í sundlaugunum. Það
er víst líka hollt.
í fyrra höfðu Akureyringar sent harðsnúið lið á Norðurlandsmót. Margt
benti til að þeir yrðu langt á undan öðrum í stigakeppninni, enda gortuðu þeir
óspart. Hins vegar vantaði marga hjá Skagfirðingum og þeir höfðu varla nema
hálft lið. Þeir gátu samt hælt sér af því að Páll frá Alftagerði sigraði bæði í kringlu
og kúlu. Það þótti Húsvíkingum slæmt og heimtuðu bætur fyrir. Skagfirðingar
aumkuðu sig þá yfir Húsvíkinga og lánuðu þeim stúlku í handboltaliðið til að
blíðka þá. Þetta var skemmtileg stúlka með fallegt rautt hár. Hún var kölluð
Rauðka og var frænka pilts sem spilaði á hægri kanti hjá Fylki í fyrra.
Sumir sögðu að hlaupabrautin á mótinu hefði verið vitlaust mæld. Samt hafði
Óskar á Laugum mælt hana sjálfur svo að ekki gat verið neinn maðkur í mysunni
þar. Það var líka eins og við manninn mælt að þegar þetta fréttist minntist eng-
inn á slíkt framar. En þar með var þó ekki öll sagan sögð. Þegar svo sem hálft