Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 168
i66
Guðrún Kvaran
Grís kemur einu sinni fyrir í K1 sem a-stofn, í nf. ft. grísar, en var til
forna z'-stofn og er því dæmi um flutning frá z'-stofnum til u-stofna:
(1) grísarnir gjalda en gömul svín valda (149)
Samkvæmt JM (útg. 1997:15) er fleirtöluendingin -zr. Málshátturinn er
gamall, kemur m.a. fyrir í Stjórn í myndinni grísirgjalda þess ergöntul svín
valda (Fritzner 1883—1896,1:648). I Rm eru tvær heimildir um nefnifalls-
endinguna -ar, bæði úr málsháttasafni Guðmundar Jónssonar frá 1830.
Þau eru:
(2) a. Grísar gjalda, enn gömul svín valda.
b. Svo grenja grísar eptir, sem gömul svín fyrir.
Um þolfall fleirtölu voru tvö dæmi frá lokum 18. aldar til loka 19. aldar.
Valtýr Guðmundsson nefnir ekki þessa endingu í yngra máli.
Orðið selur er fornt a-stofna orð. Þar sem það kemur fyrir í nf. ft. í K1
hefur það endinguna -ar, þ.e. selar og beygist því eins og u-stofn:
(3) þau dyr sem hafa heilar fætunar nedann, so sem Hestar, Fitfuglar,
Selar og onur þess slags Dyr (319)
í málfræði Jóns Magnússonar (útg. 1997:37) er selur flokkaður með
orðum sem enda á -ir í nf. ft., þ.e. eins og z-stofn, og er það í samræmi við
nútímabeygingu. Beygingin að hætti a-stofna hefur lifað nokkuð lengi því
að í Rm eru nokkrar heimildir frá lokum 17. aldar og til síðasta þriðjungs
19. aldar, bæði í nf. og þf. ft.
(4) a. Mikill hafís við ísland og teknir selar á. (i7fi8m)
b. fóru að leggja fyrir sela í hólma þeim, er Lón var kallaður. (i7mi8m)
c. 34 selar hefðu fengizt á eyjunum. (19S)
Valtýr Guðmundsson nefnir ekki endinguna -ar í nf. ft.
Hver kemur tvisvar fyrir í K1 í nf. ft. Annars vegar sem hverir, hins
vegar í myndinni brennisteinshverar. Orðið er forn u-stofn sem er þarna
ekki kominn að fullu yfir til z-stofna. I Rm er fjöldi dæma um nf. og þf.
ft. hverar, hvera allt frá miðri 18. öld og fram á miðja þá 20. Hvorki JM
né Valtýr nefna fleirtöluendinguna -ar.
2.2 Hvorugkyns a-stofnar
Jóhannes B. Sigtryggsson (2011:118—119) fjnllar um orðið fe' í Æv og mynd
þess í ef. et. Eitt dæmi fannst í Æv um ef. et. fjárs- í samsetningunni