Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Side 169
i8. aldar orðabók og málsagan 167
fjársuppbœð. Annars staðar er ef. fjár-. I K1 eru þrjú dæmi um ef. et. af fé.
I öllum tilvikum er það fjár:
(5) a. sala þess fjar (109)
b. hleypa til fjar (171)
c. fiöldi fjar (224)
I samsetningum koma bæði fyrir stofnsamsetningar með fé- og eignar-
fallssamsetningar með fjár, t.d. fémunir og fjármunir, fésjóður (286) og
fjársjóður (360). Bendir því ekkert til að Jón Arnason hafi notað mynd-
irnar fés, sem elstu heimildir Rm eru um frá 17. öld, eða fjárs sem Rm á
elst dæmi um úr Guðbrandsbiblíu 1584. JM (útg. 1997:73) gefur eingöngu
upp ef. fiár en hann er nokkuð íhaldssamur og hallur undir eldri beygingu
hafi breytingar komið fram.
2.3 wa-stofnar
Orðin sjór og snjór eru fornar ifn-stofnar og þegar í fornu máli er að finna
víxlmyndirnar sar/sjór/sjár og sn&r/snjór/snjár. I Æv koma eingöngu
fram myndir með sjó- og snjó- (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:123). I K1
er -jó- ríkjandi í sjór og ef. et. án greinis sjós (2X) eða sjóar- í samsetning-
um. Með greini kemur tvisvar fram þgf. et. sjóinum en sex sinnum sjón-
um. Ef. et. m. gr. sjáfarins kemur tvisvar sinnum fyrir, eins og sýnt er í
t'óflu 1.
ÁN GREINIS MEÐ GREINI
ET. ÞGF. sjónum (158, 236, 297, 347, 367, 375)
sjóinum (306, 340)
EF. sjós (35, 258) sjáfarins (115,158)
Tafla 1. Orðið sjór í Kl.
Þegar sjór er fyrri liður samsetts orðs kemur bæði fram eignarfallið sjóar-
flóð, sjóargangur, sjóarhljóð, sjóarströnd og einnig sjáfarhljóð, sjáfarsíðuna,
sjáfarströnd. Auk þess eru tvær stofnsamsetningar: sjósíðuna, sjóstaðir. JM
(útg. 1997:25) gefur bæði eignarfallið sjós og sjófar og segir snjó beygjast
eins.
I K1 eru aðeins níu dæmi um snjó, öll rituð með -jó- og ekkert þeirra
var í ef. Fyrri liðurinn sna- kemur aðeins fyrir í orðinu snédjós, aðrar sam-