Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Side 171
i8. aldar orðabók og málsagan 169
dómur en þó eru r-myndirnar fleiri. Hjá JM (útg. 1997:19) er forna beyg-
ingin sýnd en hin nýja tilgreind eins og hún sé ríkjandi:
Orð, sem enda á -er, halda sérhljóði lokasamstöfu nefnifalls í allri
beygingunni, sem hér: herser, þf. herser, þgf. herser, ef. hersers-, flt.nf.
herserar, þf. hersera, þgf. herserum, ef. hersera.
Virðist mega ætla að hann hafi ekki amast við nýju beygingunni þótt hann
bendi einnig á þá fornu. Að minnsta kosti er engin athugasemd í þá veru.
2.5 o-stofnar fd i-stofna beygingu
Kvenkynsorð af ö-stofni voru í fornu máli endingarlaus í þf. et. en höfðu
endinguna -u í þgf. I Æv koma aðeins fýrir endingarlausar myndir ö-
stofna í þgf. et. fyrir áhrif frá i-stofnum og eru nefnd orðin hlið og skál
(Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:125). Hvorugt þessara orða kemur fýrir í
þgf. í Kl. Þar er aftur á móti orðið ull sem beygist sem ö-stofn. Þgf. et.
kemur tvisvar fýrir með endingunni -u, heyrir til ullu (130), sá er afullu
(130). JM (útg. 1997:51) telur ull upp með orðum sem „hafa auk reglu-
legrar þágufallsmyndar eintölu aðra, er endar á
Af orðum sem enda á -ing eru í Æv aftur á móti dæmi bæði með og án
endingar (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:125—126). Öll þau orð sem enda
á -ing og skoðuð voru í K1 voru endingarlaus í þf. et.: aðgreining hressing,
kláðav<zring, lotning meining minning n&ring, upplýsing vellysting virðing
v&ring, en höfðu nær öll endingu í þgf. Aðeins virðing var bæði með og án
endingar („vera i... Virdingu“ (96); „med æru og virding" (102)).
Svipaða sögu er að segja um forna ö-stofna og ð-stofna áður að þeir
verða fyrir áhrifum frá f-stofnum í nf. og þf. ft. I Æv eru tvö dæmi um
fleirtölu ö-stofna orða: grein, sem er í þf. ft.greinír fýrir áhrif frá beygingu
/-stofna, og reið, í nf. ft. reiðar, útreiðamar sem beygist í fleirtölu eins og
ö-stofn (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:124).
Nokkur orð sem upphaflega voru kvenkyns ö-stofnar eru komin yfir
til i-stofna í ft. í Kl. Þessi orð eru grein, kvísl, skál, skeið og taug. Endingin
er -ir í nf. ft. Reið kemur þar ekki fýrir í ft. Hvað grein varðar virðist
merking ekki skipta máli. Endingin í nf. og þf. ft. er alltaf -ir. Yfirlit er
sýnt í töflu3 á næstu síðu.
Samkvæmt Noreen (1970:261) þekktist endingin -irþegar í fornu máli
af taug. I Guðbrandsbíblíu 1584 kemur fyrir endingin -ir af skál, skeið
(Bandle 1956:220), grein (Bandle 1956:233) og slíður (Bandle 1956:219).