Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Síða 172
Guðrún Kvaran
170
EINTALA FLEIRTALA
grein greinir (19, 81, 99, 145, 147, 182, 234, 274, 345, 347, 369) málsgreinir (162) smágreinir (83, 274, 345) vínviðargreinir (292)
kvísl kvíslir (142) árkvíslir (43)
skál skálir (3, 365) metaskálir (123)
skeið skeiðir (375, 375)
slíður slíðrir (375)
taug taugir (79) rótataugir (23)
Taflaj. Fleirtöluending nokkurra gamalla ö-stofna í Kl.
Hjá JM (útg. 1997:49) er slíðrir talið með orðum sem aðeins eru til í fleir-
tölu. Hin nefnir hann ekki sérstaklega en telur að flest einkvæð kven-
kynsorð endi á -ir (-er) í nf. ft. Samkvæmt Valtý Guðmundssyni (1922:62)
koma í nútímamáli fram tvímyndir af grein, kvísl og skeið en taug og slíður
hafa endinguna -ar í nf. og þf. ft.
2.6 io-stofnar
I fornu máli endaði nf. et. /ö-stofna á -r, t.d. heiðr. Sú ending vék síðar
fyrir nefnifallsendingu veikrar beygingar kvenkynsorða, -i. I Æv eru
nefnd orðin veiði, mýri og heiði sem upphaflega beygðust sem iö-stofnar
en höfðu flust yfir í veika beygingu (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:129).
Af þessum orðum koma veiði og mýri fyrir í K1 í nf. et., heiði aðeins í ft.
Orðið æður er gamall /ö-stofn. Ekki virðist dæmi um það orð í Æv. JM
(útg. 1997:69) sýnir beygingu orðsins veiður, þ.e. fornu beyginguna, og
segir að &ður beygist eins, þ.e. óiður, <zði, &ði, æðar. Hann telur einnig <zð
upp með orðum sem enda í ft. á -ar en gefur ekki upp merkingu (útg.
1997:51). I fornu máli beygðust <zðr ‘æðarfugl’ og <zð(r) ‘æð í líkama’ sem
/ö-stofnar en <zð einnig sem /'-stofn (Noreen 1970:264)
Ef litið er á dæmin í Kl, sjá töflu 4, þá skiptast þau þannig að nf. et. er