Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 174
172
Guðrún Kvaran
Um þgf. stundu fundust aðeins tvö dæmi: á samri stundu (39) og á s0mu
stundu (118), engin um stund.
Orðið brúður er gamall i-stofn. Ekki er að sjá að það komi fyrir í Æv
en hjá JM (útg. 1997:69) er orðið sagt beygjast eins og veiður. I K1 eru tvö
dæmi um nf. brúður (197, 249) og eitt um þf. brúður (278) en einnig kemur
fyrir nf. brúð (327). I Rm eru sjö dæmi um nf. brúð frá 19. og 20. öld, öll
úr kveðskap. Það sýnir að myndin hefur þekkst og verið notuð.
2.8 Karlkyns u-stofnar
Beyging tveggja orða í K1 af M-stofni vekja athygli. Þau eru friður, sem
bæði er í ef. et. friðs og friðar, og staður sem einungis kemur fram í ef. et.
sem staðins. Þau verða því tekin með hér þótt engin dæmi séu um friðs eða
staðins í Æv. I K1 eru aðeins fimm dæmi um endinguna -ar, sem vænta
mætti af «-stofni, friðar:
(7) a. leiðast til Fridar (210)
b. eg stilli til fridar (223)
c. ad oska fridar (247)
d. eg bidst fridar (344)
e. Vardveitsla fridarins (370).
Mun fleiri dæmi eða fimmtán sýna endinguna -s, alltaf í sambandinu til
friðs og er oft — en þó ekki alltaf — að baki danska sambandið tilfreds hjá
HG. Dæmi eru sýnd í töflu 6.
HG KL
giver sig tilfreds (419) gef mig til frids (80)
være ilde tilfreds med (561) vera illa til frids med (105)
giv dig kuns tilfreds (1127) gef þig nu til frids (210)
Tafla 6. Ef. et. friðs hjá K1 og samsvaranir í HG.
JM (útg. 1997:33) nefnir ekki endinguna -s, aðeins myndina friðar. Valtýr
nefnir hana ekki heldur. I Rm eru sjö heimildir um sambandið til friðs frá
lokum 16. aldar og fram á miðja 18. öld. Er líklegt að þar ráði meira hrein-
tungustefna en raunveruleg staða í orðteknum ritum því að vefurinn
Tímarit.is sýnir dæmi allt til þessa dags.
Um orðasambandið tilstaðins eru átta dæmi í K1 (88, 217, 250, 250,317,