Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Side 175
173
i8. aldar orðabók og málsagan
341, 377, 377). I öllum tilvikum er í HG til sttx.de, tilstede, tilsttxde. Hvorki
JM né Valtýr Guðmundsson nefna þessa mynd. Tvö dæmi fundust í Rm,
hvorugt úr Kl, heldur úr Sölku Völku Halldórs Laxness frá 1931—32 og úr
Tímariti verkfrtxðingafélags Islands 1946 (sjá nánar í Rm):
(8)a. Margar sjómannakonur voru til staðins niðrá bryggjunni.
(HKLSalka, 2ofm)
b. að ótæmandi basaltnáma er hér til staðins. (TímVerk, 2om)
2.c> Samhljóðsstofnar
I ritgerð Jóhannesar B. Sigtryggssonar (2011:144) um málið á Æv er
fjallað um -na endingu í ef. ft. kvenkynsorða sem beygjast eftir veikri
beygingu. Nefnd eru orðin frásaga, vika og þúfa. I K1 fannst ekki ef. ft. af
þessum orðum en af fimm öðrum. Af kaka er ef.ft. kaka („holur millum
Kakanna, hvar Bijflugurnar sitia i“ (74)) en samsetningarnar ntxpnafrtx,
mxpnagarður, mxpnareitur, píknaspillir, pílnakoffur og spemasamkoma hafa
Öll endinguna -na. Vegna dæmafæðar er lítið hægt að segja um tíðni end-
ingarinnar í máli Jóns Árnasonar. Hjá JM (útg. 1997:65—67) eru öll -na
orðin í K1 með í upptalningu á allnokkrum kvenkynsorðum sem fá end-
inguna -na en kaka er ekki á þeim lista.
2.10 Rótamafnorð
Karlkynsorðin fótur og fingur teljast til rótarnafnorða eins og kvenkyns-
orðin nögl, tönn, nótt, hönd, kinn og fleiri.
Allmörg dæmi eru í K1 um fót með og án greinis í et. og ft. Ef. et. hefur
þar alltaf endinguna -s (til fóts) en eina dæmið um það fall í Æv er fótar
(Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:147). Ef eignarfallið í K1 er borið saman
við dönsku fyrirmyndina má sjá að alltaf er verið að þýða sambandið til
Foods og hefur það án efa haft áhrif á Jón. Dæmi eru sýnt í töflu 7.
HG KL
som er til Foods (1230) sem strijder til fots (230)
Reise til Lands, it. til foods (1230) Reisa til fots /230)
Gvarde til Hest og Foods (1342) Dravanta-hopur til Hests og Fots (251)
Tafla 7. Ef. et. fóts hjá K1 og samsvaranir í HG.