Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 178
176
Guðrún Kvaran
ÆV KL
ET. NF. hönd (12 x)
ÞF. hönd (28x) hönd (9X)
höndina fyx) höndina (14)
við hendina (2X) hendina (258, 276 3X, 332, 342)
ÞGF. hönd (2x) hendi (19 x) hönd (332 2x) hendinni (8) höndinni (128)
FT. NF. höndurnar (140)
ÞF. höndur fyx) hendur (25 x) höndur (159, 338, 352) hendurnar (157,175)
Tafla 12. Myndir orðsins hönd í Æv og Kl.
JM (útg. 1997:55) sýnir aðeins fornu beyginguna (et. hönd, hönd, hendi,
handar, ft. hendur, hendur) en tekur fram að sumir segi höndur en það sé
rangt.
2.11 r-stofnar
Til r-stofna teljast svokölluð skyldleikaorð, þ.e. móðir, faðir, bróðir, systir,
dóttir. I Æv (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:163—164) eru fornu mynd-
irnar ríkjandi en yngri myndir koma einnig fyrir af öllum orðunum.
Talsvert var af dæmum að moða úr í Kl. Engin frávik frá eldri beygingu
koma fram í bróðir og dóttir. Sama er að segja um móðir en þó koma fyrir
samsetningarnar móðirkind og stjúpmóðurshatur. Eitt dæmi er um systir í
þgf. et. (322). Fjögur frávik koma fram í faðir í ef. et. föðurs (141,194, 222,
248). Eignarfallið föður kemur fyrir einu sinni (315). Sem fyrri liður sam-
setningar er alltaf notað föður-, t.d. föðurarfur, föðurbani, föðurdráp.
2.12 Samantekt
Valin atriði sem snúa að beygingu nafnorða sýna að lítill munur er á K1
annars vegar og Æv og JM hins vegar. Þó fylgir JM best fornri beygingu
þótt ekki sé það einhlítt.