Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 180
17»
Guðrún Kvaran
Greinilegt er á Æv að Jón Steingrímsson hefur oftast beygt tvíkvæð
lýsingarorð sem enda á -// og einkvæð sem enda á -nn með -r- í þgf. et.
kvk., ef. et. kvk. og ef. ft. allra kynja. í umfjöllun Jóhannesar B. Sigtryggs-
sonar (2011:168) er töluorðið/fornafnið einn haft með lýsingarorðum og
verður það einnig gert hér. Jóhannes tekur undir skýringu Jóns Axels
Harðarsonar (Jón Magnússon útg. i997:xlviii) sem lítur svo á að við
breytingu á framburði nn og ll í áherslu á 14. öld:
hafi beygingarfræðileg greining stofns og endingar í einkvæðum lýs-
ingarorðum orðið óskýr. Eftir breytinguna hafi ekki lengur verið
hægt að greina myndir eins og beinni og hálli [...] sem samlögunar-
myndir með -n-ni eða -l-li í stað *-n-ri, *-l-ri. Þess vegna hafi ending
þeirra verið endurgerð og komið upp myndir eins og þgf. et. kvk.
beinnri af lo. beinn. (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:167.)
Skýring þessi er sennileg og er tekið undir hana hér. Dæmi úr Æv
(Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:168-170) eru sýnd í töflu 23.
KVK. ET. ÞGF. gamallri, ofmikilri, hreinnri
EF. mikillrar, einnrar
FT. EF. óheillra
Tafla 13. Lýsingarorð með - l- í enda stofns í Æv.
I Æv (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:170) koma fýrir r-lausar myndir í
miskunnarlitli og hreinni. I K1 er -r- alls staðar í fyrrgreindum föllum orð-
anna gamall, mikill og einn. Önnur lýsingarorð, sem hér gætu bætt ein-
hverju við, eins og hreinn, beinn, seinn, koma ekki fyrir í aukaföllum.
KVK.
ET. ÞGF. gamallri, lítillri, mikillri, ofmikillri
einnri
EF. einnrar
FT. EF. gamallra, mikillra
Tafla 14. Lýsingarorð með -/- eða -n- í enda stofns í Kl.