Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 181
179
i8. aldar orðabók. og tnálsagan
Sama beyging kemur fram hjá JM (útg. 1997:109-111) þannig að litið
hefur verið á hana sem rétta á 18. öld. Samkvæmt Rm koma r-myndir
af gamall fram í öðrum ritum frá 18. öld en yngri dæmi fundust ekki.
Af mikill voru dæmi um r-myndir fram á miðja 19. öld og sömuleiðis af
einn.
3.2 wa-/wö-stofnar
I fornu máli kom fram -v- í beygingu lýsingarorða af wa-/wö-stofni á
undan öllum sérhljóðum öðrum en -u-. Síðar kom -v- inn einnig í þeirri
stöðu. Hélst þessi beyging að mestu fram á 16. öld en eftir það fara r-laus-
ar myndir að verða tíðari og um 1700 var beygingin orðin að mestu eins
og í nútímaíslensku (Björn K. Þórólfsson 1925:89—99).
I Æv (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:177) koma fyrir fimm lýsingar-
orð af flokki wa-/wö-stofna. Þau eru: dökkur, klökkur, kvikur, tryggur,
þykkur. Af þeim er aðeins kvikur án -v- á undan -u-, eins og sýnt er í töflu
15-
KK. KVK. HK.
ET. ÞF ÞGF. gagntryggva dökkvum klökkvu
FT. NF. þykkvir þykkvar
ÞGF. þykkvum, kvikum
Tafla 15. wa-/wo-stofna lýsingarorð í Æv.
í K1 koma fyrir af wa-/wö-stofni breiskur, dyggur, dökkur, glöggur, htyggur,
klökkur, myrkur, styggur, tryggur, þröngur, þykkur. Af þeim koma aðeins
myrkur, tryggur og þykkur fýrir í aukaföllum og öll eru þau með með -v-,
eins og sýnt er í töflu 16.
KK. KVK.
ET. ÞF. tryggvan (182) þykkvan(46) tryggva (165)
FT. ÞF. myrkva (95)
Tafla 16. wa-/wö-stofmL lýsingarorð í Kl.