Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Side 182
i8o
Guðrún Kvaran
JM (útg. 1997:117) sýnir beygingu orðsins breiskur með -v- í þf. og þgf. et.
kk., þf. et. kvk., þgf. et. hk., nf. og þf. ft. kk. og kvk. og þgf. ft. í öllum
kynjum og segir að eins beygist dyggur, dökkur, glöggur, hryggur, klökkur,
krökkur, myrkur, röskur, slingur, snöggur, styggur, styrkur, tryggur, þröngur og
þykkur.
Jóhannes B. Sigtryggsson (2011:177) telur óljóst hvaða ástæða sé fyrir
upprunalegum -v- myndum. Ef tekið er tillit til JM og K1 virðist mega
draga þá ályktun að upprunalegt -v- hafi verið nokkuð algengt á fyrri
hluta 18. aldar. Valtýr Guðmundsson (1922:89) segir að fýrir komi, eink-
um í kveðskap, að -v- sé skotið inn á undan beygingarendingum sem hefj-
ist á sérhljóði: „Men i Almindelighed er alle saadanne Adjektiver helt
igennem uden v“ (Valtýr Guðmundsson 1922:89).
Til wa-/wö-stoíní\ töldust einnig orð eins og frjór, hár, mjór, sljór, ör.
Af þeim kemur frjór ekki fyrir í Kl, hár, mjór og ör án -v- í aukaföllum en
sljór tvisvar með -v- (prentað -f-) í þf. et. kk. og kvk.
KK. KVK.
ET. ÞF. sljófan (110) sljófa (336)
Tafla íy. wa-/wo-stofm lýsingarorð í Kl.
I Æv (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:175) koma mjór og ör fyrir en án -v-.
JM (útg. 1997:101) sýnir beygingu orðanna ör og hár með -v- og getur
þess að þannig beygist frjór, mjór og sljór.
I samsetta lýsingarorðinu sljóskyggn, sem sex dæmi eru um í Kl, er
orðið tvisvar ritað „sliofskygn“ (110, 372), annars „slioskygn". Orðið sljó-
leiki kemur tvisvar fyrir og í bæði skiptin ritað með „f“, „sliofleiki" (110,
157)-
Þótt orðið frjór komi ekki fyrir í K1 eru allmörg dæmi um samsetn-
ingarnar frjósamur og ófrjósamur og einnig um nafnorðin frjósemi og
ófrjósemi og tvö um atviksorðið frjósamlega. Lýsingarorðin og nafnorðin
eru bæði rituð með „ð“ og „f“, þó mun oftar með „ð“, og í þeim tveimur
dæmum sem fundust um atviksorðið er það ritað með „ð“, „friodsam-
lega“. Þó eru tvö dæmi um „f‘/„ð“-lausar myndir, þ.e. „ofriosamur" (118,
152).
Ritháttur með „f‘ kemur fýrir í Guðbrandsbiblíu 1584 milli -ó- og -g-
í frjór og sljór (Bandle 1956:180) en ekki virðast dæmi þar um rithátt með