Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 183
18. aldar orðabók og málsagan 181
„ð“. Bandle (1956:180) lítur á ritháttinn með „f‘ í „frjó(v)samur“ sem unga
mynd af frjór sömu merkingar. Fjölmörg dæmi eru um ritháttinn frjóf-
samur/ófrjófsamur í Rm á tímabilinu frá 16. öld til 19. aldar en ekkert
dæmi fannst þar ritað með „ð“ og eru þó 26 dæmi um þann rithátt í Kl,
eins og sýnt er í (9).
(9) a. friodsamur (75, 76, 87, 87, 87, 92, 129, 205, 235, 293, 378)
b. ofriodsamur (75, 87, 323, 330)
c. friodsemi (75, 76, 87, 87,105, 377, 378)
d. ofriodsemi (87, 330)
e. friodsamlega (76, 87)
Nefna má að sögnin frjóðga kemur fýrir tvisvar í Kl, „ad frjodga j0rdena“
(76), „eg friodga" (378). Engin dæmi fundust um þann rithátt í Rm.
Aðeins eitt dæmi var um sögnina frjóvgast í Kl, „so ad þeir vaxe og friof-
gest“ (237).
Hjá JM (útg. 1997:101) kemur rithátturinn „f‘ fram í þf. et. kk. og
kvk., þgf. et. kk. og hk., nf. og þf. ft. kk. og kvk. og þgf. í öllum kynjum
af frjór, mjór og sljór. Samsettu lýsingarorðin eru hvorki nefnd þar né í KI.
Innskots -v- (-f-) þar er einlægast að skýra sem áhrif frá áður nefndum
beygingarmyndum með -v-. Myndir með d-innskoti þekkjast þegar í
Guðbrandsbiblíu 1584 í orðum eins og orðlof, dýrðlegur, jarðteikn, dáð-
samlegur (Bandle 1956:119—120) og má skýra myndirnar frjóðsamur og
ófrjóðsamur á sama veg (sjá einnig kafla 3.3).
3.3 Miðstig og efsta stig
I Æv (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:179) eru nefnd þau lýsingarorð sem
heimildir eru um að hafi haft tvímyndir í miðstigi og efsta stigi í síðari
alda máli. Þau eru austari, djúpur, dýr, fagur, fjarlagur, framur, h&gur, kœr og
ftngur. Af þessum orðum kemur aðeins djúpur fyrir í K1 í efsta stigi:
(10) a. þad nedsta og diupasta (73)
b. sa sem er [...] diupastur (228)
JM (útg. 1997:129) gefur bæði myndirnar diupari, dypri í miðstigi og diup-
astur, dypstur í efsta stigi. Sama er að segja um Valtý Guðmundsson
(1922:101).
Ekki er minnst á lýsingarorðið slœmur í Æv en það kemur fýrir tvisvar
í miðstigi og tvisvar í efstastigi í Kl.