Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 194
192 Haukur Þorgeirsson
hljóðkerfislegar djúpgerðir og beitt þeim til skýringar á kveðskaparfýrirbærum. I
generatífum greiningum á íslenskri hljóðkerfisfræði er til dæmis oft gert ráð fyrir
að orðmyndir eins og löndum, sem hafa ö í framburði, hafi í huga okkar a í hljóð-
kerfislegri djúpgerð. Síðan breytist a-ið í ö á leiðinni að talfærunum úr orðasafni
hugans. Stephen Anderson hélt því fram að öll p í forníslensku væru leidd af a í
baklægri gerð. Með þá kenningu að vopni skýrði hann hvernig a og p gætu staðið
saman í aðalhendingum. Munurinn er þá aðeins á yfirborðinu en í djúpgerð er
um sama hljóð að ræða.
I riti mínu ver ég allmiklu rými til rökstuðnings gegn kenningum af þessu
tagi. I stuttu máli má segja að ég telji þær spá fýrir um ýmislegt sem ekki gerist
og aldrei vera nauðsynlegar til að skýra neitt raunverulegt fýrirbæri. Eg hef hér
hliðsjón af rannsóknum málfræðingsins Alexis Manaster-Ramer sem kannaði
kveðskap margra þjóða og setti fram þá algildiskenningu að kveðskapur vísaði
aldrei til hljóðkerfislegrar djúpgerðar.
Stoðhljóðið u
Þegar ég vann að rannsókn minni virtist mér að flest vandamál í íslenskri brag-
sögu væru leysanleg nokkurn veginn beint af augum með nokkrum viðmiðunar-
reglum um hefðarreglur og jafngildisflokka. Eitt var þó það vandamál sem mér
þótti sérstaklega óárennilegt og veigraði mér lengi við að rannsaka fyrir alvöru en
það var hegðun stoðhljóðsins u. A endanum ákvað ég þó að það gengi ekki að
hliðra sér hjá því að fást við erfiðasta vandamálið.
Þessi stoðhljóðsrannsókn óx og óx og varð á endanum meira en helmingur
ritgerðarinnar. I tengslum við hana skoðaði ég svo að segja allan íslenskan
kveðskap frá síðmiðöldum og allmikið safn af seinni tíma rímum. Einnig fór ég
ítarlega í saumana á einum rímnaflokki frá 15. öld, Ormars rímum, sem gefnar
eru út sem viðauki við ritgerðina. Hér er aðeins tími til að fjalla um fáein
aðalatriði.
I fornmáli voru til orðmyndir eins og hestr og yngstr sem höfðu endinguna
/r/. Þessi ending var ekki atkvæðisbær í kveðskap, eins og í eftirfarandi vísu-
orðum:
hestr óð lauks fyr Lista (Þórður Sjáreksson, lv. 1.7; Skj B L303)
hann kom yngstr til Óðins (Ragnarssaga V.7.7; Skj B II1256)
Einnig voru til orðmyndir eins og tungur, bróður og önnur sem höfðu endinguna
/ur/. Hún var atkvæðisbær, eins og í eftirfarandi vísuorðum:
ungr véttrima tungur (Björn krepphendi, Magnúsdrápa 8.8; Skj B L406)
fróðr vaskliga bróður (Islendingadrápa 8.4; Skj B L541)
þar vas enn es pnnur (Sighvatur Þórðarson, Víkingarvísur 2.1; Skj B
1:213)