Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Síða 199
GUNNAR ÓLAFUR HANSSON
Andmæli við doktorsvörn Hauks Þorgeirssonar
i. Inngangsorð
Það er mér mikil ánægja að fá hér að fara fáeinum orðum um ágæta doktorsrit-
gerð Hauks Þorgeirssonar, Hljóðkerfi og bragkerfi, sem ber reyndar langan undir-
titil í stíl fræðirita fyrri alda: Stoðhljóð, tónkvöiði og önnur úrlausnarefni í íslenskri
bragsögu ásamt útgáfu á Rímum af Ormari Fraðmarssyni. Meginviðfangsefni rit-
gerðarinnar er samspil annars vegar bragkerfisins með reglum sínum um stuðla-
setningu, innrím, endarím og hrynjandi og hins vegar málkerfisins sem slíks,
nánar tiltekið hljóðkerfis þess tungumáls sem skáldið yrkir á.
Segja má að hinn rauði þráður verksins sé tvíþættur. Annar þátturinn er sú
spurning að hversu miklu leyti megi lesa vísbendingar úr kveðskap (rími, stuðla-
setningu o.þ.h.) um ákveðna þætti málkerfisins á viðkomandi tímaskeiði. Til-
gangurinn getur þá verið að tímasetja tilteknar málbreytingar eða kanna fram-
vindu þeirra á því tímabili þegar þær eru að ganga yfir, eins og til dæmis hvort
einhverjar millibilsmyndir eða hliðarþróun hafi komið við sögu á leið miðmynd-
arendingarinnar úr -sk yfir í -st eða hvort tilkoma stoðhljóðs («-innskot) á undan
r hafi á tímabili einkum verið bundið við tiltekið hljóðaumhverfi, s.s. á eftir frá-
blásnu lokhljóðunum p, t, k. Hinn þátturinn í þessum rauða þræði er fremur
kennilegs eðlis og vísar þá til mismunandi kenningakerfa innan hljóðkerfisfræð-
innar sem vísindagreinar. Þar veltir Haukur upp áleitnum spurningum sem snúa
að því hvort lesa megi úr bragreglum sumra tungumála, í þessu tilviki íslensku,
nokkrar vísbendingar um réttmæti tiltekinna hugtaka, greiningarlíkana eða kenn-
inga og um sálfræðilegan raunveruleika þeirra eininga og vensla sem þessar kenn-
ingar gera ráð fyrir.
Hvað uppbyggingu varðar er ritgerðin eilítið óvenjuleg. Segja má að hún
skiptist í þrjá nokkuð jafnlanga meginhluta, sem allir eru býsna ólíkir hver öðrum.
I fyrstu sex köflunum eru reifuð helstu álitamál um samspil bragkerfis og hljóð-
kerfis og skoðuð mörg einstök atriði þar sem mismunandi samhljóðum, sérhljóð-
um eða samhljóðaklösum er leyft að stuðla eða ríma saman þótt ólík séu, s.s.
þegar j stuðlar við sérhljóð eða a og p standast á í aðalhendingum. Annar megin-
hluti verksins samanstendur síðan af þremur köflum sem taka til hrynjandi og «-
innskots og samspils þeirra, sem og vísbendinga úr þessu samspili í þá veru að
íslenska hafi á síðmiðöldum varðveitt aðgreinandi tónkvæði. Segja má að þetta sé
hryggstykki ritgerðarinnar, enda er 8. kafli einn og sér um 100 bls. að lengd (jafn-
langur og allir kaflarnir á undan samanlagðir, að innganginum frátöldum) og ber