Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 202
200
Gunnar Ólafur Hansson
tími og tíndur stuðla aðeins hvert við annað en ekki við taka eða feefei? Ef eitthvað
heldur aftur af skáldunum í þessum efnum, er það þá einungis stafsetningin?
Þessar vangaveltur má taka saman í eftirfarandi spurningu, sem ég ætla að biðja
Hauk að svara:
Spurning 2: Er raunhæft að bragreglur (aðrar en augljósar hefðarreglur)
styðjist á engan hátt við fónemíska gerð heldur aðeins við hljóðfræðileg lík-
indi og stafsetningu? Ef fónem (í einhverjum skilningi þess hugtaks) eru
sálfræðilega raunverulegar einingar eða formdeildir í huga málnotandans,
hvaða rök hníga þá að því að fónemísk jafngildisvensl leiki alls ekkert hlut-
verk í kveðskap?
4. Gómhljóð og fc-klasar
í umfjölluninni um stuðlun og rím milli uppgómmæltra og framgómmæltra lok-
hljóða í 3. kafla dregur Haukur þá ályktun að jafngildi þessara hljóða sé „samfell-
andi kveðskaparhefð með fornar rætur“ (bls. 57). Síðar í sama kafla (bls. 67) segir
hann:
Þegar kh og ch klofna smám saman í tvö fónem er ekki óvænt að þau haldist
í einum jafngildisflokki enda alast verðandi skáld upp við að heyra þau stuðla
saman og standa saman í hendingum.
í 4. kafla er fjallað á svipuðum nótum um stuðlun /h/ við óraddaða hljómendur
eins og þá sem ritaðir eru með hl, hn o.þ.h. í upphafi orðs. Þarna er sem sé gert
ráð fyrir að skáld þurfi beinlínis að læra að það megi stuðla og ríma saman þessi
hljóðapör; þetta sé m.ö.o. lærð undantekning frá því sem viðvaningar og almenn-
ir málnotendur myndu annars skynja sem „ónákvæmt rím“, „hálfrím“ eða þess
háttar. Þetta þykir mér ósennilegt. Að vísu er erfitt að festa hendur á því hve stór-
an hlut stafsetning á í því að móta hugmyndir hins almenna málnotanda um það
hvað teljist vera sama hljóð og hvað ekki, en tilfinningin um slíkt hljóðkerfislegt
jafngildi finnst mér hér vera mun sterkari og dýpri en að hægt sé að kenna rit-
hættinum og kveðskaparhefðinni einum um.
í íslenskri málfræði hefur myndast sú sterka og langlífa hefð að kalla þau
hljóð sem rituð eru kj og gj (eða þá k ogg á undan í/ý, i/y, e, ei/ey og <e) „fram-
gómmælt" lokhljóð og hljóðrita þau ávallt með tilheyrandi IPA-táknum, [ch] og
[c] (eða [j]). Þó er langur vegur milli hljóðgildis og myndunarstaðar þessara
íslensku hljóða og raunverulegra framgómmæltra („palatal") samhljóða í öðrum
málum, s.s. ungversku eða norskum mállýskum. Þessum íslensku hljóðum svip-
ar mun frekar til þess sem í mörgum öðrum málum er flokkað sem framgómuð
(„palatalíseruð") hljóð, sem sé [kJ]. Meðal einkenna á framgómuðum samhljóðum,
og eins á kringdum samhljóðum eins og [xw] í sumum afbrigðum íífe-framburðar,