Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Síða 203
Andniáili við doktorsvöm Hauks Þorgeirssonar 201
er að aukahljóðmyndunarinnar (e. secondary articulation) gætir einkum í síðari
hluta hljóðsins, við mörk samhljóðsins og eftirfarandi sérhljóðs. Af þeim sökum
getur verið nánast ómögulegt að greina til hlítar á milli þess hvort í hljóðkerfis-
legu tilliti er á ferðinni klasi samhljóðs og hálfsérhljóðs, /kj/, eða þess í stað eitt
stakt samhljóð sem ber aukahljóðmyndun, /W/.
Þetta má að mínu mati heimfæra upp á hin svonefndu framgómmæltu lok-
hljóð íslenskunnar og greina þau þess í stað sem samhljóðaklasa í hljóðkerfis-
gerð: /kh/ eða /k/ með eftirfarandi /j/.3 I ritgerðinni er vitnað (bls. 65) í Guðvarð
Má Gunnlaugsson (1993) um þá hugmynd að sú sögulega framgómun kogg sem
varð á undan frammæltum sérhljóðum (þ.m.t. þess hljóðs sem nú er <* /ai/) hafi
falið í sér innskot á j-i, að minnsta kosti í hljóðkerfislegu tilliti, en það rímar vel
við þessa hugmynd. Að sama skapi bera óraddaðir hljómendur í framstöðu
íslenskra orða keim af því að þeir séu hugsanlega klasar jafnvel á yfirborðinu, og
þá í hreinum hljóðfræðilegum skilningi. Orð eins og hlátur hefjist þannig á
órödduðu [1] sem á eftir fylgir raddað [1] áður en að sérhljóðinu kemur (sbr.
Höskuld Þráinsson 1981).4 Aftur er hér um að ræða atriði sem ekki skilar sér í
þeirri hljóðritunarhefð sem hefur mótast meðal íslenskra málfræðinga.
Haukur tekur til ítarlegrar og gagnrýninnar umfjöllunar þá hugmynd að svo-
nefnd framgómmælt lokhljóð og óraddaðir hljómendur í framstöðu séu klasar í
hljóðkerfisgerð („baklægri gerð“), en þar einblínir hann á það hvort hljóðbeyg-
ingarleg víxl ein og sér gefi nægileg rök fyrir slíkri greiningu. Hann telur að svo
sé ekki og þar er ég honum sammála, en þar með er alls ekki sagt að klasagrein-
ingin sé úr sögunni. Sú greining er heldur ekki tiltakanlega „djúp“. Til dæmis
felur hún einfaldlega í sér að fónemið /h/ hafi hljóðbrigðið [1] þegar /1/ fer á eftir,
og að hljóðfræðileg birtingarmynd fónemsins /j/ á eftir gómhljóði sé auka-
hljóðmyndun (framgómun, palatalísering) sem leggst ofan á það hljóð og skarast
við það. Greining af þessu tagi krefst þess að vísu að horfið sé frá strangtrúaðri
formgerðarstefnu hvað varðar leyfileg vensl fónems og hljóðbrigða, en slíkt er
ekki endilega ókostur. Þess utan myndi greining sem þessi þýða að engin „fram-
gómunarregla" er endilega til staðar í íslensku. Því er það regluröðunarvandamál
sem velt er upp á bls. 65 sömuleiðis úr sögunni.
Hér er sem sé lagt til að sú jafngildisflokkun sem leyfir stuðlun kj við k eða
hn við h (o.s.frv.) hvíli á öðru og meiru en hreinni hefð. Ef hefðarreglum væri
einum um að kenna, eins og Haukur ályktar, þá vaknar sá grunur að sjá mætti
aðrar vísbendingar um það. I 2. kafla, þar sem rætt er um stuðlun /j/ við sérhljóð
og endalok þeirrar hefðar, vitnar Haukur til dæma sem Ragnar Ingi Aðalsteins-
3 Ég tel /j/ raunar vera hálfsérhljóð í íslensku enn þann dag í dag (ólíkt því sem á við
í sænsku, til dæmis), en þar heyrist mér við Haukur vera á svipuðu máli.
4 Óraddað /1/ í framstöðu er til dæmis langt í frá eins önghljóðskennt og það sem
verður til við afröddun í orðmyndum eins og svalt.