Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Side 204
202
Gunnar Ólafur Hansson
son (2010:250—252) hefur bent á í kveðskap Snorra Sturlusonar — sem hiklaust
stuðlar /j/ við sérhljóð að fornri hefð — þar sem ofstuðlun teldist vera á ferðinni
ef /j/ og sérhljóð væru ávallt lögð að jöfnu. Hér eru þrjú dæmi um slíkt, öll úr
Háttatali (sjá bls. 54 í ritgerðinni):
á aldinn mar orpit, / þat’s oss frami, jpfrar (Háttatal 67.7—8)
árla sér, ungr jarl, / allvaldr breka fall (Háttatal 77.3-4)
ránhegnir gefr Rínar / rpf; spyrr ætt at jpfrum (Háttatal 26.3—4)
I fyrstu tveimur dæmunum standast þrír hljóðstafir á, allir sérhljóð, en annars
staðar kemur einnig fyrir orð með /j/ í framstöðu, annað hvort í fyrra eða síðara
vísuorðinu. I þriðja dæminu eru hljóðstafirnir aðrir, en orð með annars vegar sér-
hljóð og hins vegar /j/ í framstöðu bera uppi seinni tvö ris siðara vísuorðsins, þar
sem engin stuðlun ætti að vera á milli. Þar sem Snorri forðast að öðru leyti
ofstuðlun telur Haukur dæmi af þessum toga sterka vísbendingu um að jafngildi
/j/ og sérhljóða í stuðlun hljóti þegar að hafa verið orðin lærð hefðarregla á tímum
hans. Ef stuðlun og rím þeirra hljóða sem um ræðir hér að ofan (kj við k, hn við
h, o.s.frv.) er ekkert annað en lærð hefð, ættum við þá ekki að eiga von á að sjá
svipuð dæmi um það sem kalla mætti „ofstuðlun af gáleysi"? Til dæmis mætti
ímynda sér að stuðlar og höfuðstafur væru allir stakt h, en að í sama vísuorði og
höfuðstafurinn kæmi einnig fyrir orð sem hæfist á hl eða hn. Eins gætu stuðlar og
höfuðstafur verið uppgómmælt /k/, en í seinna vísuorðinu stæði svo að auki orð
sem hæfist á kj. Mig grunar hins vegar að slík dæmi fyrirfinnist varla — eða séu
a.m.k. engu algengari en sambærileg dæmi um ofstuðlun h við h (ekki hn) eða k
við k (ekki kf) — en þá er spurningin: Hvers vegna ekki? Hér vil ég velta þessari
spurningu yfir á doktorsefnið:
Spurning 3: Ef jafngildisflokkun gómhljóða innbyrðis, sem og /h/ og
óraddaðra hljómenda, eru ekki annað en lærðar hefðir, ættum við þá ekki að
búast við að sjá dæmi sem virðast vera ofstuðlun (ef hefðarreglunni er fylgt),
líkt og gerist með /j/ og sérhljóð hjá Snorra? Hvað veldur því að slíkt virðist
ekki eiga sér stað oftar en raun er?
5. Hljómmagn, atkvæðagerð og rím
I umfjölluninni um miðmyndarendinguna og rím samhljóðaklasa í 6. kafla er
fjallað nokkuð um atkvæðaskiptingu og hljómmagn (e. sonority). Þar styðst
Haukur við tiltekinn hljómmagnsskala, sem settur er fram á bls. 85 með vísun í
Ragnar Inga Aðalsteinsson (2010). Sá skali er nokkuð óvenjulegur og séríslensk-
ur að því leyti til að /s/ er þar talið hljómmeira en önnur önghljóð, þar með talin
rödduð önghljóð á borð við /ð/. Þetta vekur upp enn aðra spurningu sem ég æda
að beina til Hauks: