Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 233
Ritfregnir
Stílfræði og bragfræði
Kristján Arnason. 2013. Stíll og bragur. Um form ogformgerðir íslenskra texta.
Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík. 469 bls.
Kristján Arnason málfræðingur er líklega þekktastur fyrir skrif sín um hljóðkerfis-
fræði, einkum íslenska og færeyska. Þar hefur hann ekki síst fengist við rann-
sóknir og lýsingu á tónfalli (e. intonation) og lengd hljóða. En hann hefur líka
glímt við bragfræði á frá sjónarmiði málvísindamannsins, tekið þátt í rannsókn-
arverkefnum á því sviði og leiðbeint nemendum, m.a. doktorsnemum, enda má
segja að þessi rannsóknasvið skarist nokkuð. I kennslu sinni við Háskóla Islands
hefur Kristján líka stundum boðið námskeið þar sem hann hefur freistað þess að
flétta saman stílfræði og bragfræði, auk þess sem hann hefur kennt málnotkun á
sérstökum námskeiðum. Það má því segja að sú bók sem hér er sagt frá sé rök-
rétt framhald eða afrakstur af löngu starfi á þessu sviði, eins og Kristján rekur
reyndar sjálfur í formála.
Bókin skiptist í þrjá aðalhluta. Sá fyrsti nefnist „Texti, stíll og skáldamál". I
fyrsta kafla þess hluta eru ýmis fræðihugtök kynnt til sögunnar, ekki síst hugtök
sem tengjast svokallaðri virkni texta. Þar eru hugtök breska málfræðingsins
M.A.K. Hallidays býsna áberandi, enda er Kristján þekktur fyrir að hallast að
hugmyndum hans um eðli og hlutverk mannlegs máls. Svonefnd orðræðugrein-
ing (e. discourse analysis) er líka kynnt til sögunnar, svo og málnotkunarfræði
(e. pragmatics) af ýmsu tagi. I framhaldinu snýr Kristján sér að bókmenntatextum
og tengir þessi fræði við þá. I þessum fyrsta hluta eru alls 5 kaflar og megin-
áherslan er á stílfræði. Fjallað er um stílfræði almennt, stílbrögð, stílgerðir og
skáldskaparfræði fyrri tíma. Hver kafli hefst á nokkurs konar útdrætti, en síðan
skiptast kaflarnir í undirkafla sem hafa hver sitt heiti. Þannig verður auðvelt að
fá yfirlit yfir efnið og skipan þess.
Annar hluti bókarinnar nefnist „Málform og bragform" og fjallar aðallega um
bragfræði. I fyrsta kafla þess hluta er rætt almennt um bragfræði, í þeim næsta
um tengsl bragforma við málform (áherslu, hrynjandi, hljóðlengd ...) og í þeim
síðasta um íslenska bragarhætti. Þetta er líklega málfræðilegasti hluti bókarinnar
af því að þarna koma við sögu ýmis atriði sem varða hljóðkerfi og hljóðbreyting-
ar, m.a. hin svonefnda hljóðdvalarbreyting, dálítið formleg greining atkvæða,
jafnvel hríslugreinar og fleira sem málfræðingar hafa gaman af. Afleiðingin af