Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 237
Frá íslenska málfm ðifélagin u
235
23.11.2012 Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir Hvað gerðir þú við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? — Um fct'-spurningar í ís- lensku táknmáli
11.1.2013 Magnús Snædal Hið góða hlutskiptið
1.2.2013 Alda Möller Genin og málhæfnin, viðtöl við fólk með
Williams heilkennið
Fyrirlestrar
Á árinu voru haldnir fimm eftirmiðdagsfyrirlestrar á vegum félagsins og
Málvísindastofnunar Háskóla Islands, fjórir á vormisseri og einn á haust-
misseri. Sá fyrsti var fyrirlestur Jóhönnu Barðdal og Þórhalls Eyþórssonar,
„Setningafræðileg endurgerð og aukafallsfrumlög í frumindóevrópsku“,
sem fór fram 1. mars. Pólski málfræðingurinn Pawei Rutkowski hélt fyrir-
lestur um málfræði pólsks táknmáls 26. mars og nefndist hann „Space as a
grammatical feature? The linguistic analysis of pointing in Polish Sign
Language (PJM)“. Mánuði síðar, 23. apríl, hélt Magnús Snædal fyrirlest-
urinn „Um orðin ben, vin og syn“. Helga Hilmisdóttir, lektor við háskól-
ann í Helsinki, flutti erindi 30. maí og nefndist það „Tengsl tíðarmerking-
ar og áherslu: Notkun orðræðuagnarinnar nú í íslensku talmáli". Loks
flutti Wim Vandenbussche, prófessor við Vrije Universiteit Brussel, fyrir-
lestur 28. september undir heitinu „Why research on 19A century Ice-
landic is important for a Belgian chocolate eater (and for the rest of Europe
and the world as well)“ og stóð Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum að honum auk félagsins og Málvísindastofnunar.
Víst er málfræði skemmtileg!
Málþing um málfræðikennslu í skólum var haldið 15. nóvember undir
yfirskriftinni „Víst er málfræði skemmtileg!“ Það var haldið að frum-
kvæði félagsins í samvinnu við íslenskustofu á Menntavísindasviði HI,
Samtök móðurmálskennara og Málvísindastofnun HI. Sérstök undir-
búningsnefnd sá um framkvæmd þingsins og sátu Margrét Guðmunds-
dóttir og Anna S. Þráinsdóttir í henni fyrir hönd félagsins. Þrír fyrir-
lestrar voru haldnir á þinginu af þeim Margréti Guðmundsdóttur og
Hönnu Óladóttur, Davíð Stefánssyni og Ragnari Þór Péturssyni. Þingið
fór fram í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.