Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 238
236
Frá íslenska málfr<x.ðifélaginu
Rask-ráðstefnan
27. Rask-ráðstefnan var haldin þann 26. janúar 2013 í fyrirlestrasal Þjóð-
minjasafns Islands í samvinnu félagsins og Málvísindastofnunar Háskóla
Islands. Haldnir voru átta fyrirlestrar um fjölbreytileg efni og stóð dag-
skráin frá klukkan 10:30 til 16:00 í þremur lotum. Fundarstjórar voru
Sigríður Sigurjónsdóttir, Guðrún Þórhallsdóttir og Kristján Arnason.
Fyrirlesarar voru Aðalsteinn Hákonarson, Iris Edda Nowenstein Mathey,
Jón G. Friðjónsson, Katrín Axelsdóttir, Kristín Lena Þorvaldsdóttir og
Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir (meðhöfundar að fyrirlestrinum voru Rann-
veig Sverrisdóttir og Jóhannes Gísli Jónsson), Sigríður Sæunn Sigurðar-
dóttir (ásamt Þórhalli Eyþórssyni) og Þórhalla Guðmundsdóttir Beck.
Ráðstefnan var prýðilega sótt.
Kynningarmál
Heimasíðan er að mestu óbreytt. Fundargerðum er komið þar fyrir
jafnóðum og fréttakerfið er notað til þess að tilkynna atburði á vegum
félagsins — málvísindakaffi, fyrirlestra og ráðstefnur. Þar eru einnig aug-
lýstir ýmsir atburðir á vegum annarra sem líklegt er að veki áhuga félags-
manna og stjórnin fær ábendingar um. Síðan er því uppfærð reglulega og
hefur formaður séð um það. Heimasíðukerfið sem notast er við var
smíðað af Bjarka M. Karlssyni og er rekið af honum. Notkun þess geng-
ur almennt prýðilega þótt af og til komi upp hnökrar sem leita þarf til
Bjarka með að leysa. Félagið hefur ekki þurft að greiða fyrir afnot af kerf-
inu.
Tilkynningar um atburði eru einnig sendar í tölvupósti til þeirra sem
eru á póstlista félagsins. Hann er uppfærður eftir því sem beiðnir um
skráningu eða afskráningu berast stjórninni. Stærri atburðir, einkum
fýrirlestrar og ráðstefnur, hafa verið kynntir víðar, s.s. í viðburðadagatali
Háskólans, á póstlistum skyldra félaga, á vefsíðu Arnastofnunar og víðar,
og einnig hafa verið sendar fréttatilkynningar til helstu fjölmiðla.
Tímaritið íslenskt mál og almenn málfrœði
34. árgangur íslensks máls er í prentun. Hann er með svipuðu sniði og
undanfarin ár: Þrjár nokkuð langar rannsóknargreinar, ein tiltölulega
stutt athugasemd eða fluga, ein grein í kaflanum Málsefni, efni frá dokt-