Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 239
237
Frá íslenska málfmðifélaginu
orsvörn (bæði frá doktorsefni og andmælendum), einn langur ritdómur
og nokkrar ritfregnir. Ritstjórar hafa eins og áður miðað við að heftið
verði ekki lengra en 14 arkir (224 síður). Nokkurt efni er þegar fyrirliggj-
andi fyrir næsta hefti og sumt af því hefur þegar verið ritrýnt.
Á sl. ári gerði Vísindasvið Háskóla Islands nokkuð ítarlega könnun á
ritstjórnarháttum íslenskra tímarita. Þar var spurt ýmissa spurninga, t.d.
um ritstjórana, ritnefndina, form ritrýni (reyndar líka beðið um nafnlaus
sýnishorn af ritrýni), reglur um frágang, eyðublöð fýrir ritrýna og „höfn-
unarhlutfair. Síðasta atriðið varðar það hversu hátt hlutfall innsendra
handrita komist ekki í gegnum nálarauga ritrýnanna. Ef talin eru með þau
handrit sem fá úrskurðinn „mælt með að greinin verði endursamin og
send til ritrýni á nýjan leik“ taldist ritstjórum svo til að höfnunarhlutfallið
væri um 25%. Það er svipað og í síðustu tímaritakönnun. Þótt spurning-
arnar hafi verið svona margar og ítarlegar var íslenskum tímaritum í fram-
haldinu aðeins skipt í fjóra flokka með tilliti til þess hversu mörg rann-
sóknastig í matskerfi Háskóla Islands fást fýrir birtingu í þeim. Fyrir birt-
ingu í ritum í lægsta flokki fást engin rannsóknastig, í næsta flokki 5 stig,
þá 10 og loks 15.1 efsta flokki (15 stiga flokki) eru aðeins þau tímarit sem
hafa komist inn í alþjóðlega gagnagrunna (ISI, ERIH). Islenskt mál er í
næstefsta flokki, en umsókn hefur verið send í ISI-grunninn. Svars er að
vænta þegar umsjónarmenn þar á bæ hafa fengið 34. árgang í hendur.
Á árinu barst félaginu erindi frá Landsbókasafni-Háskólabókasafn
með ósk um að fá að skanna eldri árganga tímaritsins og koma því fyrir á
vefnum Tímarit.is. Gengið var til samninga við safnið um skönnun og skil
á rafrænum skrám eftir að þær urðu tiltækar. Nú eru allir árgangar komn-
ir í gagnasafnið og verður nýju efni bætt við jafnóðum. Opinn aðgangur
er að árgöngum fimm ára og eldri en yngri árgangar verða einungis
aðgengilegir á tölvum safnsins. Tengli á Islenskl mál á Tímarit.is hefur
verið komið fyrir á heimasíðu félagsins.
Stuðningur Mennta- og menningarmálaráðuneytisins
Félagið hefur lengst af notið árlegs stuðnings frá ráðuneytinu í formi fjár-
styrks til starfsemi þess. Árið 2012 fékkst styrkur að upphæð 250 þúsund
og var hann innheimtur með bréfi frá formanni til ráðuneytisins síðla árs.
I kjölfarið var mennta- og menningarmálaráðherra skrifað annað bréf,
dagsett 14. desember, þar sem farið var fram á 300 þúsund króna styrk
fýrir starfsárið 2013.