Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 11
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 7 Starfsfólk St. Jósefsspítala mætt á blaðamannafund 7. janúar. Um tvö þúsund Hafnfirðingar sótti fund til varnar St. Jósefsspítala 10. janúar. eða sögðust undrast ákvörðunina. Félag sérfræðinga í meltingarsjúkdómum sagðist harma hvernig staðið var að henni. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga varaði í ályktun stjórnvöld við að fara of geyst í breytingar á heilbrigðiskerfinu og sagðist óttast að við það skertist þjónusta við sjúklinga umtalsvert og dýrmæt sérþekking starfsmanna tapaðist. Stjórnin ítrekaði nauðsyn þess að haft yrði samráð við fagfólk áður en ákvarðanir um breytingar væru teknar. Heilbrigðisstofnanir sameinast á landsbyggðinni Sameining heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni var einnig mótmælt. Þessar breytingar höfðu að vísu að hluta til legið í loftinu síðan mörkum heilbrigðisumdæma var breytt en sumt kom á óvart. Í ákvörðun ráðherra fólst að sameina ætti heilbrigðisstofnanir þannig að 22 stofnanir yrðu að 6, ein í hverju heilbrigðisumdæmi. Þetta vakti strax viðbrögð hjá mörgum stofnunum en einstaka stofnun fagnaði ákvörðun ráðherra. Frá Húsavík kom til dæmis yfirlýsing þar sem lýst var áhyggjum yfir að heilsugæslustöðvar á Norðurlandi ættu að sameinast í Heilbrigðisstofnun Norðurlands með sjúkrahúsið á Akureyri sem miðpunkt. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hefði nýlega gengið í gegnum sameiningarferli þar sem sparnaður reyndist lítil. Mörg sveitarfélög hafa brugðist við með því að vilja taka við rekstri heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa en vandséð er að það lækki í sjálfu sér útgjöld ríkisins. Hvernig á að spara? Ríkisstjórnin féll svo 26. janúar, 19 dögum eftir að breytingarnar í heilbrigðiskerfinu voru tilkynntar. Úti var ævintýri. Fulltrúi fyrrverandi þingminnihluta sagði, á meðan stjórnarmyndunarumræður stóðu enn yfir, að boðaðar breytingar á St. Jósefsspítala yrðu að öllum líkindum dregnar til baka. Viku seinna var svo kominn nýr heilbrigðisráðherra. Ákvörðun hans um framtíð St. Jósefsspítala lá ekki fyrir við prentun en hann hefur sagt að ekkert sparist á breytingum sem starfsfólk og aðrir hagsmunaaðilar hafi ekki tekið þátt í að móta. Ráðherra bíður nú það erfiða verkefni að taka um 7 milljarða út úr heilbrigðiskerfinu þannig að hægt verði að borga skuldir ríkisins. Þó að allir viðurkenni að ríkið þurfi að spara eru ekki allir sammála um að heilbrigðiskerfið eigi að taka þátt í því. Stjórn Félags íslenskra heimilislækna sagði þegar í nóvember að á þessum erfiðu tímum væri mikilvægara en áður að standa vörð um heilsufar þjóðarinnar. Stjórnin varaði við lækkun útgjalda til heilbrigðismála, sérstaklega í heilsugæslu landsmanna. En einmitt í heilsugæslunni eru komnar fram mjög róttækar sparnaðaráætlanir. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stendur frammi fyrir miklum vanda. Hún þarf að spara samtals um 370 milljónir 2009. Að auki er hún með fortíðarvanda, 300 milljóna halla frá 2007 og fyrr sem hefur ekki fengist bættur. Stjórn heilsugæslunnar hefur sett fram aðgerðaáætlun þar sem er reynt að vernda störf frekar en kjör. Þeim starfsmönnum, sem hafa meira en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.