Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 13 „Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að lyfjafyrirtækin eru áhugaverður starfs­ vettvangur,“ segir Aðalheiður Dagmar sem kom til starfa sem sölu­ og markaðsfulltrúi hjá Vistor vorið 2006. „Fjölskylduvænn vinnutími skiptir máli. Starfið er fjölbreytt og maður fær annað sjónarhorn á lyfjafyrirtækin og starfsemi þeirra. Við erum í miklum samskiptum við fólk heima og erlendis. Ytra hefur maður eignast góða samstarfsfélaga. Slíkt víkkar sjóndeildarhringinn. Og rétt eins og í öllum hjúkrunarstörfum þá krefst starfið sjálfstæðra og vandaðra vinnubragða, aga og mikillar samskiptahæfni.“ Þekking á kerfinu mikilvæg Aðalheiður starfar hjá Janssen­Cilag sem hefur mörg geð­ og taugalyf á markaði en síðustu ár hafa bæst við lyf sem vinna gegn mjög flóknum og sérhæfðum vandamálum við „multiple myeloma“ og HIV. Sjálf vinnur Aðalheiður með Concerta, lyf sem er mikið notað við athyglisbresti og ofvirkni. Hún annast einnig markaðssetningu og sölu á þessum nýju HIV­lyfjum hjá fyrirtækinu. „Góð fagleg og klínísk reynsla er mikilvæg í þessu starfi, þekking á starfsemi sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva og því hvernig heilbrigðiskerfið virkar. Slíkur bakgrunnur auðveldar starfið og gerir okkur betur kleift að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar,“ segir Aðalheiður sem útskrifaðist með BSc­próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1997. Fyrsta árið eftir það starfaði hún á lyflækningadeild við Sjúkrahús Reykjavíkur, en ári síðar gerðist hún deildarstjóri við hjúkrunar­ og dvalarheimilið Lund á Hellu. Var hún þar fram til ársins 2003 þegar hún var ráðin deildarstjóri á lyflækninga­ og smitsjúkdómadeild A­7 við Landspítala­ háskólasjúkrahús í Fossvogi. Reyndir í starfi „Námið nýtist að sjálfsögðu hér eins og annars staðar þar sem hjúkrunarfræðingar vinna. Flestir hjúkrunarfræðingar, sem ráða sig til starfa í lyfjafyrirtæki, hafa góða faglega þekkingu og eru reyndir í starfi. Þeir hafa oftast góða þekkingu á sjúkdómum sem og virkni lyfja almennt. Einhverjir hjúkrunarfræðingar hér í Vistor hafa farið í framhaldsnám í hjúkrun eða annað nám t.d. tengt markaðsmálum. Það var góður skóli að starfa við öldrunarhjúkrun austur á Hellu. Aldraðir eru oft með marga og flókna sjúkdóma og öldrunarhjúkrun því oft flókin og erfið en um leið mjög gefandi og lærdómsrík. Ég er í raun mjög þakklát fyrir það að hafa tekið þá ákvörðun á sínum tíma að fara austur,“ segir Aðalheiður sem bætir við að reynslan, sem hún fékk sem deildarstjóri á A­7, sé henni einnig dýrmæt. „Á A­7 var og er frábært fagfólk: gríðarlega færir sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar. Sjúklingar á deildinni eru oftast bráðveikir og þurfa mikið eftirlit og flókna hjúkrun. Klínísk hjúkrun er mjög áhugaverð og gefandi. Þar nýtir maður trúlega einna best þá þekkingu sem maður öðlast í náminu: klíníska færni og samskiptahæfni. Nálægðin, að vera til staðar og geta hjálpað fólki og létt því lífið í erfiðum veikindum, gefur manni mikið í þessu starfi.“ Umræðan þarf að breytast Aðalheiður segir að starf í lyfjageiranum sé á margan hátt ólíkt klínískri hjúkrun. Nálægðin við sjúklingana sé ekki sú sama. Eigi að síður lúti starfið af því að bjarga mannslífum og lina þjáningar. Slíkt geri starfið mjög áhugavert. „Ég get sagt þér eitt dæmi af HIV­lyfi sem er mjög nýlega komið á markað. Fyrir tveimur árum, það er löngu áður en lyfið kom á markað, var mikil þörf á því. Þróun nýrra lyfja við alnæmi er oft mikið kapphlaup við tímann þar sem veiran breytir sér svo ört að stundum eru engin lyf eftir sem gagnast viðkomandi einstaklingi. Við gátum hins vegar útvegað þetta lyf í tæka tíð og þar hafa bjargast mannslíf. Slíkt veitir manni góða tilfinningu. Það eru mikil forréttindi að fá að vinna með góð lyf sem gera gagn og vita til þess að þau lini þjáningar og létti fólki með torlæknanlega sjúkdóma lífið verulega og bjargi jafnvel lífi þess. Það er sorglegt hve neikvæða umfjöllun lyfjageirinn fær oft. Það hafa örugglega flestir einhverju sinni átt nákomna ættingja eða vini þar sem lyfin hafa bjargað lífi eða að minnsta kosti gert fólki með erfiða sjúkdóma lífið léttbærara,“ segir Aðalheiður og heldur áfram: „Því miður virðast fjölmiðlar helst hafa áhuga á lyfjaverði. Staðreyndin er reyndar sú að frumlyf á Íslandi eru algjörlega sambærileg í verði við hin Norðurlöndin, meira að segja oft ódýrari en í Danmörku. Fáir treysta sér aftur á móti að ræða hvað það kostar okkur að hafa ekki lyf! Það er sjaldan talað um það í fjölmiðlum hvað lyfin eru okkur í raun gríðarlega mikilvæg. Án þeirra værum við líklega flest dáin úr einhverjum sýkingum og öðrum veikindum sem drógu forfeður okkar til dauða. Fjölmiðlar fjalla sömuleiðis lítið um lyfjaþróun sem skilar því að fólk getur lifað lengur betra og innihaldsríkara lífi með sínum krónísku sjúkdómum. Það Aðalheiður D. Matthíasdóttir. „Námið nýtist að sjálfsögðu hér eins og annars staðar þar sem hjúkrunarfræðingar vinna.“ „Fjölskylduvænn vinnutími skiptir máli. Starfið er fjölbreytt og maður fær annað sjónarhorn á lyfjafyrirtækin og starfsemi þeirra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.