Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 20
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200916 Undanfarið ár hafa starfað vistunar­ matsnefndir í hverju heilbrigðisumdæmi á grundvelli reglugerðar um vistunarmat nr. 1262/2007. Óski einstaklingur eftir varanlegri vistun í hjúkrunarrými skal hann senda skriflega beiðni um vistunarmat til vistunarmatsnefndar í því heilbrigðisumdæmi sem hann á lögheimili í. Það er svo hlutverk nefndarinnar að safna saman læknis­ og hjúkrunarfræðilegum upplýsingum ásamt upplýsingum um þá þjónustu sem viðkomandi fær frá félagslegum yfirvöldum. Eftir atvikum getur einnig verið um að ræða upplýsingar frá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra. Nefndinni ber einnig að kanna gaum­ gæfilega hvort öll félagsleg og heilsufarsleg úrræði til dvalar í heimahúsi hafi verið fullreynd og telji hún að svo sé ekki þá er beiðni um vistunarmat hafnað. Með þessu móti er reynt að tryggja að ákvarðanir vistunarmatsnefndanna séu byggðar á sterkum faglegum rökum enda brýnt að svo sé eigi þær að njóta trausts. Eins og áður kom fram hefur núverandi vistunarmatskerfi verið í notkun í rúmt ár og því nokkur reynsla komin á þetta nýja fyrirkomulag og í ljós komið hvað mætti betur fara. Vegna starfa minna á dagdeild fyrir minnissjúka hef ég tekið þátt í að veita matsnefndinni upplýsingar um rúmlega 20 einstaklinga á þessu ári og átt mikil og góð samskipti við verkefnastjóra vistunarmatsnefndar heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins. Þeir einstaklingar, sem ég hef veitt nefndinni upplýsingar um, hafa allir á þeim tímapunkti verið gestir á dagdeildinni sem ég starfa á, mismarga daga í viku. Enginn af þeim hafði persónulega frumkvæði að því að sækja um að fá vistunarmat fyrir sjálfa sig. Það gerðu aðstandendur þeirra ýmist að eigin frumkvæði eða fyrir hvatningu frá starfsmanni heilbrigðiskerfisins. Þegar þannig er háttað heilsu þess sem sótt er um fyrir tel ég brýnt að nefndin afli sér beint upplýsinga hjá aðstandendum um umönnun umsækjandans heima fyrir því þær eru nauðsynlegar fyrir heildarmynd af lífi þess sem sótt er um fyrir. Upplýsingar um hvernig sólarhringurinn gengur fyrir sig vantar en þær eiga brýnt erindi þegar ákvörðun er tekin um hvort þörf er á varanlegu hjúkrunarrými, sérstaklega þegar um heilabilaða einstaklinga er að ræða. Við sem störfum með heilabiluðum þekkjum vel að þó dagurinn gangi ljómandi vel fyrir sig hjá hinum heilabilaða á sérhæfðri dagdeild þá taka við miklir erfiðleikar hjá aðstandendum þegar hinn sjúki kemur heim, svo ekki sé minnst á kvöld, nætur og hátíðisdaga. Það fáum við að heyra hjá aðstandendum sem við höfum mikið samstarf við. Ein af spurningum nefndarinnar til hjúkrunarfræðings er hvort búið sé að reyna til þrautar heimahjúkrun og félagsþjónustu. Á móti má spyrja hvort Ragnheiður Gunnarsdóttir, logafold83@simnet.is HVAÐ UM AÐSTANDENDUR? ÞANKASTRIK Ragnheiður Gunnarsdóttir er deildarstjóri á dagdeild fyrir fólk með minnissjúkdóma á Eir hjúkrunarheimili. Upplýsingaöflun ábótavant í nýju vistunarmatskerfi Ragnheiður Gunnarsdóttir ræðir hér reynslu sína af vistunarmatskerfinu sem var tekið upp fyrir ári og þörf fyrir breytingar á því. Félagsmenn og aðrir lesendur eru hvattir til þess að greina frá skoðunum sínum á þessu máli og öðrum heil brigðis málum í Tímariti hjúkrunarfræðinga. „Ég legg því til að þegar sótt er um vistunarmat fyrir fólk með heilabilun verði upplýsinga leitað hjá aðstandendum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.