Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 19 verið fram á margvíslegan ávinning af RAI­matstækinu á hjúkrunarheimilum í Bandaríkjunum, s.s. nákvæmari upp­ lýsingar um heilsufar, betri skráningu, bætta meðferð við hegðunarvandamálum, aukna virkni og fleira (Fries o.fl., 1997). Gæðavísar Gæði í heilbrigðisþjónustunni má skil­ greina með margvíslegum hætti, til dæmis talaði Avidis Donabedian um sjö megin­ stoðir gæða, það er gagnsemi, afköst, áhrif, skilvirkni, ásættanleika, réttmæti og sanngirni (Donabedian, 1990). Vegna margbreytileika gæða í heilbrigðisþjónustunni hafa menn skilgreint svokallaða gæðavísa. Gæðavísar eru tölulegar upplýsingar, gjarnan í formi hlutfalls, sem gefa vísbendingar um gæði skilgreindra verkferla eða gagnsemi. Gæðavísar eru nýttir á ýmsan hátt í gæðaþróun svo sem til að mæla gagnsemi og árangur. Fræðslunefnd Sóltúns notar gæðavísana til að meta árangur starfseminnar og setja af stað umbótaverkefni með fræðslu þegar þörf er á. Fræðslunefndina skipa auk höfundar þau Aðalbjörg Íris Ólafsdóttir sjúkraþjálfari og Jón Jóhannsson djákni. Dæmi um gæðavísa í RAI-mats tækinu Nýtilfelli brota Algengi byltna Algengi hegðunarvanda Algengi þunglyndis með og án meðferðar Algengi notkunar 9 eða fleiri lyfja Algengi þvag­ og hægðaleka Algengi þrýstingssára Algengi engrar virkni Algengi þvagfærasýkinga Algengi þyngdartaps/vökvaskorts Notkun sterkra geðlyfja Fjöldi rúmfastra o.fl. Gæðavísarnir eru 30 atriði sem gefa vísbendingar um gæði hjúkr unar og umönnunar á öldr unar heimilum. Með þeim er ýmist athuguð tíðni eða tilkoma þessara atriða. Það sem bætir árangur hjúkrunar eykur ánægju og vellíðan íbúa, aðstandenda og starfsfólks. Gæðavísar gefa starfsfólki og stjórnendum þannig vísbendingar um það sem vel er gert og það sem betur má fara (Zimmerman o.fl., 1995). Gæðateymi Gæðavísar í RAI­mati eru einnig notaðir til að setja fram ákveðin viðmiðunarmörk hjúkrunar og greina þar með þörf fyrir fræðslu þegar árangur nær ekki skilgreindum viðmiðunarmörkum. Þess má geta að fjölmörg gæðateymi eru starfandi á heimilinu og gæðateymin fara með ábyrgð á innra gæðaeftirliti hjúkrunar. Byltuteymi var fyrsta gæðateymið. Það var stofnað árið 2002 til að fækka byltum meðal íbúa. Eins og flestir vita geta byltur skapað margvísleg vandamál. Ef viðkomandi brotnar hefur það oft slæmar afleiðingar í för með sér. Skilgreining á byltu er fall með fullum þunga. Þegar byltuteymið var stofnað var staðan þannig að árlega hlutu 20% íbúa byltu. Leitað var að skýringu á þessu. Í ljós kom að mjög stórum hluta íbúa heimilisins er hætt við byltum eða 85­90% þeirra. Þá var athugað hvaða einstaklingum væri hættast við að detta og hvers vegna. Sett voru viðmið um að innan við 12% íbúa dyttu á ári. Því miður er ekki alveg hægt að koma í veg fyrir byltur því þá mundi frelsi íbúanna til að hreyfa sig og taka þátt í daglegu lífi líklega vera heft. Eins væri trúlegt að ef lægri tölur um byltur sæjust mundi öðrum viðmiðunum fjölga, eins og rúmföstum íbúum og legusárum meðal þeirra. Komið var upp öflugri fræðslu um samspil heilsufars, lyfja og fallhættu hjá íbúum, lyf og lyfjanotkun almennt, mikilvægi virkni og þjálfunar, líkamsfjötra og verki. Einnig hefur verið fræðsla um skynsamlega uppröðun húsgagna, notkun upplýsingatækni í hjúkrun og hjálpartæki. Árangurinn af samstilltu átaki starfsfólks um að fækka byltum hefur verið mjög góður (Aðalbjörg Íris Ólafsdóttir, 2008). Það hefur verið spennandi og hvetjandi fyrir starfsfólkið á heimilinu að fylgjast með niðurstöðum RAI­mats á árangri reglulega. Gæðastaðlar Klínískir gæðastaðlar um lykilatriði í hjúkrun aldraðra voru settir fram. Þeim er fylgt eftir af þverfaglegum gæðateymum. Starfsfólk notar þá síðan sem leiðarljós í starfi (sjá nánar á www.soltun.is/tjonusta/ gaedi.asp). Byltur á Sóltúni 2002­2007 Byltur á Sóltúni 2002­2007. Notast er við rannsóknarniðurstöður úr RAI til að skoða vísbendingar um gæði hjúkrunar á heimilinu. Skoðuð er þróunin innan heimilisins milli ára. Þetta eru vísbendingar en þær styðja vel við fræðslu­ og gæðavinnu heimilisins. Upphafleg viðmið voru ákveðin á starfs­ mannafundi 2002. Með auknum árangri var ákveðið að færa viðmið Sóltúns niður í 5 og 12%. 25 20 15 10 5 0 2002 2003 2004 2005 2006 2007 % Gæðavísir hámark Gæðavísir lágmark
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.