Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 56
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200952 Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að meðvitund þátttakenda um mikilvægi góðrar heilsu jókst með aldrinum en tengdist reynslu af sjúkdómum og skertri færni. Þessi aukna vitund leiddi til þess að heilbrigði var endurskilgreint þannig að einstaklingarnir mátu hvað væri viðunandi og leituðu í kjölfar þess viðeigandi leiða til að viðhalda og efla heilsu sína. Reynsla og gildismat einstaklingsins sjálfs ásamt umhverfisþáttum hafði áhrif á þetta mat, hvaða leiðir voru valdar og lögðu grunninn að heilsuhegðun hans og þar með að viðhaldi og eflingu heilsunnar. Breytingar á aðstæðum gátu orðið til þess að einstaklingurinn endurskoðaði mat sitt á eigin heilsu. Hér á eftir verður fjallað nánar um einstaka þætti þessa ferlis í samhengi við niðurstöður annarra rannsókna og fræðilegt efni. Aukin meðvitund um mikilvægi heilbrigðis og endurskilgreining þess Fram kom í rannsókninni að þátttakendur vildu taka ábyrgð á eigin lífi og heilsu. Sá vilji tengdist reynslu af sjúkdómum sem leiddi til þess að heilbrigði hætti að vera sjálfsagður hlutur og fékk meira vægi í lífi þeirra. Svipaðar niðurstöður fengust í kanadískri rannsókn á einstaklingum sem höfðu náð 65 ára aldri og voru með langvinna sjúkdóma (McWilliam o.fl., 1996). Þar fór heilsan að skipta meira máli eftir að sjúkdómurinn kom til sögunnar. Horft er á heilsuna í nýju ljósi þegar hún er metin út frá þeim raunveruleika sem hver og einn býr við. Þetta er samhljóma kenningum um að merking heilbrigðisins taki breytingum á lífsleiðinni og sé endurskilgreind í ljósi þeirrar reynslu sem fólk verður fyrir (Jones, 1994). Heilbrigði felur þannig í sér marga mismunandi þætti sem eru í stórum dráttum sameiginlegir hjá þessum hóp en þó eru mismunandi áherslur milli einstaklinga. Svipaðar niðurstöður má finna í sænskri, fyrirbærafræðilegri rannsókn þar sem reynslu fólks af heilbrigði var lýst (Strandmark, 2006). Ný viðmið voru sett varðandi það sem þátttakendur töldu viðunandi út frá þeim veruleika sem þeir bjuggu við og hvað þeir lögðu áherslu á til að viðhalda góðri heilsu. Á þann hátt setti hver og einn sér markmið. Af þeim sökum töldu þeir mikið velta á eigin vilja því vinna þurfti að því að ná þeim markmiðum sem hver og einn setti sér og miðuðu að því að viðhalda góðri heilsu. Þessar niðurstöður eru hliðstæðar því sem kemur fram í rannsókn McWilliam o.fl. (1996). Þar lýsa þátttakendur því einmitt hvernig þeir hafa þörf fyrir að hvetja sjálfa sig áfram og ætla sér meðvitað að gera hlutina því það getur enginn annar gert fyrir þá. Eigið gildismat og reynsla einstaklinga Sérhver einstaklingur hafði sína lífssýn sem byggð var á reynslu og gildismati. Þessi lífssýn hafði áhrif á það hvað viðkomandi taldi heilbrigði, hvað var viðunandi og síðan hvaða leiðir hann valdi til að viðhalda heilsunni og efla hana. Þátttakendur nefndu eftirfarandi atriði sem mótuðu lífssýn þeirra. Finna tilgang og gleði í lífinu Í niðurstöðum kom fram að lífsgleði eykur vellíðan og var Inn á þennan kvarða er hægt að setja punkt sem gefur til kynna hvort viðkomandi þáttur hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á heilsuna. Staðsetningin á punktinum fer meðal annars eftir lífssýn viðkomandi. Tafla 3. Jákvæðir og neikvæðir áhrifaþættir varðandi eflingu og viðhald heilsu aldraðra. NEIKVÆÐ ÁHRIF JÁKVÆÐ ÁHRIF Finna tilgang og gleði í lífinu Fátt sem veitir gleði Margt sem veitir gleði Viðhalda eigin færni Loka sig af Njóta félagsskapar Kyrrseta Hreyfa sig markvisst Innivera Njóta útiveru Rangt mararæði Rétt mataræði Vera virkur í samfélaginu Vanta hlutverk Hafa hlutverk Ójafnvægi í störfum og hvíld Jafnvægi í störfum og hvíld Láta aldurinn hafa áhrif á sig Finnast aldurinn ekki skipta máli Sækja sér félagsskap sem hentar Skortur á samskiptum Góð samskipti við fjölskyldu við fjölskyldu Enginn félagsskapur Njóta einnig félagsskapar utan fjölskyldu utan fjölskyldu Taka ábyrgð á eigin heilsu Skortur á meðvitund um Meðvitund um mikilvægi mikilvægi heilsunnar heilsunnar Engin markmið um Markmið um viðhald viðhald heilbrigðis heilbrigðis Leita ekki aðstoðar og Leita aðstoðar og upplýsinga upplýsinga UMRÆÐA Skoða þarf niðurstöður rannsóknarinnar með ákveðnum fyrirvara. Þrátt fyrir að bakgrunnur þátttakenda væri um margt ólíkur áttu þessir einstaklingar það sameiginlegt að vera jákvæðir og ákveðnir í að gera það besta úr aðstæðum. Við höfum ekki forsendur til að telja þá einkennandi fyrir aldraða Íslendinga sem búa á eigin heimili. Valskekkja rannsóknarinnar felst í því að þátttakendur höfðu sjálfir samband við rannsakanda og gáfu kost á sér til þátttöku. Rannsóknaraðferð og lítið úrtak bjóða ekki upp á að alhæft sé um stærri hóp en þá eldri borgara sem þátt tóku. Þrátt fyrir takmarkanir gefur rannsóknin mikilvægar upplýsingar um reynslu aldraðra, sem búsettir eru á eigin heimili, af heilbrigði og af því hvað viðheldur og eflir heilsu á efri árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.