Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 46
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200942 Meðferðarheldni og hegðun sykursjúkra rannsökuð Það hefur jafnan verið álitið vandamál þegar sjúklingar fylgja ekki meðferðarfyrirmælum við sjúkdómum sínum. Þrátt fyrir ýtarlegar rannsóknir áratugum saman fer meðferðarheldni lítt batnandi. Athygli hefur verið vakin á að sjónarhorn sjúklinga koma sjaldan fram í þeim rannsóknum. Brynja Ingadóttir, deildarstjóri á skurðsviði Landspítala, sagði frá rannsókn sinni þar sem leitað var eftir sjónarhorni sykursýkissjúklinga og reynslu þeirra af því að fylgja eða fylgja ekki meðferðarfyrirmælum. Hvað gerist í samskiptum þeirra við heil­ brigðisstarfsfólk þegar meðferð er ekki fylgt? Aðferðafræðin, sem hún notaði, var túlkandi fyrirbærafræði og talaði hún við 11 einstaklinga. Viðmælendur lýsa reynslu sinni sem stöðugum erfiðleikum, svo og sam­ ræðum og samningum við sjálfa sig í þeirri viðleitni að finna viðunandi jafnvægi á milli meðferðar og líkamlegrar og sálfélagslegrar vellíðanar. Ótti og langanir einkenna reynsluna og tímabil ábyrgðarkenndar og sjálfsblekkingar skiptast gjarnan á. Viðmælendur greindu frá mikilvægi þess að borin væri virðing fyrir sjálfræði einstaklingsins. Fram kom að heilbrigðisstarfsfólk beitir mismunandi samskiptaformum sem ýmist hvetja til eða draga úr með ferðarheldni. Meðferðarheldni er flókið og margþætt fyrirbrigði og felur í sér samskipti tveggja aðila, sjúklings og heilbrigðisstarfsfólks. Það er siðfræðilegt í eðli sínu því togstreita skapast gjarnan á milli þeirra höfuðreglna er leiðbeina heilbrigðisstarfsfólki, sjálfræðisreglunni og velgjörðareglunni. Stuðningur í formi samræðna, sem byggðar eru á virðingu og trausti, getur auðveldað sykur sýkissjúklingum það lífsverkefni sem blóðsykurstjórnun er. Sykursýki var einnig efni erindar Árúnar K. Sigurðardóttur. Að hennar sögn mæla alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar með því að fólk með sykursýki sé virkir þátttakendur í kennslunni og að hún skuli vera byggð á hugmyndafræði sjálfseflingar. Í þessari hugmyndafræði er lögð áhersla á að markmið kennslu og meðferðar sé að hvetja til upplýstrar ákvarðanatöku þar sem fólkið með sykursýkina beri ábyrgð á og stjórni meðferð sinni í samvinnu við fagfólk. Kvarðar til að greina þekkingu, sjálfs­ umönnun, eflingu, vellíðan og streitu meðal fólks með sykursýki voru þýddir yfir á íslensku eftir alþjóðlegum viðmiðum um þýðingar mælitækja. Þeir voru prófaðir í þverskurðarkönnun og notaðir í með­ ferðar rannsókn þar sem niðurstaðan var að sumir kvarðarnir hefðu notagildi í klínískri vinnu með fólki með sykursýki. Í erindinu lagði Árún til að notaðir yrðu tilteknir kvarðar til að auðvelda markvissa meðferð sem veitt er eftir hugmyndafræði sjálfseflingar. Meðferðin er síðan byggð á svörum kvarðanna og markmiðum sem fólk setur sér. Reynsla af endurhæfingu Jónína Sigurgeirsdóttir er hjúkrunarfram­ kvæmdastjóri Reykjalundar og sér­ fræðingur í endurhæfingarhjúkrun. Erindi hennar fjallaði um rannsókn hennar á grundvallarþáttum í reynslu sjúklinga af endurhæfingu. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu af endurhæfingu frá sjónarhóli sjúklinga og bæta við þekkingargrunn sem fyrir var um þarfir sjúklinga í endurhæfingu. Jónína tók viðtöl við sjö karla og fimm konur með reynslu af endur­ hæfingarmeðferð í Hveragerði, á Grens­ ási eða á Reykjalundi. Sex hafði verið vísað í endurhæfingu vegna bráðs heilsuvanda en sex vegna langvinnra vandamála. Alls voru sextán djúpviðtöl greind í þemu og túlkuð. Jónína sagði í erindi sínu að þátttakendur teldu getu sína til að takast á við áhrif sjúkdóma tengjast eigin persónuleika og fyrri reynslu. Þeir gátu lent í ákveðnum tilvistarvanda þegar þeir þurftu að aðlagast nýrri sjálfsmynd eftir sjúkdóm eða slys en vildu samtímis halda í sitt gamla hlutverk sem einstaklingar og fjölskyldumanneskjur. Þátttakendum fannst einstaklingshæfða umönnunin og um hyggjusamt meðferðarsamband vera nauðsynlegt ásamt andlegum stuðningi fjölskyldu, jafningja og starfsfólks. Að sögn Jónínu leiða niðurstöðurnar ekki til alhæfinga þar sem reynsla hvers þátttakanda er einstök. Þær benda þó til að það, hversu vel hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki tekst að koma til móts við þarfir þeirra, geti hjálpað sjúklingum að ná árangri í endurhæfingu. Þátttakendur í kynningunni sýndu rannsókninni áhuga og spurðu um aðferðafræðina, val á úrtaki, vísbendingar um tilvistarvanda og fleira. Unglingar með astma og tengsl barna við skóla Erla Kolbrún Svavarsdóttir var með tvö erindi á ráðstefnunni og var þar fyrir utan meðhöfundur að tveim öðrum erindum. Fyrsta erindið fjallaði um menningarmun milli íslenskra og bandaríska foreldra unglinga með astma. Í ljós kom að íslenskir foreldrar voru yfirleitt ánægðari með lífið en bandarískir foreldrar. Sjúkdómur barna þeirra virðist ekki hafa eins mikið áhrif á daglegt líf eins og hjá bandarískum foreldrum. Erla Kolbrún ályktaði að þetta kynni að tengjast mismunandi heilbrigðiskerfi í þessum löndum. Í seinna erindinu sagði Erla Kolbrún frá rannsókn um tengsl barna við skólann sinn. Rannsakaðir voru tveir hópar, annars vegar frísk börn og hins vegar börn með langvinna sjúkdóma. Stúlkur reyndust tengjast skólanum betur en drengir og höfðu almennt jákvæðara viðmót. Börn með langvinna líkamlega sjúkdóma tengdust aftur á móti skólanum talsvert minna en frísk börn. Þá höfðu börn með geðsjúkdóm eða námsörðugleika enn lakari tengsl við skólann og talsvert neikvæðara viðmót gagnvart honum. Einnig var rannsakað hvernig kennarar skynjuðu félagslega færni barnanna. Í ljós kom að skynjun þeirra hafði mikið forspárgildi fyrir viðhorf og tengsl barnanna. Erla Kolbrún ályktaði að hér væri mikið verk að vinna fyrir skólahjúkrunarfræðinga og aðra í skólunum. Styrkja þarf tengsl þessara barna við skólann og koma í veg fyrir neikvætt viðmót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.