Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 33
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 29 Maður fær ný viðmið. Sumir fá jafnvel á tilfinninguna að þeir séu ekki lengur hluti af hópnum,“ segir Marilyn. Í því samhengi fer hún gagnrýnum orðum um hjúkrunarfræðinga. Að hennar sögn umgangast þeir oft stjórnandann eins og hann sé móðir þeirra. „Þessi hegðun gagnvart yfirmönnum hefur mjög djúpar sálfræðilegar rætur,“ segir Marilyn. Hún tengir þetta einnig tilhneigingu hjúkrunarfræðinga að keppast um að hafa það sem verst. Umræðan gangi oft út á að sýna fram á að viðkomandi hafi haft svo mikið að gera að hann hafi ekki haft tíma til að fara í mat, og svo framvegis. „Hjúkrunarfræðingar eru í samkeppni um hver sé mesta fórnarlambið. Orkan fer í neikvæða umræðu í staðinn fyrir uppbyggilega hegðun. Í okkar kvensamfélagi vottar stundum fyrir öfund og samkeppni. Hjúkrunarfræðingar hafa tilhneigingu til að fara í stöðu hins undirokaða og það elur af sér reiði og innanstéttarofbeldi (horizontal violence),“ segir hún. Einkenni fullþroskaðs fólks er að sögn Marilyn hins vegar að það hafi hæfileika til þess að koma sér á framfæri. Það bankar upp á hjá stjórnandanum og segir: „Hér er ég, láttu mig vita hvað er að gerast, hafðu mig með í umræðunni.“ Margir fara hins vegar frekar í fýlu og kvarta yfir að hafa ekki fengið að vera með, en það er hegðun barnsins. Stjórnandinn þarf að hafa hæfni til þess að vinna bug á slíkum sálfræðilegum takmörkunum og ná að hafa starfsfólkið með sér. Hans hlutverk er einnig að styrkja sjálfsmynd starfsfólksins og kenna því að verðlauna sig fyrir vel unnin störf frekar en að finnast sífellt að það hafi fórnað sér í vinnunni. Ímynd hjúkrunar Marilyn hefur mikinn áhuga á ímynd hjúkrunar. Hún hefur skipulagt og kennt námskeið um hvernig hjúkrun er lýst í listum og fjölmiðlum. Í fyrri heimsóknum til Íslands hefur hún einnig ráðlagt íslenskum hjúkrunarfræðingum varðandi ímyndarsköpun. Í ljósi þess að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur að langtímaímyndarverkefni er um að gera að spyrja Marilyn um stöðu ímyndarmála. Hún segir að fleiri hjúkrunarfræðingar þurfi að skrifa bækur og taka þátt í að búa til kvikmyndir og sjónvarpsefni. Kynna þurfi hjúkrun á jákvæðari og nákvæmari hátt. „Því miður höfum við ekki náð mjög langt í þessu,“ segir Marilyn. Á vefslóðinni nursingadvocacy.org má fylgjast með umfjöllun um hjúkrunarfræðinga í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum. Þetta sé yfirleitt dapur lestur. Þar kemur til dæmis fram að læknar sinna flestum hjúkrunarverkefnum í þáttaröðum eins og House, Grey’s Anatomy og Bráðavaktinni sem allar eru sýndar í íslensku sjónvarpi. „Þegar hjúkrunarfræðingum bregður fyrir eru þeir oft leiksoppar lækna,“ segir Marilyn. „Við ættum að sniðganga vörur þeirra auglýsenda sem kosta þessar þáttaraðir.“ Vanþekking á hlutverki og menntun hjúkrunarfræðinga leynist víða. Marilyn nefnir sem dæmi að í kosningabæklingi Obama voru hjúkrunarfræðingar flokkaðir sem almennir starfsmenn. Kennarar myndu aldrei vera flokkaðir þannig. Ekki heldur myndi mönnum detta í hug að hugsa um kennara sem kynlífsverur eins og hjúkrunarfræðingar lenda stundum í. Bandaríski listamaðurinn Richard Prince tók til dæmis nýlega ljósmynd af Kate Moss í æsandi „hjúkkubúningi“ og birti í tímaritinu W magazine. Erfitt er að hugsa sér kennara í þessu hlutverki. Að lokum getur ritstjóri ekki stillt sig um að spyrja um hugðarefni sitt sem tengist ímynd hjúkrunar: Hvernig getum við stuðlað að því að fjölga karlmönnum í hjúkrun? Marilyn segir að ímynd hjúkrunar og það sem hjúkrun stendur fyrir hafi lítið aðdráttarafl fyrir táningspilt sem á hugsanlega erfitt fyrir með sjálfsmynd sína. „Kannski er gagnslaust að eyða orku í að reyna að fá unga menn að fara í hjúkrun. Ég veit satt að segja ekki hvernig væri hægt að gera hjúkrun „svala“ í augum táningspilts. Við verðum að horfa til eldri manna sem vilja breyta um starfsvettvang. Í Bandaríkjunum fara lögreglumenn á eftirlaun um fertugt og sumir þeirra fara þá í hjúkrun. Í PACE- háskólanum er styttri námsleið fyrir þá sem hafa BS-gráðu í öðrum fögum og vilja fara í hjúkrun. Það mætti reyna það hjá ykkur. Það væri einnig áhugavert rannsóknarefni að skoða af hverju í sumum innflytjendahópum, til dæmis frá Filippseyjum, séu fleiri karlmenn í hjúkrun en í öðrum hópum.“ Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Eru hjúkrunarfræðingar sjálfum sér verstir? Hugtakið horizontal violence, sem á íslensku mætti heita „innanstéttarofbeldi“, hefur verið notað í hjúkrun undanfarinn áratug. Það lýsir athöfnum þeirra er telja sig ekki getað komið á framfæri reiði eða gremju gagnvart yfirmönnum en beina í staðinn slíkum tilfinningum að eigin hópi. Hugtakið rekur ættir sínar til Franz Fanon, geðlæknis frá Martiník. Hann skrifaði um hin sálfélagslegu áhrif nýlendustefnunnar og notaði hugtakið í bókinni „The wretched of the earth“ sem kom út á ensku 1963. Í hjúkrunarfræði kemur hugtakið líklega fyrst fyrir 1983 í greininni „Opressed group behavior: implications for nursing“ eftir Susan Jo Roberts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.