Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 55
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 51 Ritrýnd fræðigrein bjartsýnir á lífið og tilveruna, takast á við umskipti á jákvæðan hátt og breyta venjum sínum í samræmi við breyttar aðstæður. Þau umskipti, sem virtust hafa mest áhrif á þátttakendur, voru starfslok og missir ástvina. Karl lýsti reynslu sinni af starfslokum á eftirfarandi hátt: „... í fyrsta lagi leiðindi og svo hitt það að manni finnst maður ekkert geta gert ...“ Starfslok höfðu þó líka jákvæða hlið því með auknum tíma sköpuðust oft ný tækifæri. Þátttakendur litu á það sem „eðlilegan“ hlut að missa ástvini, það var erfitt en því var tekið með æðruleysi eins og kom fram hjá Freyju: „... það hefur ekkert skeð svoleiðis voðalegt í mínu lífi nema það sem kemur fyrir alla að missa vini sína og ættingja og ástvini ...“ Allir gerðu sér grein fyrir því að sá tími, sem eftir væri, styttist og fannst mikilvægt að nýta hann sem best. Trúin hafði áhrif á lífsgleði og veitti styrk og æðruleysi til að taka því sem að höndum bæri, því að trúa á almættið það „... gerir mann svo hughraustan og æðrulausan ...“ (Hugrún). Viðhalda eigin færni, andlegri og líkamlegri Þátttakendur lögðu áherslu á að viðhalda þyrfti eigin færni, jafnt andlegri sem líkamlegri. Það var forsenda þess að þeir gætu séð um sig sjálfir. Þeir fundu sín eigin ráð til að skerpa hugann og minnið en í því fólst meðal annars að viðhalda þeirri færni sem þeir höfðu, fylgjast með því sem var að gerast, lesa bækur og fara út á meðal fólks. Allir lýstu því hversu góð áhrif hreyfing hafði á líkama og sál eða eins og Hreinn sagði: „... hún hefur óskaplega góð áhrif bæði á líkamann og sálina líka ...“ Því var lýst hvernig hreyfing hafði liðkandi áhrif, bætti jafnvægi og var endurnærandi. Útivera hafði almennt góð áhrif á þátttakendur sem tóku hreyfingu utandyra fram yfir hreyfingu inni ef veður og færð leyfðu. Flestir stunduðu gönguferðir og sumir fundu mun á líðan ef þeir slepptu úr degi, eins og fram kom hjá Guðríði: „... ef ég fer ekki einn eða tvo daga þá líður mér ekki vel ...“ Það var fleira sem fékkst með gönguferðum: „... maður er ekki bara að ganga og hreyfa sig, maður er líka að upplifa ýmislegt ...,“ sagði Freyja. Því var lýst hvernig gróður, umhverfi og dýralíf hafði áhrif á andlega líðan. Haust og vetur höfðu þó áhrif á hreyfingu margra. Margir fundu sér þá aðrar leiðir til hreyfingar því allir þekktu gildi þess að hreyfa sig. Ýmislegt gat þó orðið til þess að letja þátttakendur í þeim efnum, til dæmis ef langt þurfti að fara til að sækja líkamsþjálfun og fyrir suma þurfti hreyfingin að hafa tilgang og betra að hafa félagsskap. Fram kom að mataræði hafði áhrif á heilbrigði og vellíðan og var gjarnan farið eftir ráðleggingum þar að lútandi en einnig eftir eigin reynslu af því hvað hentaði. Vera virk(ur) í samfélaginu Þátttakendum var mikilvægt að vera virkir í samfélaginu og sækja sér félagsskap við hæfi. Fjölskyldan var mjög mikilvæg en einnig félagsskapur utan hennar, því eins og Ármann komst að orði: „... án félagsskapar er ekkert sem dregur mann áfram ...“ Þeir álitu einangrun skaðlega og Sólbjört lýsti því svo: „... einvera er sálardrepandi ...“ Hins vegar þótti mikilvægt að geta verið út af fyrir sig þegar hentaði. Allir voru sammála um nauðsyn þess að hafa eitthvað fyrir stafni og hafa hlutverk í lífinu því eins og Ármann sagði: „... ef ég væri ekki með neitt hlutverk, ég lægi bara upp í loftið ...“ Víkingur talaði um að vinnan hefði áhrif á færni, „... það er hreyfingin og annað sem því tilheyrir ...“ Á hinn bóginn kom fram að enginn mætti ætla sér um of og gæta þyrfti þess að halda jafnvægi í starfi og hvíld. Þá töldu þátttakendur mikilvægt að láta aldurinn ekki hafa of mikil áhrif á sig heldur viðhalda sínum venjum eins og hægt væri og halda reisn sinni. Hjá konunum hafði það áhrif á sjálfsvirðinguna að líta vel út og mikilvægt að láta aldurinn ekki hafa áhrif á það. Hjá einum þátttakenda kom fram að útlit og klæðnaður skipti jafnvel meira máli eftir því sem líkamlegri heilsu hrakaði. Endurskilgreining og mat á eigin heilsu Þátttakendur lýstu því hvernig þeir endurskilgreindu og mátu heilsu sína þegar aðstæður breyttust. Þeir byggðu þetta mat sitt á mörgum þáttum sem tengdust reynslu þeirra og gildismati ásamt ytri þáttum. Þannig hafði hver þáttur, sem einstaklingurinn byggði mat sitt á, ýmist jákvæð eða neikvæð áhrif á það hvort hann taldi sig við góða heilsu. Áherslurnar og vægi einstakra þátta var misjafnt milli einstaklinga. Í töflu 3 má sjá fimm meginþætti sem höfðu áhrif á mat einstaklingsins á eigin heilsu og við hvern þessara þátta er eins konar kvarði. Tafla 2. Þættir sem hafa áhrif á eflingu og viðhald heilsu aldraðra. Taka ábyrgð á eigin heilsu Finna tilgang og gleði í lífinu Viðhalda eigin færni, andlegri og líkamlegri Vera virk(ur) í samfélaginu Átta sig á að mikilvægi heilsunnar eykst með aldrinum Vera jákvæð(ur) og horfa á björtu hliðarnar Finna leiðir til að skerpa hugann Sækja sér félags kap sem hentar og varast einangrun Átta sig á mikilvægi eigin vilja og að setja sér markmið Takast á við breyttar aðstæður og læra af reynslunni Nýta sér jákvæð áhrif hreyfingar, útiveru og umhverfis á líkama og sál Finna jafnvægi milli starfs og hvíldar Leita sér aðstoðar og upplýsinga en taka eigin ákvarðanir Átta sig á tengslum trúar og lífsgleði Nýta sér jákvæð áhrif holls mataræðis á heilbrigði og vellíðan Hafa hlutverk, gera gagn og halda reisn sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.