Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 20098 300.000 í mánaðarlaun, er gert að taka á sig 6­10% launaskerðingu, hærra hlutfall eftir því sem heildarlaun eru hærri. Ekki er hægt að lækka kjarasamningsbundin laun en einstaklingsbundnar greiðslur, eins og föst yfirvinna, bílastyrkur, útkallsgreiðslur og greiðslur fyrir vottorðagerð, munu verða lækkaðar. Samt sem áður er einsýnt að nauðsynlegt verður að fækka stöðugildum þar sem ofangreindar breytingar eru ekki taldar spara nema 245 milljónir á þessu ári. Að auki verður dregið úr yfirstjórn og síðast en ekki síst verða flestar miðstöðvar, eins og Miðstöð mæðraverndar og Miðstöð heilsuverndar barna, lagðar niður í núverandi mynd. Hér vinna margir hjúkrunarfræðingar sem munu þurfa að fara í önnur störf. Óvíst er hversu mikið þetta sparar samfélaginu til lengdar. Mikið og þarft forvarnarstarf hefur verið unnið á miðstöðvum heilsugæslunnar og það hefur örugglega sparað mikla fjármuni og marga veikindadaga gegnum árin. Ragnheiður Bachmann, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, benti í grein í Morgunblaðinu 2. febrúar sl. á að árangur Íslands varðandi burðardauða, mæðradauða og lífslíkur barna hefði ekki orðið sjálfkrafa og að hætta væri á því að þessi árangur gæti tapast. Á Landspítala á að spara samtals 3 milljarða og eru það 7% af fram lögum til spítalans á fjárlögum. Talað er um að sameina þrjár deildir í eina á Landakoti og tvær deildir í eina á Grensási, í Kópavogi og á geðsviði. Við það munu fimm deildarstjórar missa vinnuna. Leguplássum fækkar og það mun væntanlega leiða af sér minni þörf fyrir hjúkrunarfræðinga. Lyflækningasviði I er gert að spara 700 milljónir og svæfinga­, gjörgæslu­ og skurðstofusviði 500 milljónir en tölur fyrir önnur svið lágu ekki fyrir þegar þetta tölublað fór í prentun. Vaktaskýrslum á legudeildum mun verða breytt þannig að yfirvinna í lok næturvaktar fellur inn í vinnuskyldu. Þá verða bráðamóttökurnar á Hringbraut og í Fossvogi sameinaðar eins og áður hefur komið fram. Ljóst er að einhverjir hjúkrunarfræðingar munu þurfa að fara á aðra deildir við þessa sameiningu. Nokkrum legudeildum mun að auki verða breytt í dagdeildir eða 5 daga deildir og við það sparast kvöld­, helgar­ og næturvaktir að einhverju leyti. Einnig er áætlað að spara 10­15% á rekstrarvörum. Nú þegar hefur starfsfólk verið hvatt til þess að nota ódýrustu vökvasettin og svo framvegis. Forstjóri Landspítala hefur lýst því yfir að ekki komi til uppsagna fyrr en í síðustu lög. Vandséð er hvernig hægt verður að forðast það. Kjarninn í starfseminni er meðferð og hjúkrun og er vonast til að sem fæstir í slíkum störfum missi vinnuna. Að sögn starfsmanna ríkir nú mikil óvissa á Landspítala og sögusagnir ganga um sparnaðaraðgerðir. Ofangreindar breytingar hafa ekki allar verið staðfestar og nánari útfærslur liggja ekki fyrir. Á meðan er öll fagleg skipulagsvinna í uppnámi og starfsgleði ekki sem mest. Að sögn hjúkrunarfræðings, sem ritstjóri talaði við, hefur óvissa um þjónustu spítalans á næstunni, og ekki síður almenn óvissa í samfélaginu, einnig áhrif á sjúklinga. Sérstaklega eigi það við um fólk með langvinna sjúkdóma þar sem allt aukaálag geti leitt til versnunar. Hins vegar hefur efnahagshrunið haft í för með sér mikinn viðsnúning í mönnun spítalans á mjög skömmum tíma. Á deildum, þar sem fyrir nokkrum mánuðum var mikið af eyðum í vaktaskýrslum, er nú fullmannað. Eva Hjörtína Ólafsdóttir, aðaltrúnaðarmaður FÍH á Landspítala, segir að ekki sé lengur í boði að taka mikið af aukavöktum. Nú kemur það sér vel að félagið hafi í síðustu kjarasamningum lagt áherslu á að hækka dagvinnulaun frekar en yfirvinnukaup. Í þessum viðsnúningi og sparnaði liggja einnig tækifæri að endurskoða vaktafyrirkomulag svo fremi sem starfsfólk og stjórnendur vilji skoða það með opnum hug. Fleiri breytingar og sparnaðarkröfur munu örugglega koma fram á árinu og í fyrsta sinn í sögu hjúkrunar á Íslandi getur farið svo að félagsmenn verði atvinnulausir. Þær ákvarðanir, sem hafa nú þegar verið teknar um sparnað í heilbrigðiskerfinu, duga líklega ekki til þess að spara 7 milljarða. Flestir sparnaðarliðir munu ekki koma til framkvæmda fyrr en í vor eða seinna á árinu þannig að árið 2009 verður sparnaðurinn minni en ætlað er. Hugsanlega verður ákveðið að spara enn meira á komandi árum. Spyrja má hvort fjármálagjörningar síðustu ára hafi nú leitt til þess að höggvið verði stórt skarð í eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Lyklaskipti í heilbrigðisráðuneytinu 1. febrúar sl.Ragnhildur Jóhannsdóttir, deildarstjóri á St. Jósefs­ spítala, í ræðustól á fundinum um St. Jósefsspítala 10. janúar í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.