Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 53
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 49 Ritrýnd fræðigrein Í gegnum árin hafa komið fram ólíkar skilgreiningar á heilbrigði en íslensk heilbrigðisyfirvöld leggja skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðis­ málastofnunarinnar, WHO (WHO, 1946) til grundvallar allri sinni markmiðssetningu. Þar segir að heilbrigði sé ástand sem einkennist af fullkominni líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan en ekki aðeins það að vera laus við sjúkdóma eða heilsubrest. Gagnrýni hefur komið fram á skilgreiningu WHO þess efnis að hún geri kröfur um of mikla fullkomnum og því hafa fleiri skilgreiningar verið settar fram. Þar má nefna skilgreiningu Sigríðar Halldórsdóttur (2000a) sem byggist á reynslu einstaklingsins af heilbrigði. Þar segir að heilbrigði sé upplifun einstaklings af veruleika sem hefur líkamlega, andlega, tilfinningalega, trúarlega, félagslega og samfélagslega hlið. Innri og ytri áhrifaþættir móti reynslu einstaklingsins af heilbrigði en heilbrigði megi í stuttu máli lýsa sem þeirri tilfinningu að geta unnið að því sem tengist eigin hamingju og velferð þegar til lengri tíma er litið. Samkvæmt þessari skilgreiningu er tekið meira mið af einstaklingnum sjálfum heldur en skilgreining WHO gerir. Skilgreining Sigríðar er að því leytinu hagnýtari í vinnu með skjólstæðingum að þeir hafa sínar eigin skilgreiningar á heilbrigði og merking hugtaksins tekur breytingum gegnum lífið og er endurskilgreint í samræmi við þá reynslu sem einstaklingarnir verða fyrir á lífsleiðinni (Jones, 1994). En hvað telja aldraðir að viðhaldi heilsu og auki vellíðan? Talsvert er til af bandarískum rannsóknum sem koma inn á þau mál. Í viðtölum við 65 til 75 ára einstaklinga kom fram að regluleg líkamsþjálfun hefði jákvæð áhrif á hreyfifærni, hugarstarf og almenna vellíðan (Scanlon­Mogel og Roberto, 2004). Þá er heilbrigði hugans öldruðum mikilvægt. Einstaklingar, sem höfðu náð 60 ára aldri og bjuggu í heimahúsum, lögðu áherslu á að heilbrigði fæli í sér jákvætt viðhorf, að horfa raunsæjum augum á það sem við er að fást og að geta aðlagast breytingum (Reichstadt o.fl., 2007). Minnistap er eitt algengasta umkvörtunarefnið og það einkenni öldrunar sem flestir óttast (Dixon o.fl., 2007). Þá getur félagslegt umhverfi einnig haft áhrif á heilsu þessa aldurshóps (WHO, 2007). Samskipti við fjölskyldu og vini eru mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan því þaðan fæst stuðningur sem veitir öryggi en einnig er þörf fyrir samskipti við fólk utan fjölskyldunnar (Feldman o.fl., 2003). Þá álíta aldraðir það mikilvægt fyrir heilsuna að vera áfram þátttakendur í samfélaginu og hafa hlutverki að gegna (Reichstadt o.fl., 2007). Aldraðir virðast hafa áhuga á heilsueflingu og hvernig þeir geti sjálfir bætt eigin líðan. Hvatning til heilsueflingar er mikilvæg en ekki er sama hvernig staðið er að henni. Það þarf að vera gert á þann hátt að höfði til þessa aldurshóps (Ory o.fl., 2003). Í skilgreiningu WHO (1986) er heilsuefling sögð ferli sem geri einstaklingum kleift að ná betra valdi á eigin heilbrigði og efla það. Til að líða vel er mikilvægt að gera sér grein fyrir væntingum sínum, geta uppfyllt þarfir sínar og lifað í sátt við umhverfið (Nutbeam, 2001). Þannig ættu yfirvöld og heilbrigðisstarfsfólk að stefna að því að auðvelda eldri borgurum að gera eitthvað sjálfir í sínum málum. Heilsuefling snýst mikið um viðhorf en í viðhorfum felast skoðanir, tilfinningar og hegðun. Eigi að fá einstaklinga til að breyta hegðun sinni, með það að markmiði að efla heilsuna, þarf fyrst að vinna að því að ná fram breytingu á viðhorfi (Downie o.fl., 1996). Í heilsuhegðun felast athafnir einstaklingsins ásamt andlegum og tilfinningalegum þáttum (Gochman, 1997). Hún vísar til þess sem einstaklingar gera eða forðast að gera þó svo að þeim sé það ekki alltaf meðvitað. Þá er ljóst að margt hefur áhrif á heilsuhegðun, svo sem fjölskylda, félagslegt umhverfi, þjóðfélag og menning. Rannsóknir á reynslu aldraðra Íslendinga á heilbrigði og því hvað viðheldur heilbrigði eru takmarkaðar. Mikilvægt er að bæta þar úr ef ýta á undir heilsueflandi aðgerðir í þessum aldurshópi og ná þeim markmiðum sem sett eru fram í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 (Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið, 2001). Til að geta skipulagt heilsueflingu, sem nær til þessa hóps, þurfum við að fá meiri innsýn í reynsluheim aldraðra og hvaða þættir hafa dugað þeim vel til að efla og viðhalda eigin heilsu. Í rannsókninni var því leitað svara við spurningunni: „Hver er reynsla aldraðra, sem búsettir eru á eigin heimili, af heilbrigði og af því hvað viðheldur og eflir heilsu á efri árum.“ AÐFERÐ Fyrirbærafræðileg aðferð var valin þar sem hún er vel til þess fallin að draga upp trúverðuga mynd af reynslu fólks. Notuð var rannsóknaraðferð Vancouver­skólans sem er fyrirbærafræðilegur skóli með sterkum áhrifum frá túlkunarfræði og hugsmíðahyggju (Sigríður Halldórsdóttir, 2000b). Hann byggist jafnframt á því viðhorfi að hver og einn upplifi veröldina á sinn hátt og sú sýn, sem hann hafi, mótist af því sem áður hefur átt sér stað í lífi hans og hvernig hann vinnur úr þeirri reynslu. Því hentar Vancouver­ skólinn í fyrirbærafræði vel til að auka skilning á mannlegum fyrirbærum (Sigríður Halldórsdóttir, 2003). Þátttakendur Úrtakið í þessari rannsókn var tilgangsúrtak þar sem við leituðumst við að ná til eldri einstaklinga sem voru tilbúnir til og færir um að deila með okkur persónulegri reynslu af heilbrigði og af viðhaldi og eflingu heilsunnar. Sjö tengiliðir voru fengnir til að benda á hugsanlega þátttakendur sem gátu uppfyllt þau skilyrði að vera komnir á eftirlaunaaldur og vera búsettir á eigin heimili. Tengiliðirnir höfðu síðan samband við þá sem til greina komu og afhentu þeim kynningarbréf þar sem boðið var upp á þátttöku í rannsókninni. Í leiðinni bentu þeir viðkomandi á að hafa samband símleiðis væri hann tilbúinn að taka þátt. Bætt var við úrtakið þar til nýjar upplýsingar hættu að koma fram. Þátttakendur urðu alls tíu, fimm konur og fimm karlmenn á aldrinum 69 til 87 ára, og var meðalaldur tæplega 79 ár. Þau voru búsett á Norðurlandi vestra, Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu. Sex þeirra bjuggu á misstórum þéttbýlisstöðum en fjórir í dreifbýli. Gagnasöfnun og úrvinnsla Fyrsti höfundur sá um gagnasöfnun sem fram fór með viðtölum. Í hverju viðtali var rannsóknarspurningin höfð að leiðarljósi. Þá voru nokkrar viðtalsspurningar hafðar til hliðsjónar svo sem: „upplifir þú að þú sért heilbrigð(ur).“ Væri svarið játandi fylgdi spurningin: „Hvað gerir það að verkum að þér finnst þú vera heilbrigð(ur),“ annars: „Hvernig leið þér þegar þú varst heilbrigð(ur).“ Viðtölin voru vélrituð upp og greind samkvæmt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.