Bændablaðið - 12.02.2015, Síða 37

Bændablaðið - 12.02.2015, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015 hinar ýmsu gerðir léttvína úr þessum fínu þrúgum. Of lítil framleiðsla fyrir töppunarvél Eftir að Nigel hefur farið höndum sínum um þrúgurnar og unnið við þær af alúð, er vökvinn settur í þar til gerða tanka til gerjunar og svo er beðið – í nokkra mánuði! Auðvitað er fylgst með gerjunarferlinu en vínið er látið gerjast við 14–21 gráðu hita en stundum getur orðið of mikill hiti fyrir gerjunina. Til þess að ekki verði of heitt eru gerjunartankarnir einangraðir og í þeim eru þar til gerðir spíralar sem hægt er að dæla köldu vatni um svo vínið ofhitni ekki, ef útihitinn er slíkur. Auðvitað er vínframleiðsluferillinn flóknari en hér er lýst, en í stuttu máli sagt þá verður hver víntegund tilbúin á mismunandi tímum eftir mismunandi vinnsluaðferðum. Það er þó sérstaklega athyglisvert að til þess að spara kostnað við átöppun er fullgerjað vínið geymt í stórum stálsílóum þar til í febrúar, þegar það er sett á flöskur. Tilfellið er nefnilega að þrátt fyrir að vínframleiðsla búsins sé 135 þúsund flöskur á ári þykir það allt of lítil framleiðsla til þess að standa undir dýrri fjárfestingu í búnaði til átöppunar á flöskur. Vínbændurnir á svæðinu, sem alla jafnan eru í samkeppni, ráða því sameiginlega til sín verktaka í því að tappa á flöskur og kemur viðkomandi verktaki þá með allar græjur til verksins. Sem dæmi um afköstin þá tekur ekki nema tæplega viku að tappa víni á 135 þúsund flöskur. Korktappi úr korki Það er orðið næsta sjaldgæft að fá léttvín í heldur ódýrari flokknum sem er með ekta korktappa en það er þó tilfellið með léttvínið frá Adega do Cantor. Fyrir því eru gefnar þrjár meginástæður: Portúgal er stærsti framleiðandi heims á korki og því er um að gera að nota þarlendan kork, korkur andar og gefur rauðvíninu réttan þroska og svo er einfaldlega mikil hefð fyrir því að nota korktappa í léttvínsflöskur! Ferðaþjónustan mikilvæg Þegar vínið er komið á flöskur er það tilbúið til sölu en Adega do Cantor selur léttvín sitt víða um heim þótt stór hluti framleiðslunnar sé seldur heima á búinu sjálfu. Skýringin felst í því að stór hluti af rekstri búgarðsins er ferðaþjónsta og þá sér í lagi skoðunarferðir um búgarðinn og vínframleiðsluna og svo að sjálfsögðu starfsemi tengd því að smakka mismunandi drykki og sala þeirra. Þúsundir sólþyrstra ferðamanna sækja heim búgarð sir Cliff Richard og fáir fara þaðan án þess að hafa keypt nokkrar flöskur. Það er óhætt að segja að viðskiptahugmyndin sé afar góð, að sameina búskap, ferðaþjónustu og þekkt nafn úr poppheiminum. Fyrst þetta gengur í Portúgal, því þá ekki á Íslandi t.d. með Björk sem megin aðdráttarafl? Snorri Sigurðsson sns@seges.dk Ráðgjafafyrirtækinu SEGES P/S Vínkjallarinn er næsta hefðbundinn með ótal rauðvínstunnur sem bíða þarna

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.