Bændablaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Fréttir Skordýraeitur valdur að alvarlegum sjúkdómum: Ekki skimað fyrir þessu efni á Íslandi Í frétt Ríkisútvarpsins á dögunum var greint frá því að komið hafi í ljós í könnun matvælaeftirlitsins norska að efninu Spirodiclofen sé sprautað í grænmeti og ávexti þar í landi, til að mynda epli og jarðarber. Efnið geti valdi ófrjósemi og krabbameini í lifur, eistum og legi. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er ekki skimað fyrir þessu efni í grænmetinu og ávöxtun- um sem er flutt til landsins. Notkun á því er bönnuð hér á landi Ingibjörg Jónsdóttir, sér- fræðingur í varnarefnum hjá Matvælastofnun, segir að Spirodiclofen sé plöntuvarnarefni, nánar tiltekið skordýraeitur, sem sé leyft í matvælum samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins um varnarefnaleifar í matvælum. „Sem stendur er ekki markaðsleyfi fyrir efnið á Íslandi og því ekki leyfi- legt að flytja það inn eða nota sem plöntuvarnarefni hér á landi. Það er þó leyfilegt að það finnist í inn- fluttum vörum, meðal annars eplum og jarðarberjum. Það er skimað fyrir efninu í mörgum löndum og Matvælastofnun berast þær niður- stöður. Efnið hefur verið greint í 27 löndum Evrópusambandsins og árið 2013 fannst það í 153 sýnum af þeim 48.047 sem skimað var eftir því í. Í öllum tilfellum var það í magni undir hámarksgildi. Sem aðili að RASFF, viðvörunarkerfi ESB fyrir hættuleg matvæli, fær Matvælastofnun strax viðvörun ef efnið greinist yfir hámarksgildi og einhver grunur er um að varan hafi verið flutt til Íslands. Skoðað verður hvort tilefni er að taka upp greiningar á efninu Matvælastofnun mun skoða hvort tilefni er til að taka upp greiningar á efninu, sérstaklega ef vísbendingar eru um að meira finnist af efninu í matvörum en leyfilegt er,“ en efnið er ekki í dag á lista þeirra 96 efna sem skimað er fyrir á Íslandi í dag,“ segir Ingibjörg. Hún segir fjölda efna sem skim- að er fyrir hafa nýverið aukist með bættum tækjakosti hjá Matís, en áður voru það 60 efni. „Núna fljót- lega mun efnunum fjölga aftur um rúmlega 30. Vinna við fjölgun efna heldur áfram og reynslan að aukast. Það er Matís sem sér um að greina sýnin sem tekin eru í eftirliti Matvælastofnunar með varnarefna- leifum.“ /smh Vistvæn landbúnaðarframleiðsla: Reglugerð felld úr gildi Í tilkynningu úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þann 4. september síðastliðinn kemur fram að ráðuneytið leggi til að reglugerð um vistvæna landbúnaðarfram- leiðslu, sem hefur verið í gildi frá árinu 1998, verði felld niður. Óskar ráðuneytið eftir umsögnum um tillöguna. Fram kemur í tilkynningu ráðu- neytisins að tillagan sé meðal annars byggð á því að ekki hefur verið reglubundið eftirlit með þeim aðilum sem hafa fengið vistvæna vottun. Þá segir að frá gildistöku reglugerðarinnar hafa verið sett margvísleg lög og reglur sem gera ítarlegri kröfur til framleiðslu land- búnaðarafurða en reglugerð um vist- væna landbúnaðarframleiðslu gerir, enda komin til ára sinna. Starfshópur skilaði tillögum um nýtt fyrirkomulag Í vor skilaði starfshópur sem sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði niðurstöðum um núverandi reglugerð, þar sem gildi hennar var metin. Í niðurstöðum hópsins kemur fram að eining var um að núver- andi fyrirkomulag, þar sem ekki er reglubundið eftirlit með þeim aðil- um sem hafa fengið vistvæna vott- un, sé óviðunandi. Jafnframt hafði hópurinn verulegar efasemdir um að það sé heppilegt að stjórnvöld setji reglur um vistvæna framleiðslu og standi fyrir vottuninni með þeim hætti sem núverandi reglugerð gerir ráð fyrir. Hópurinn ræddi þann möguleika í niðurstöðum sínum að í stað núverandi reglugerðar yrði sett ný reglugerð sem skilgreindi almennar kröfur sem gera þyrfti til vistvænna vottunarkerfa í landbúnaði. Þannig reglugerð gæti innihaldið ákvæði um, að til að geta talist „vistvæn vottun“ þurfi vottunarkerfin að innihalda auknar kröfur um dýra- og umhverfisvernd, gæðastýringu og merkingar. Einnig að úttektir séu árlegar og framkvæmdar af óháðum aðila. Vottunarkerfin sjálf væru hins vegar hönnuð og rekin af framleið- endafélögum eða öðrum einkaaðil- um. Fram kom að einstakir framleið- endahópar (framleiðendafélög) hafa ólíkar skoðanir á gildi og æskilegu fyrirkomulagi vistvænnar vottunar. Þetta rennir stoðum undir þá ályktun hópsins að ekki sé heppilegt að stjórn- völd setji eina heildarreglugerð fyrir allar tegundir framleiðslu. Hins vegar mætti hugsa sér að stjórnvöld vinni með tilteknum framleiðendahópum að útfærslu sértækra vottunarkerfa. Aðkoma stjórnvalda verður skoðuð í ljósi vilja framleiðenda Í tilkynningunni frá ráðuneytinu kemur fram að einstakir framleið- endahópar hafi ekki óskað eftir aðkomu stjórnvalda að útfærslu á vistvænni vottun, en komi fram ósk um slíka aðkomu skoði stjórnvöld það sérstaklega. Þá er það tiltekið að ekki sé talin ástæða til að hafa rammareglugerð um kröfur fyrir vistvæn vottunar- kerfi – eins og starfshópurinn nefnir – þar sem frá gildistöku núverandi reglugerðar frá 1998 hafa verið sett margvísleg lög og reglur sem snúa meðal annars að lífrænum landbún- aði, merkingum matvæla, aðbúnaði dýra og reglur um önnur gæðakerfi eins og gæðastýringu, skráargatið og skráningu afurðarheita. Notkun á merki vistvænnar ræktunar verður áfram heimil Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Friðrikssyni, skrifstofustjóra í sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytinu, mun ráðuneytið ekki banna áframhaldandi notkun á merkinu „vistvæn landbúnaðar- afurð“. En ef einstakir framleiðendur hyggjast nota merkið áfram megi þeir búast við fyrirspurnum frá neytendum og fjölmiðlum um það. Þetta eigi við alla þá sem munu nota merkið og gildir þá einu hvort þeir hafi einhvern tímann uppfyllt skilyrði vottunarinnar eða ekki. Umsagnarfrestur um tillöguna er til 28. september. /smh Gulrótunum frá Akurseli seinkar um mánuð – eðlilegt tíðarfar í ágúst bjargaði því sem bjargað varð Það var nóg að gera hjá þeim Stefáni Gunnarssyni og Sigurbjörgu Jónsdóttur, gulróta- bændum í Akurseli við Öxarfjörð, þegar blaðamaður heyrði í þeim hljóðið í síðustu viku. Reyndar ekki við uppskeru eins og vaninn er á þessum tíma, heldur var verið að sýsla í einu og öðru – til að mynda að hreinsa akrana af illgresi. Ótíð seinkar uppskerunni um mánuð Sigurborg reiknar með að uppskeru seinki um mánuð þetta haustið vegna þeirrar ótíðar sem ríkti á Norðausturlandi lengst af liðnu sumri. Um tveir til þrír hektarar lands er notað hverju sinni undir gulróta- ræktunina í Akurseli, sem stendur við vesturbakka Brunnár. Að sögn Sigurborgar sækja þau vatn í hana þegar þurrkur er og þörf er á að akrarnir séu vökvaðir. „Við erum hér með lífrænt vottaða ræktun og í Brunná berast mikilvæg næringar- og steinefni úr jökulsánum, sem gagnast yfirleitt vel fyrir ræktunina því við erum með sendinn jarð- veg hér sem þarf að passa upp á að þorni ekki upp í þurrkatíð. Við höfum þó ekki þurft að vökva mikið þetta sumarið. „Það er ekk- ert byrjað að taka upp – það er allt svo seint núna,“ segir Sigurborg. „Júní og júlí voru mjög kaldir og við fengum litla sól. Ágúst hefur verið skárri og er nálægt því að vera eðlilegur og það hefur bjargað heilmiklu fyrir okkur. Lengi vel vorum við ekki viss um að við fengjum neina uppskeru, en núna reiknum við með að byrja að taka upp um miðjan september. Það er í það minnsta ljóst að uppskeran verður mun minni en í meðalári, þó við gerum okkur ekki grein fyrir því enn þá hversu mikið minni.“ Venjuleg uppskera 120–150 tonn „Uppskeran í fyrra var með mesta móti og þá vorum við með fimmt- án manns við uppskeru hjá okkur, en það verður eitthvað færra núna. Venjulega tökum við upp á bilinu 120–150 tonn og það er tekið upp með höndum, þó það væri nú hægt að notast við vélbúnað. Það er bara okkar sérviska og engin krafa um það í lífrænt vottaðri ræktun,“ segir Sigurbjörg. „Gulræturnar þola dálítið frost en þegar frostið er orðið nokkuð viðvarandi er hætta á að þær verði fljótt leiðinlegar. Þær springa þá í toppinn og kemst raki inn í þær. Þá geymast þær illa. Við höfum yfir- leitt verið að taka upp í um mánuð, en líklega verður uppskerutímabilið styttra að þessu sinni.“ Í lífrænt vottaðri ræktun er tilbú- inn áburður á bannlista. Sigurbjörg segir að í Akurseli sé notast við skiptiræktun eins og gjarnan í líf- rænni ræktun. „Við erum þá með einhvers konar kornrækt á móti gulrótunum hvort í sínum helm- ingnum. Skiptiræktunin virkar sem hluti af áburðargjöfinni, því korn- ið – í það minnsta hálmurinn – er svo bara plægt niður. Svo notum við fiski- og þangmjöl og sitt af hverju tagi, en gulrætur eru frekar áburðarfrekar.“ /smh Frá Akurseli. Mynd / úr safni Samkvæmt tillögum ráðuneytisins verður notkun á þessu merki áfram heimil, þó vottunin verði felld út gildi. Upplýst hefur verið að skordýraeitrinu Spirodiclofen sé í einhverjum tilvikum sprautað í epli í Noregi. Í starfsskýrslu MAST fyrir síð- asta ár kemur fram að viðskipti með greiðslumark mjólkur á svokölluðum kvótamarkaði drógust verulega saman í fyrra og fram á þetta ár. Töluverð umskipti urðu svo við opnun til- boða á kvótamarkaði 1. septem- ber síðastliðinn. Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. september 2015 hefur komið fram jafnvægisverð á markaði krónur 200 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Er það 50 krónum hærra verð en á markaði 1. apríl 2015. Mikil umframeftir- spurn skapaðist á markaðnum. Í boði voru einungis 367.368 lítrar, en óskað var eftir greiðslumarki upp á 950.000 lítra. Var framboðið 107,1% miðað við framboð á síð- asta kvótamarkaði en eftirspurnin nú nam 155,7% miðað við síðast. Alls bárust Matvælastofnun 24 til- boð um kaup eða sölu á greiðslu- marki. Fjöldi gildra tilboða um sölu voru 9 og 15 gild tilboð um kaup. Kauphlutfall viðskipta var 90,71%. Ástæðan fyrir dræmari viðskipt- um með kvótalækkun á kvótaverði í fyrra var fyrst og fremst aukin framleiðsla utan kvóta í kjölfar mjög aukinnar eftirspurnar eftir mjólk til vinnslu. Alls urðu viðskipti á árinu með 98.873 lítra mjólkur á árinu 2014 á móti 1.807.807 lítra árið 2013. Fór tilboðum jafnt og þétt fækkandi eftir því sem leið á árið. Til sölu voru á árinu boðnir 2.317.868 lítrar en tilboð bárust einungis um kaup á 200.854 lítrum. Eftirspurnin var því aðeins brot af því sem í framboði var. Á árinu 2013 var þetta þver- öfugt. Þá voru boðnir 1.807.520 lítrar til sölu á kvótamarkaði en eftirspurnin var margföld sú tala og bárust þá tilboð í 4.104.976 lítra. Verður greiðslumarkið lækkað? Kvótinn á síðasta ári var því orðinn harla verðlítill, en það gæti hæg- lega breyst ef greiðslumarkið verður lækkað í haust. Samkvæmt heimild- um Bændablaðsins er talið líklegt að Samtök afurðastöðva í mjólkur- iðnaði (SAM) geri tillögu um lækk- un greiðslumarks nú í september. Greiðslumarkið var 140 milljónir lítra fyrir árið 2015 en áætluð sala mjólkurafurða er 136 milljónir lítra. Virðist framboð og eftirspurn því vera komin í nokkurt jafnvægi og jafnvel að einhvers samdráttar muni gæta í sölu mjólkurafurða á þessu ári. Fregnir af mögulegri lækkun greiðslumarks virðast þegar vera farin að hafa áhrif á kvótaverðið. Matvælastofnun annast viðskipti með greiðslumark skv. reglugerð. Kvótamarkaðir með greiðslumark mjólkur skulu haldnir þrisvar á ári, þann 1. apríl, 1. september og 1. nóvember. /HKr. Verð á mjólkurkvóta hækkar: Mikil umskipti frá þróun undanfarinna missera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.