Bændablaðið - 10.09.2015, Page 6

Bændablaðið - 10.09.2015, Page 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 7.500 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.750. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Auður Laila Jónsdóttir audur@bondi.is – Sími: 563 0303 – Frágangur fyrir prentun: Prentsnið. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Fregnir hafa borist af miklum mótmælum evrópskra bænda að undanförnu. Eru mótmæl- in aðallega til komin vegna breytinga á landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og niðurlagn- ingar á mjólkurkvóta sem áður stýrði framleiðslunni. Það hefur haft þær afleiðingar að verð á mjólk til bænda hefur hríðfallið. Mótmæli bænda hafa staðið yfir meira og minna í allt sumar víða um Evrópu. Mikil pressa hefur verið frá stórverslunum í álfunni á liðnum árum um að keyra niður verð á land- búnaðarvörum. Kvótakerfi í mjólk- urframleiðslu var sá hemill sem var þyrnir í augum þeirra sem töldu að markaðslögmálin væru best til þess fallin að stýra framleiðslunni. Þegar þessi öfl fengu ósk sína uppfyllta fór hins vegar athyglisvert ferli í gang. Fjárfestar sem hafa verið að leita eftir góðum tryggingum fyrir sitt fé hafa fyrir löngu uppgötvað að slíka langtímatryggingu er einna helst að finna í landbúnaði. Því hafa stórfyr- irtæki með fjármagn fjárfesta á bak við sig verið kerfisbundið að kaupa upp ræktarlönd og stórbýli í Evrópu, ekki síst í mjólkurframleiðslu. Þegar séð var fram á að kvótakerfinu hjá ESB yrði hent út, hófu þessi stór- fyrirtæki að gera samninga við stór- verslanir um sölu á mjólk langt undir eðlilegu kostnaðarverði. Um leið var ráðist í að stórauka framleiðsluna til að hraða vel útfærðu ferli. Smábændur og aðrir sem ekki höfðu áhættufjármagnið til að leika sér með hafa lotið í lægra haldi og ýmist neyðst til að selja stórbúunum land og rekstur, eða hreinlega farið á hausinn. Ef lögmál markaðarins fá áfram að ráða ferðinni óheft, þá mun fagurgali stórverslana um að þær séu aðeins að lækka mjólkurverð til neytenda snúast upp í andhverfu sína. Reynslan úti um allan heim sýnir að það sem kallað er „dump- ing“ á markaði veldur því að sterku spilararnir drepa af sér samkeppn- ina í skjóli fjárhagslegs úthalds. Í kjölfarið hafa hinir stóru og sterku öll tök á markaðnum og geta með skjótum hætti náð inn öllum fórn- arkostnaði sínum með stórhækkun á vöruverði. Um þetta snýst dæmið í Evrópu í dag og nú óttast margir að sama verði upp á teningnum þegar fjárfestar verða búnir að ná undir- tökunum í Úkraínu. Menn verða að horfa til þess að matvælaframleiðsla er ekki af sama toga og t.d. framleiðsla á hjólbörð- um. Um leið og bændum stórfækkar hverfur gríðarleg þekking úr grein- inni. Hætt er við að landnýtingu og framleiðslu hraki ört með skelfileg- um afleiðingum fyrir fæðuöryggi viðkomandi þjóða. /HKr. LOKAORÐIN Vitund um verð Hér á þessum stað var fjallað nokkuð um afurðaverð í síðasta blaði. Sú umræða er langt því frá tæmd, því eðlilega er alltaf áhugi á því hvað nauðsynjavörur kosta. Draga má fram margar tölur um þetta efni, enda mælir Hagstofan verðþróun flestra hluta hérlendis. Þar má til dæmis sjá að frá 2008 hefur almennt verðlag hækkað um 39%, en matur og drykkjarvörur í heild um 46%. Hækkun er þó afar misjöfn eftir vöruflokkum. Hækkun lambakjöts á tímabilinu er til dæmis 30% – sem er talsverð raunlækkun. Sett í annað samhengi þá var hægt að kaupa 9 kíló af heil- hveitibrauði fyrir meðallambalæri 2008, en núna bara sex. Fyrir lærið fæst nú hálfu kílói minna af ýsuflökum, 1,7 kg minna af kaffi og svo framvegis. Grænmeti (innlent og innflutt) hefur hækkað um 37% sem er svipað og almennt verðlag. Hins vegar hefur fiskur hækkað um 63%, ávextir, brauð og kornvörur um 54%. Verðlækkun skilaði sér ekki til neytenda Fleiri dæmi má nefna. Fram kom í grein formanns Svínaræktarfélagsins í Fréttablaðinu á dögunum að frá ársbyrjun 2013 hefur verð til svínabænda lækkað verulega á sama tíma og það hefur hækk- að út úr búð. Íslenskir neytendur græddu ekki á þessari lækkun, ekki frekar en þær fjölskyldur sem stunda svínabúskap á Íslandi. Það hafa hins vegar stór fyrirtæki í verslunarrekstri gert, en í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins um dag- vörumarkaðinn kemur fram að arðsemi þeirra er margföld á við það sem þekkist hjá sambærilegum fyrirtækjum beggja vegna Atlantshafsins. Sauðfjárbændur sem þessa dagana eru að senda frá sér sláturfé eru ósáttir við að fá enga hækkun á afurðir sínar nú í haust, en verðþróunin á inn- anlandsmarkaði hefur ekki verið því hagfelld eins og að framan greinir. Undanfarið hafa hækkanir til sauðfjárbænda byggst á góðum árangri í útflutn- ingi en þeir markaðir hafa gefið nokkuð eftir í haust miðað við síðustu ár. Sumir kjósa að hnýta í þessa erlendu markaðssókn og vilja helst að lokað sé á útflutning. Um það má hafa mörg orð en rifja má upp að til 2009 var sauðfjárbændum skylt að flytja út. Síðustu þrjú ár hafa sauðfjárafurðir skilað árlega 3–3,5 milljörðum í gjaldeyristekjur á ári, auk þess að sjá innlendum neytendum fyrir einu ódýrasta lambakjöti í Evrópu. Bara gjaldeyr- istekjurnar á þessum tíma eru um það bil 2/3 af ríkisframlögum til greinarinnar. Afurðastöðvarnar eru vissulega ekki ofald- ar af sínu og þurfa að slást við smásala sem eru fáir og gríðarstórir. Eftir sem áður eru það neyt- endur sem ráða mestu, þegar til kastanna kemur. Einhvers staðar í þeirra vitund verður til viðmið um hvað þeir telja dýrt og hvað ekki. Það myndast þrýstingur á lækkun eða verðstöðvun á vörum sem neytendur telja of dýrar en þeir gefa versluninni aftur á móti miklu meira svigrúm annars staðar. Verðlagningin getur því verið algerlega ótengt því hvað viðkomandi vara kostar raunverulega. Rannsóknir sýna til dæmis að matvörur hérlendis eru ódýrari en í nágrannalöndum, en raftæki eru miklum mun dýrari. Það er þó mun algengara að matvælaverð sé til umræðu en raftækjaverð. Að sumu leyti er það eðlilegt – allir þurfa að borða – en það leiðir líka í ljós að íslenskir neytendur eru af einhverjum ástæðum reiðubúnari að greiða meira fyrir raftæki en neytendur í nágrannalöndunum. Ólíku saman að jafna Okkur bændum finnst oft ósanngjarnt undir hvaða mæliker landbúnaðarvörur eru settar í þessu sam- hengi. Eitt dæmi þess fylgir þessum leiðara. Í síðasta mánuði voru keyptir einn lítri af vatni og einn lítri af mjólk í einni af verslunum Haga. Hvort tveggja gæðavörur en vatnið kostar 23 krónum meira. Nú kann einhver að segja mjólkin sé þegar niðurgreidd sem er rétt. Ef við gerum ráð fyrir að allar beingreiðslur til kúabænda nýtist til að lækka verð til neytenda, en verði ekki eftir hjá bændum eru það tæpar 40 kr. á lítrann. Eftir sem áður er munurinn sláandi. Það er ekki flókið mál á Íslandi að tappa vatni á flöskur. Það er auðvitað ekki fyrirhafnarlaust, en við eigum sem betur fer gnægð af vatni. Til samanburðar tekur nærri 30 mánuði að rækta upp mjólkurkú, frá því að móðirin er sædd og þar til að afkvæmi hennar fer sjálf að mjólka. Allan þennan tíma þarf að huga að þörfum gripanna upp á hvern einasta dag, afla fóðurs og tryggja viðunandi húsa- kost og beitiland. Það verður því ekki dregið í efa að framleiðsla á einum lítra af mjólk kostar talsvert meiri vinnu og fyrirhöfn en að tappa einum lítra af vatni á flösku. Samt virðast neytendur tilbúnir að borga meira fyrir vatnið en mjólkina. Í bandarískri skýrslu um vatnsfótspor vegna athafna mannsins kemur fram að vatn í eins lítra plastflösku til neytenda er í raun 300 til 500 sinn- um dýrara en greiða þarf fyrir sama vatnsmagn úr krana. Þetta er sannarlega umhugsunarefni bæði fyrir bændur og neytendur. ./SSS Lögmál markaðarins Þetta er tíkin Píla og heim- alningarnir á Norður-Hvoli í Mýr- dal. Píla hefur mikinn áhuga á smalamennsku en þrátt fyrir það eru hún og heimalningarnir bestu vinir. Mynd / Birna Viðarsdóttir Píla og heim- alningarnir

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.