Bændablaðið - 10.09.2015, Page 7

Bændablaðið - 10.09.2015, Page 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Keli, eins og hann er alltaf kallaður, í Brandagili mætti til að syngja með sínu fólki en hann er einn flottasti söng- og sögumaður í Hrúta- firði. Hann verður 101 árs næsta vor og slær ekki slöku við þrátt fyrir háan aldur og að hann sé nánast búinn að missa sjónina. Féð var rekið heim á suma bæ- ina en keyrt með vögnum á aðra. Hér er Hrafnhildur Jóhannsdóttir á Akurbrekku á heimleið á sínum hesti. síðasta þætti varð útundan vísa frá Pétri Péturssyni lækni sem slegið var fram á hagyrðingakvöldi Karlakórs Eyjafjarðar fyrir nokkru. Þar tókust þeir talsvert á, Pétur og Jóhannes á Gunnarsstöðum. Evrópusambandið bar m.a. á góma en Pétur átti þó síðustu orðin og kvaddi samkomuna um leið og hann slíðraði sverðin með þess- um orðum: Öllum hér ég þakkir þyl og þráfalt bið að muna. Með kristilegum kærleiksyl kveð ég samkomuna. Ferð í Hjaltadal Þótt varla hafi viðrað til sum- arferðalaga hér norðanlands, þá brugðum við okkur hjónin af bæ í byrjun ágústmánaðar áleiðis til Skagafjarðar. Hugðumst við skoða okkur um í Hjaltadalnum. Á leið okkar inn að Reykjum voru verulegir vegatálmar við bæinn Kálfsstaði hvar býr virtur bóndi og fræðimaður, Ólafur Sigurgeirsson. Ólafur reyndist vera að flytja fjármuni, þ.e.a.s. hrossakjöt milli bithaga. Er við náðum tali af bónda sást að hann var í litlu sálarlegu jafnvægi, sennilega vegna langvarandi óþurrka. Byrjaði fljótlega að finna að vinnu minni við vísnaþáttinn, sem væri trúlega styrktur af samtökum sauðfjárbænda, slík væru efnistökin. Buðum við þá Ólafi að bragða harðfisk ef ske kynni að hann kæmi til sjálfs sín. Tóbaks þurfti hann ekki með að okkur sýndist. Við harðfiskinn róaðist orð- ræðan, og lofaði ég honum að helga næsta þátt, hans mikla framlagi til fiskeldismála í héraði. Rósberg Snædal orti hjálagðan brag í tilefni vígslu Hólalax og hitaveitu Hjaltadals þann 8. nóvember 1980. Hér er bragsnilldin þvílík að varla verð- ur betur gert. Fylgja ofurmennum maurar, mannlíf dofið vaknar senn. Vært þó sofi gamlir gaurar Gísli á Hofi vakir enn. Hér mun breyta högum manna hitaveita og laxaklak. Vitni um sveitar viðreisn sanna víst má heita Grettistak. Hugsjón yljar, vænkast veika vonin skiljanlega fljótt þegar milljón laxar leika listir í hyljum dag og nótt. Sveitar minnar hækkar hagur, Hólar minna á forna tíð, heitt er mynnast hængur fagur og hrygna, innilega blíð. Bleikjur una léttum leikjum, laxar bruna um streng og foss. Feyki-bunan Billu á Reykjum bestan munað veitir oss. Velsæld okkur víst mun signa og veita þokkalegan kvið meðan nokkur hrygnir hrygna og hænginn lokkar upp á rið. Hólalax vér hyllum allir, hefjum strax upp gleðisöng. Réttið axlir, ýtar snjallir á mun saxast veisluföng. Heppnist klak með láni ljúfu, létti stakan vora sál. Menn frá Akri og Mánaþúfu með oss taki vígsluskál. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf „Lömbin líta mjög vel út, auðvitað er eitthvert smælki innan um en í heildina eru bændur ánægðir,“ segir Guðmundur Ísfeld, réttar- stjóri í Hrútatungurétt í Vestur- Húnavatnssýslu, en réttað var laugardaginn 5. september. Fjallmenn komu með á milli fjög- ur og fimm þúsund fjár í réttina en féð kemur af fimm bæjum. Mikill fjöldi sótti réttirnar og aðstoðaði bændur við að draga í dilka. Þá vakti mikla athygli þegar Þorkell Zakaríasson, fyrrverandi bóndi í Brandagili og bifreiðastjóri í Hrútafirði, mætti í réttarkaffið og söng nokkur lög en hann er rúm- lega hundrað ára. Þorkell hefur ekki komið í réttir síðustu ár og því urðu miklir fagnaðarfundir þegar hann lét sjá sig. Hann býr í dag á dvalarheim- ilinu á Hvammstanga. /MHH Smalað í Hrútatungurétt Í MÆLT AF MUNNI FRAM 137 Systurnar frá Reykjum mættu að sjálfsögðu í réttirnar. Frá vinstri, Helga Margrét, Sigurbjörg, Kristín og Guðrún Gróa, Þorsteinsdætur. Myndir / MHH Guðrún Eik Skúladóttir og Óskar Már Jónsson á Tannstaðabakka mættu með tvíbura- dætur sínar í réttirnar en þær voru þarna rétt um sex vikna, fæddar 24. júlí í sumar. Þær heita Bjarnveig Anna og Þórey Sunna. Vel gekk að draga féð í dilkana enda var fólk einbeitt og duglegt við dráttinn.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.