Bændablaðið - 10.09.2015, Síða 8

Bændablaðið - 10.09.2015, Síða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Björgvin Magnússon, fyrrverandi hafnsögumaður í Vest manna- eyjum, er mikill áhugamaður um garðyrkju. Hann er því góður liðsmaður eiginkonunnar, Jónu Þórunnar Markúsdóttur, sem segja má að hafi ýtt þessu sam- eiginlega áhugamáli þeirra úr vör. Björgvin segir uppskeruna nú furðu góða miðað við þá kuldatíð sem einkennt hafi fyrri hluta sumars. Hann ræktar ýmiss konar matjurtir auk kartaflna. „Það var kalt vor og júní mjög slæmur. Ég var búinn að forrækta 70 plöntur í bílskúrnum hjá mér og var of bráður að setja þær út. Samt setti ég þær nú undir tvöfaldan dúk, en þá þurfti hitinn endilega að fara allt niður í 2–3 gráður á Stórhöfðanum í einar tvær til þrjár nætur. Þá eyði- lagðist mest allt nema grænkálið og spergilkálið, það stóð kuldann vel af sér,“ sagði Björgvin. Hnúðkálið, rófurnar og blómkálið fóru sérstak- lega illa, en hvítkálið virðist ætla að ná sér. Útlitið ágætt í kartöflunum Af kartöflunum er það að frétta að þar er útlit fyrir ágætis uppskeru. Þótt þær hafi komið seint til, þá hefur verið hér ágætis tíðarfar síðan rétt fyrir þjóðhátíð.“ Vestmannaeyjar búa svo vel að vera syðsti hluti íslenska eyjaklasans eins og Vestmannaeyingar myndu eflaust orða það. Það þýðir um leið að minnsti lofthiti er yfirleitt hærri en á meginskerinu. „Það koma til dæmis engin haust- frost hér og því getur maður verið með ræktun í gangi fram eftir öllu. Sem dæmi þá rigndi hér látlaust í tvo mánuði fyrri hluta sumars í fyrra og það stytti ekki upp fyrr en akkúrat um þjóðhátíð. Í svona rigningartíð hverfur köfnunarefnið í jarðveginum. Ég setti því ekki áburð fyrr en í lok ágúst og þá helling af honum. Svo tók ég ekki upp fyrr en í október og var sennilega sá eini hér sem náði því að fá einhverja uppskeru. Það lukk- aðist vel og uppskeran var ágæt.“ Hrifnastur af Gullauganu „Ég get alveg ímyndað mér að ég nái fimmtán- eða sextánfaldri upp- skeru núna í haust. Þetta er jurt sem þarf alveg þrjá mánuði til að gefa almennilega af sér, þó það sé oft verið að djöfla þessu upp með ein- hverjum kúnstum. Enda finnst manni þetta oft óttalegar vatnskartöflur sem maður er að kaupa hjá þessum kart- öflubændum. Mér finnst t.d. ekkert varið í Premier kartöflur og er sjálfur að rækta Gullauga og Rauðar. Ég hef svolítið verið með Helgu líka, en er ekki eins hrifinn af henni. Ég er hrifnastur af Gullauganu. Svo er ég með gulrætur á öðrum stað og þær tek ég bara upp eftir þörfum og er að því langt fram á vetur. Ég er með tveggja tommu steinull yfir þeim og það dugar þó það komi örlítið frost.“ Björgvin segist hafa verið að mestu laus við ýmsa óværu og sjúk- dóma. „Það var þó talsvert að ásækja mig sniglar í fyrra í blómkálinu og hvítkálinu. Þeir voru helvíti aðgangsharðir. Nú hafa þeir bara ekki sést.“ Rósir konunnar flottar „Ég er með töluvert stóran garð heima hjá mér. Þar er konan mín mjög dugleg í rósarækt og þær hafa aldrei komið eins vel út þrátt fyrir kuldann.“ Jóna Þórunn tekur undir þetta og segir að þrátt fyrir kaldari tíð í sumar, þá hafi veður verið mun stilltara en oft áður. Þá virðist líka hafa verið minna um aðskotadýr eins og lús. „Þetta er búið að vera mjög óvenjulegt sumar. Ég er með Handsarósir sem ég hef átt lengi. Ég skipti mér ekkert af þeim í vor og klippti þær ekki niður. Þær stækkuðu bara og stækkuðu og blómstruðu svo óvenju fallega,“ segir Jóna. /HKr. Fréttir Sumar káltegundir misfórust vegna kulda hjá Björgvini Magnússyni í Eyjum: Gott útlit með kartöflurnar − og rósir konunnar, Jónu Þórunnar Markúsdóttur, hafa aldrei komið betur út Forystufjárræktarfélag Íslands hélt aðalfund sinn að Svalbarði í Þistilfirði 23. ágúst sl. Fundarsókn var góð og bættust margir nýir félagar við þá 160 sem voru skráð- ir fyrir fundinn. Ný stjórn var kjörin á fundinum og er Anna Englund, sauðfjárbóndi í Sandfellshaga 2 í Öxarfirði, for- maður hennar. Ólafur R. Dýrmundsson, sem gegnt hefur formennsku frá því að félagið var stofnað vorið 2000, gerði grein fyrir starfseminni. Hefur hún byggst á upplýsingagjöf um hið ein- staka forystufé, bæði innan lands og utan, stuðningi við verndun erfða- efnis o.fl. Frá upphafi lagði félagið áherslu á að allt forystufé í landinu yrði einstaklingsmerkt og skráð í skýrslu- haldskerfi Bændasamtaka Íslands. Þá yrði unnið sérstakt uppgjör fyrir forystuféð enda að mestu önnur rækt- unarmarkmið en hjá öðru íslensku sauðfé. Nú er RML að koma á slíkri skipan, án þess að forystufjáreigend- ur þurfi að sækja um það sérstaklega, þ.e. að forystuféð fái eigin uppgjör, og er það vissulega fagnaðarefni. Miklar og góðar umræður urðu um framtíðarstarfsemi félagsins en reiknað er með að komið verði á formlegri samvinnu við Fræðasetur um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði sem opnað var sumarið 2014. Þangað héldu fundargestir eftir að hafa hlýtt á erindi Ólafs um Ásgeir Jónsson frá Gottorp og bókina Forystufé og erindi Jóns Viðars Jónmundssonar um gagnasöfnun og rannsóknir á for- ystufjárstofninum. Forstöðumaður safnsins, Daníel P. Hansen, kynnti fræðasetrið fyrir fundargestum, en það er jafnframt safn, og var gerður góður rómur að þeim fróðleik sem þar er á borð borinn með smekkleg- um hætti. /HKr Aðalfundur Forystufjárræktarfélagsins: Anna Englund tekur við formennsku af Ólafi Dýrmundssyni Tilraun á Hólasandi: Líf í moltunni og vætu- tíðin kom sér vel Tilraun til notkunar moltu við trjárækt á sandauðn var sett niður á Hólasandi í byrjun júlí í sumar. Tilraunin er samvinnu- verkefni Skógræktar ríkisins, Landgræðslunnar og Moltu ehf. Settar voru niður birki- og lerki- plöntur í 11 mismunandi tilraunahópa. Aðalmarkmiðið var að sjá hvernig gengi að nýta moltu frá jarðgerðar- stöð Moltu ehf. í Eyjafjarðarsveit sem nesti fyrir trjáplöntur í mjög snauðu landi en í leiðinni eru gerðar ýmsar prófanir með tilbúinn áburð, kjötmjöl og sáningu niturbindandi plantna. Daði Lange, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Norðausturlandi, fór á Hólasand um miðjan ágúst og leit á tilraunina. Í ljós kom að allar plönturnar sem gróðursettar voru í tilraunareitnum eru lifandi og lúpína og hvítsmári sem sáð var með sumum trjánna er að koma upp. Mikilvægt að fá nægan raka Svo vel vildi til að daginn eftir gróðursetninguna rigndi duglega á Hólasandi. Sú rigning kom eins og kölluð enda mikilvægt fyrir nýgróð- ursettar plöntur að fá nægan raka til að koma sér fyrir. Því er ljóst að þurrkur eftir gróðursetningu mun ekki spilla fyrir niðurstöðum til- raunarinnar og þótt svalt hafi verið á Hólasandi frá því í byrjun júlí virðist kuldinn ekki hafa komið að sök og vætutíðin frekar hjálpað til en hitt. Fyrsta úttekt í september Með Daða í för voru skógfræðinem- ar við Landbúnaðarháskóla Íslands sem voru í yfirreið um landið ásamt Bjarna Diðriki Sigurðssyni prófessor til að fræðast um skógrækt í landinu og ýmis skógræktarverkefni. Nú í september er meiningin að gera fyrstu úttekt á tilrauninni á Hólasandi og ef til vill er þarna komið efni fyrir áhugasama nemendur til að skrifa um í námi sínu, segir á vef Skógræktar ríkisins. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.