Bændablaðið - 10.09.2015, Síða 20

Bændablaðið - 10.09.2015, Síða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Það hrikti í öllu efnahagskerfi heimsbyggðarinnar mánudaginn 25. ágúst þegar verðbréf hríðféllu á markaði í Kína. Mikil óvissa er um framhaldið og fjárfestar reyna að finna tryggari bakgrunn fyrir sitt fjármagn en þá fölsku froðu sem oft einkennir hlutabréf og önnur verðbréf. Á liðnum árum hafa fjárfestar víða um lönd verið að átta sig á að einhver besta tryggingin er í grunni matvælaframleiðslu heimsins. Fólk mun alltaf þurfa mat hvernig svo sem ástand fjármálakerfisins er og pólitískar sveiflur í heiminum. Því er undirstaða matvælaframleiðslunnar, þ.e. ræktarlandið sjálft, líklega besta tryggingin sem völ er á. Það verður aldrei verðlaust, nema þá að menn eyðileggi landið með eiturefnum eða fórni því á annan hátt. Án efa verða vatnsréttindi sífellt verðmætari og næst á óskalista fjárfesta. Ekki er heldur laust við að farið sé að örla á vaxandi áhuga peningamanna á íslenskum bújörðum. Samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) er nýtanlegt land- búnaðarland um 33% alls þurrlendis jarðar eða nær 14 milljónir ferkíló- metra, en einungis 9,3% eru talin hæf til akuryrkju. Þetta land hefur vakið áhuga áhættufjárfesta, fjárfestingarfélaga og stórfyrirtækja sem ein öruggasta fjárfestingarleið sem til sé. Það þurfi jú alltaf að framleiða mat. Talið er að á næstu misserum og árum muni matvælaverð hækka mikið vegna hækkandi leigu á ræktarlandi sem er í auknum mæli að lenda í höndum fjárfesta. Þjóðir heims reyna að tryggja sér aðgengi að mat Fjöldi þjóða hefur sett sér það mark- mið að eignast ræktarland utan sinna landamæra. Þar hafa m.a. verið nefnd arabaríkin við Persaflóa, Kína, Suður-Kórea, Indland, Japan, Bandaríkin og fleiri lönd. Aukin átök um eign á ræktarlandi Margvíslegar fréttir hafa borist af uppkaupum á ræktarlandi á liðnum árum. Eða því sem kallað hefur verið „Land Grabbing“, það er þegar pen- ingamenn hrifsa til sín land í skjóli fjárhagslegrar stöðu sinnar. Sumir hafa fullyrt að þessar fréttir væru verulega ýktar. Svo virðist samt sem yfirtaka og uppkaup erlendra fjárfesta á landi kunni m.a. að vera ein af undirrótum þess sem er nú að gerast í Úkraínu. Eitt er víst að þar eru Rússar að missa mikilvæg fyrri ítök í sinni gömlu matarkistu. Þjóðverjar áhyggjufullir Fréttamiðlar Deutsche Welle (DW) í Þýskalandi, greindu frá því 2011 að Ilse Aigner, þáverandi landbúnað- arráðherra Þýskalands (2009–2013) og fyrrverandi ráðgjafi Angelu Merkel þýskalandskanslara, að þjóðir heims yrðu að fara að verja sína þegna fyrir ásælni fjárfesta í land (land grabbing). Benti hún á að á árinu 2010 hafi Kínverjar keypt yfir 2,8 milljónir hektara af landi í Kongó. Fjölmargar aðrar þjóðir hafi tekið þátt í svipuðum kaupum, einnig Þjóðverjar. Ríkin væru dregin áfram af væntingum um að ná til sín sífellt meira landi til að framleiða mat fyrir sínar eigin þjóðir. Þetta var einmitt eitt meginstefið á ársfundi FAO í Róm það sama ár sem ráðherrann var þátttakandi í. Sagði Aigner þessi jarðakaup hluta af þeim vanda sem skapaðist vegna hlýnunar loftslags. Lítið hægt að gera Þá var Ilse Aigner spurð um hvort FAO hefði nokkuð að segja um að 50 milljónir hektara hafi þegar verið keyptir upp í Afríku og hvort það væri ekki of seint að gera eitthvað í málinu. „ Þ a ð eina sem við getum gert er að koma í veg fyrir sölu á meira landi, nema salan sé beinlínis til hagsbóta fyrir íbúana. Það er engin leið að þvinga þjóðir til slíks í gegn- um frjálsa samninga, en við nýtum þróunaraðstoð til að reyna að koma á samvinnu sem gæti haft einhver áhrif.“ Barist fyrir afléttingu banns á landsölu til útlendinga í Úkraínu Eini gallinn frá sjónarhóli fjár- festa er að æ fleiri lönd eru farin að setja takmarkanir á landakaup útlendinga. Þar má t.d. nefna Brasilíu, Argentínu og fleiri ríki Suður-Ameríku og í Austur-Evrópu eins og Ungverjaland. Tekist hefur verið á um málið í Úkraínu þar sem mikil þörf er á erlendu fjármagni. Þar sem slíkar fjárfestingar eru ekki heimilar reyna fjárfestar að fara aðrar leiðir, ýmist með því að fá innlenda aðila til að leppa fyrir sig viðskipti, eða ná langtíma leigusamningum með kaupréttarákvæðum. Í október 2012 var banni á kaup- um útlendinga á landi í Úkraínu, öðru en ræktarlandi, aflétt. Í maí 2015 hvatti viðskiptaráð Úkraínu (UCAB) stjórnvöld til að aflétta einnig banni við kaupum útlendinga á ræktarlandi í gegnum sérstakan landakaupamarkað sem tæki til starfa 1. janúar 2016. Þannig væri hægt að laða að erlent fjármagn til að laga efnahagsstöðu landsins. Slíkt bann, eða öllu heldur frestur á heimild til landsölu, hefur gilt um áratugi. Var það fest í lög 2004 og framlengt síðan á þriggja ára fresti. Það mun að óbreyttu renna út 31. desember næstkomandi. Núverandi landbúnaðarráðherra, Olexiy Pavlenko sagði í apríl að að bannið kynni að verða framlengt. Mikið baktjaldamakk virðist vera í gangi til að reyna að tryggja að bannið verði ekki framlengt. Hvað býr að baki viðskiptabanns? Mikil umræða hefur verið um við- skiptabann Rússa á íslensk matvæli sem kom í kjölfar viðbragða Rússa við viðskiptabanni Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem sett var á um mitt sumar 2014. Hvað raunverulega liggur að baki þessu viðskiptabanni er erfitt að segja en fróðlegt er að skoða málið í samhengi við það sem er að gerast í viðskiptum með rækt- arland víða um heim. Athygli vekur að bannið nær einkum til matvæla auk sumra tegunda hergagna. Gas er t.d. undan- skilið. Það sem átti að setja pólitísk- an þrýsting á Rússa virðist vera að snúast upp í andhverfu sína. Rússar tóku strax þá stefnu að efla eigin landbúnað sem þýðir að danskir, finnskir og pólskir bændur eru trú- lega búnir að tapa þar umfangsmik- illi sölu landbúnaðarafurða sinna til langrar framtíðar. Átökin um svörtu moldina Á undanförnum árum hafa borist fréttir af ásælni stórfyrirtækja í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína í ræktarland í Póllandi og í Úkraínu. Pólskir bændur hafa mótmælt þessu harðlega á undanförnum misserum eins og ítrekað hefur verið greint frá í Bændablaðinu. Í Úkraínu er ásælni útlendinga enn meiri, enda þykir ræktarland þar vera eitt það besta í heimi. Svarta moldin (Black Soil) er það sem ein- kennir ræktarland Úkraínu. Þar er talið að finna megi um 30% af allri svartri mold heimsins, eða um 42 milljónir hektara. Þar er jafnframt talin vera vagga akuryrkjumenn- ingarinnar í heiminum. Íbúar Úkraínu fyrir utan Krímskaga töldust þann 1. júlí síð- astliðinn vera rúmlega 42,8 milljónir. Um 31% íbúanna lifa í dreifbýlinu. Ræktanlegt land á íbúa er mjög hátt eða 0,71 hektari sem er þriðja hæsta hlutfall í heimi. Til samanburðar er það 0,38 hektara á íbúa á Íslandi, 0,16 hektarar í Noregi og 0,43 hekt- arar á íbúa í Danmörku. Ræktarlandið þrisvar sinum stærra en Ísland Úkraína er – eða öllu heldur var – að Krímskaga meðtöldum, 603.550 ferkílómetrar að stærð. Þar af er ræktarland 71,3% (samkvæmt tölum World Bank) og akurlendi um 326.700 ferkílómetrar (32,7 millj- ónir hektara) eða rúmlega 54% af heildinni. Ræktarlandið er því ríflega þrisvar sinnum stærra en Ísland. Ef Krímskaginn, sem nú er talinn hluti af Rússlandi er dreginn frá, þá telst 69% Úkraínu vera ræktarland. Graslendi þekur um 78.400 fer- kílómetra (13%), ávaxta-, vínrækt og plantekrur þekja um 22,500 fer- kílómetra (4%), skógar þekja 94.000 ferkílómetra (15,6%) en mestu skógarnir eru á flatlendinu í norð- urhluta landsins og í Karpatafjöllum og á Krímskaga þar sem skógar þekja um 27% þeirra svæða. Skógarnir skila árlega miklum verðmætum. Samkvæmt hagstofu Úkraínu nam heildar timburfram- leiðslan frá janúar til júní 2015 sam- tals 4.268.300 rúmmetrum. Er það nýtt til helminga sem smíðaviður og sem eldsneyti. Skógarnir eru líka mikilvægir til að viðhalda jarðvegi, við vatnsvernd og endurnýjun gróð- ursvæða. Áhugi fjárfesta vakinn Yfirvöld í Úkraínu fóru markvisst að vinna að því að markaðssetja þessi gæði 2011 með uppsetningu fjölda matvælamarkaða, til að efla fram- leiðslu og hækka verð til útflutnings. Mykola Prysyazhnyuk, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, lýsti því yfir að hægt væri að þrefalda land- búnaðarframleiðslu landsins. Með opnun markaðar með land þyrfti ekki „nema“ um 30 milljarða dollara til að kaupa upp ræktarland í Úkraínu. Samkvæmt vefsíðu Agri Money.com hafði Yulia Tymoshenko, fyrrver- andi forsætisráðherra, þó áætlað að verðmæti alls ræktarlands í Úkraínu næmi um 400 milljörðum dollara. Núverandi landbúnaðarráðherra, Oleksiy Pavlenko, sagði í fjölmiðlum í janúar síðastliðnum að auka mætti kornframleiðsluna í landinu úr 62 milljónum tonna í fyrra í 100 milljón tonn. Varla verður það þó gert nema með ræktun á erfðabreyttum kornaf- brigðum (GMO). − Það var eins og við manninn mælt, erlendir fjárfestar hafa runnið á lyktina. Brauðkarfa Sovétríkjanna sálugu verði brauðkarfa ESB Úkraína var brauðkarfa Sovét- ríkjanna sálugu og hefur síðan oft verið kölluð brauðkarfa Evrópu (Europe's bread basket). Samkvæmt frétt Russia Insider er markmið ESB- ríkjanna og fleiri nú að breyta fyrr- um sovéskri brauðkörfu í evrópska brauðkörfu. Sovétríkin ráku á sínum tíma m.a. samyrkjubú með bændum og svokölluð ríkisbú í Úkraínu. Árið 1980 voru 9.067 bú í Úkraínu þar sem hvert bú hafði yfir að ráða á bilinu 5.100–5.700 hekturum. Þar af voru 9.963 samyrkjubú og 2.104 svokölluð ríkisbú. Þessi bú stóðu undir um 90% af landbúnaðarfram- leiðslu Úkraínu en smábændur um 10% samkvæmt opinberum tölum. Landið fékk sjálfstæði árið 1991 í kjölfar falls Sovétríkjanna. Í fram- haldinu var jarðnæði skipt upp í minni jarðir sem flestar voru þó í eigu ríkisins. Þannig urðu fljótlega til um 40.000 býli sem hvert um sig réði að meðaltali yfir um 22,6 hekturum. Eignarhald einkaaðila fór vaxandi. Fljótlega kom í ljós að býlin voru vart sjálfbær og þá skapaðist þörf á samnýtingu og leigu á jörðum. Sala á jörðum til útlendinga hefur þó verið óheimil. Erlendir fjárfestar fóru hins vegar þá leið að leigja til sín land í gegnum innlend félög, með forkaupsrétti á landi. Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga hvatti Alþjóðabankinn (World Bank) til að landbúnaður- inn yrði opnaður, ekki síst í aust- anverðri Úkraínu nær landamær- um Rússlands. „It's time to think about privatisation,“ sagði Heinz Strubenhoff, fjárfestingastjóri landbúnaðarmála í Úkraínu hjá Alþjóðabankanum. Þá var bent á af ráðgjafa hjá France's Credit Agricole Bank í Úkraínu, að íbúar landsins hefðu ekki efni á að fjárfesta í landbúnaði til að auka framleiðsluna. Ef landið yrði opnað fyrir fjárfestum myndu erlendir spákaupmenn hagnast mest á því. Úkraínskir bændur yrðu þá einungis leiguliðar fjárfesta í eigin Fjárfestar um allan heim leita að tryggum fjárfestingakostum í stað afar ótryggra verðbréfa: Mikil ásælni í ræktarland − tvinnast inn í fæðuöryggisáhyggjur þjóða og er hugsanlega að hluta undirrót átakanna um yfirráðin í Úkraínu Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fréttaskýring Svarta moldin (Black Soil) er það sem einkennir ræktarland Úkraínu. Þar

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.