Bændablaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015
Eyrún Huld Ásvaldsdóttir með Hröfnu, dóttur sinni, stundum kölluð Krumma, sem situr í sínu sæti,
Krummusætinu.
„Þetta hefur verið strembið, en
líka mjög skemmtilegt. Það er
gaman að sjá hugarfóstur sitt
komið svona langt, verða til úr nán-
ast engu og að fullunninni vöru,“
segir Eyrún Huld Ásvaldsdóttir,
hugmyndasmiðurinn á bak við
svonefnt Krummusæti.
Þarna er um að ræða aukasæti
framan á hnakki, sérstaklega hann-
að fyrir börn sem fara á hestbak með
fullorðnum. Nafnið dregur sætið
af dóttur Eyrúnar, Hröfnu Lilju,
sem stundum er kölluð Krumma.
Eyrún kynnti Krummusætið á
Heimsmeistaramóti íslenska hests-
ins í Herning í Danmörku og segir
viðtökur hafa verið afskaplega
góðar. „Við erum mjög ánægð með
þá athygli sem við höfum fengið hér
úti, það er virkilega gaman hversu
vel hefur gengið,“ segir Eyrún Huld.
Fyrsta minningin
úr reiðtúr með pabba
Eyrún ólst upp á Hömrum ofan
Akureyrar þar sem nú er Úti-
lífsmiðstöð og tjaldsvæði. Foreldrar
hennar voru þar með búskap, kýr,
svín og hesta.
„Fyrsta minning mín er að ég fór
á hestbak með pabba og týndi öðru
stígvélinu mínu,“ segir hún en áhugi
fyrir hestamennskunni kviknaði strax
á unga aldri. Frá Hömrum lá leið
fjölskyldunnar austur í Álftafjörð
en á unglingsárum slitnaði þráðurinn
um skeið og var ekki tekinn upp á ný
fyrr en Eyrún flutti með eiginmanni
sínum, Baldri Jónassyni, að Bæ III,
skammt norðan við Drangsnes. Þar
fékk hún sér hesta aftur, alls þrjá,
og flutti tvo þeirra með sér þegar
fjölskyldan fluttist til Akureyrar árið
2011.
Sú stutta varð fljótt hænd að
hestunum
Dóttir Eyrúnar og Baldurs var þá eins
árs, fæddist árið 2010. Hún fór fljótt
að fylgja mömmu sinni í hesthúsið
og að bregða sér með henni á bak.
„Hún sýndi strax mikinn áhuga
á hestamennskunni, varð hænd að
hrossunum og við byrjuðum á að
teyma undir henni. Svo vildi hún
ólm koma með mér á bak, fara í
fullorðinsreiðtúr. Það er ekki gott,
hvorki fyrir knapann né barnið, að
setja það framan á hnakkinn svo ég
fór að skoða hvað væri í boði,“ segir
Eyrún.
Tempurkoddi, belti og axlabönd
Byrjaði hún á að leita á netinu, en
fann ekkert sem hentaði og hún hafði
hugsað sér. Einungis voru til tvö-
faldir hnakkar og barnahnakkar til
að festa aftan við venjulegan hnakk.
Þá greip hún til þess ráðs að reyna
að útbúa sæti fyrir Hröfnu.
„Ég byrjaði bara sjálf að fikra mig
áfram. Það fyrsta sem ég gerði var
að taka tempurkodda og skera hann
aðeins til og festi okkur mæðgur svo
saman með belti af Baldri og það
þróaðist svo út í axlabönd með áföstu
belti sem fór utan um okkur báðar.
Þetta var allt heimagert og það efni
sem tiltækt var notað. Þetta var betra
en að nota bara hnakkinn en alls ekki
nógu gott þannig að ég hélt áfram
að velta þessu fyrir mér. Á þeim
Snjöll heimasmíðuð lausn fyrir börn á hestbaki varð að fullunninni markaðsvöru:
Krummusæti fyrir börn
− Eyrún Huld Ásvaldsdóttir kynnti hönnun sína á Heimsmeistaramótinu í Herning
Krummusætið hefur fengið mikla og jákvæða athygli á Heimsmeistaramótinu í Herning í Danmörku. Hér er unnið
við að gera kynningarbásinn kláran.
S
ætið sjálft er samsett
úr skel úr trefjagleri, se-
tan er úr minnissvampi
og það er klætt með leðri
að ofanverðu. Undirlagið er
klætt rúskinni, sem gerir það
stamt og lítt hreyfanlegt.
Einnig eru stillanlegir púðar
undir sætinu sem stilla það
af á hnakknum.