Bændablaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 tíma datt mér ekki í hug að þessi hugmynd mín, sem átti nú bara að vera heimasmíðuð lausn fyrir okkur Hröfnu, myndi vinda svona upp á sig eins og raun ber vitni,“ segir Eyrún. Fékk byr undir báða vængi Hún hafði verið á Punktinum og kon- urnar þar hvöttu Eyrúnu til að taka þátt í Atvinnu- og nýsköpunarhelgi í Háskólanum á Akureyri í fyrravor og vinna þar með hugmynd sína. „Ég lét til leiðast og skráði mig eftir svolitlar fortölur, ég hafði á þeim tíma sjálf ekki mikla trú á að eitthvað yrði úr þessu,“ segir Eyrún. Skemmst er frá því að segja að hug- mynd hennar hreppti þriðja sætið og 200 þúsund króna peningaverðlaun til að þróa hana áfram. „Það gaf mér byr undir báða vængi, ég fór þá fyrst að meðtaka það að eitthvert vit var í þessu hjá mér,“ segir hún. Eyrún fór í framhaldinu til forsvarsmanna Tjald- og seglaþjón- ustunnar og ræddi við þá um hugsan- legt samstarf við þróun vörunnar. Vel var tekið í erindið og tóku starfsmenn fyrirtækisins þátt í þróunar- og fram- leiðsluferlinu strax í upphafi. Hönnun hefur tekið breytingum „Við höfðum að leiðarljósi að sætið þyrfti að vera lítið og þægilegt fyrir barnið að sitja í því,“ segir hún. Hönnunin hefur tekið breytingum á því ári sem unnið hefur verið að verkefninu, það á við bæði um útlit og lögun og einnig urðu festingarnar einfaldari. Eyrún segir að alls hafi verið gerðar sjö prufur þar til niður- staða fékkst. Sætið sjálft er samsett úr skel úr trefjagleri, setan er úr minn- issvampi og það er klætt með leðri að ofanverðu. Undirlagið er klætt rúskinni, sem gerir það stamt og lítt hreyfanlegt. Einnig eru stillanlegir púðar undir sætinu sem stilla það af á hnakknum. Belti fylgir með sem festir barnið við knapann, hann er því sjálfur með lausar hendur til að stýra hestinum. Sætið er fest á einum stað með reim sem gengur undir hnakkinn og aftur í reiðafestinguna, þannig að auðvelt er að festa það og taka af. Dregur ekki milljónir upp úr vasanum sjálfur Næsti áfangi í ferlinu varð í desem- ber síðastliðnum þegar Eyrún hlaut styrk úr Vaxtasamningi Eyjafjarðar. Lokaáfangi þess samnings er nú senn á enda og annar tekur við, en Eyrún hlaut einnig styrk frá Atvinnumálum kvenna á liðnu vori og er hann um það bil að hefjast. Sá styrkur verður nýttur til markaðsstarfs. „Það má segja að boltinn hafi heldur betur farið að rúlla, því auðvit- að dregur maður sjálfur ekki milljónir upp úr vasanum til að sinna verkefni á borð við þetta. Þetta er dýrt og það er ómetanlegt að fá þann stuðning sem ég hef fengið. Ég er afskaplega þakklát fyrir þann velvilja sem verk- efni mínu hefur verið sýndur,“ segir hún. Framleiðsla á Krummusæti er þegar hafin og sala hefst innan tíðar. Eyrún segir að einungis eigi eftir að fara í gegnum öryggisprófanir hjá Miðstöð slysavarna barna og að þeim loknum geti sala hafist. Á heimsmeistaramótinu í Herning Eyrún hefur þegar kynnt Krummu- sætið á gömlum heimaslóðum fyrir austan, m.a. á Hornafirði og Breiðdalsvík, og hlaut góðar við- tökur. Þá er hún að undirbúa ferð í Skagafjörð, Húnavatnssýslur og á höfuðborgarsvæðið. Þaðan lá leiðin á Heimsmeistaramótið í Herning í Danmörku en þar hefur Eyrún staðið vaktina í liðinni viku. „Viðtökur hafa verið mjög góðar og jákvæðar, það líst öllum mjög vel á þetta og það er virkilega ánægju- legt. Ég finn fyrir miklum áhuga.“ Og af því Eyrún er komin út fyrir landsteinana ætlar hún einnig að fara með Krummusætið til Noregs og koma við bæði í Osló og Þrándheimi. /MÞÞ „Við höfðum að leiðarljósi að sætið þyrfti að vera lítið og þægilegt fyrir barnið að sitja í því,“ segir Eyrún Huld. Vatnagörðum 24 - 26 • Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is Erum með fullkomið þjónustu- verkstæði fyrir öll Honda fjórhjól • Honda 5-speed DCT sjálfskipting og ESP rafmagnsskipting • Rafstýrt aflstýri „Powersteering“ • Sjálfstæð afturfjöðrun með 216mm stillanlegri dempun • AP Suretrac™ mismunadrif sem tryggir léttari eiginleika og minni snúningsradíus • TraxLok® 2/4WD drif. TRX 500FA KR. 1.766.000 án vsk kr. 2.190.000 með vsk wd 2/4 ® HI LO VANDAÐUR vinnufatnaður frá BULLDOG á góðu verði Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Öryggisskór Sýnileikafatnaður Vinnufatnaður Vinnuvettlingar www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.