Bændablaðið - 10.09.2015, Side 26

Bændablaðið - 10.09.2015, Side 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Vinnufatabúðin í Reykjavík 75 ára og hóf starfsemi á meðan Reykjavík var vart annað en sveitaþorp: Hefur alla tíð þjónað fólki á landsbyggðinni og gerir enn − á upphafsárunum var ekki óalgengt að sjá hesta, kýr og annan búfénað á götum bæjarins Vinnufatabúðin við Laugaveg 76 heldur upp á 75 ára afmæli sitt um þessar mundir. Verslunin hefur alla tíð haft náin tengsl við fólk af landsbyggðinni og gerir enn. Í tilefni afmælisins er boðið upp á afslætti og ýmislegt til gamans gert. Á starfstíma verslunarinnar hafa orðið miklar þjóðfélagsbreytingar. Þá hefur Reykjavík breyst frá því að vera hálfgert sveitaþorp þar sem starfrækt- ur var bæði sauðfjár- og kúabúskap- ur, í það að verða nýtískuleg borg þar sem búskapurinn er nær alveg horfinn. Í þá daga var ekki óalgengt að sjá bændur og aðra koma ríðandi niður Laugaveginn í kaupstaðarferð og giltu þá sérstakar umferðarreglur fyrir hross sem reyndar voru að hluta í gildi fram yfir aldamótin 2000. Sem dæmi þá var Norðurmýrin nánast eitt samfellt tún fram undir 1940 þegar Vinnufatabúðin var stofnuð, þótt einhver hús hafi verið komin við Rauðarárstíg. Þorgeir Daníelsson er þriðji ætt- liður eigenda Vinnufata búðarinnar. Hann hóf störf í búðinni fyrir 55 árum þegar hann var aðeins 14 ára gamall og hefur starfað þar allar götur síðan. Hann tók við rekstrinum af föður sínum ásamt bróður sínum, Daníel, 1967 og ráku þeir hana saman til 1997. Frá þeim tíma hefur Þorgeir rekið Vinnufatabúðina ásamt eiginkonunni, Hildi Símonardóttur. Þrengt að hefðbundinni verslun Þorgeir segir mikið hafa breyst í borginni frá því hann hóf störf í Vinnufatabúðinni árið 1960. Þróun miðborgarinnar hafi verið hröð, ekki síst við tilkomu aukins straums ferðamanna á allra síðustu árum. Nú óttast hann og margir aðrir kaupmenn gömlu verslananna við Laugaveginn um sinn hag. Finnst sumum nóg komið af svokölluðum lundabúðum, hótelum og veitinga- stöðum sem hafa verið fylgifiskur fjölgunar ferðamanna. Þorgeir segir mikið skilningsleysi ríkja meðal ráðamanna borgarinn- ar. Það hafi leitt til þess að þeim Íslendingum fækki stöðugt sem leiti á Laugaveginn beinlínis til að versla. Verið sé að þrengja að hefð- bundinni verslunarstarfsemi bæði við Laugaveginn og víðar á mið- borgarsvæðinu. Hildur tekur undir þetta. „Mér finnst að verið sé að keyra þessa atvinnustarfsemi hægt og bít- andi niður. Hótelbyggingar rísa við annarrar hvorrar hlið og bílastæði skortir hvort sem við erum að tala um bílastæðahús eða aðrar lausnir. Endurbætur á umhverfinu – til dæmis á götum – taka of langan tíma sem kemur illa niður á verslunarrekstrin- um. Við skulum vona að borgaryfir- völd sjái að sér að þessu leyti því það væri veruleg afturför í miðborginni okkar ef verslunarreksturinn hrekst á brott,“ segir Hildur. Verslunin væri ekki til án landsbyggðarfólksins Hún segir að allan þennan tíma sem Vinnufatabúðin hafi starfað hafi verið lögð áhersla á sölu á vönd- uðum fatnaði. Þá hafi þjónusta við landsbyggðarfólk verið í öndvegi og sé enn. „Ef við hefðum ekki notið tryggðar þessa ágæta fólks þá væri Vinnufatabúðin örugglega ekki til," segir Hildur. Vinnufatabúðin hafi alltaf flutt inn vandaðan fatnað frá Casual sem er bæði vinnu- og betri fatn- aður. Hugtakið vinnufatnaður hafi breyst í tímans rás frá því að vera flíkur sérstaklega ætlaðar til úti- og erfiðisvinnu yfir í frjáls- legan fatnað til daglegra nota. Viðskiptavinahópurinn sé fólk á öllum aldri sem fáist við hin ýmsu störf í margbreytilegu samfélagi. Stofnuð 1940 Vinnufatabúðin var stofnuð 1940 þegar Þórarinn Kjartansson, eigandi Gúmmívinnustofunnar, seldi vinnu- stofuna og setti þess í stað fataverslun á stofn á jarðhæð hússins. Þórarinn réð saumakonu sem saumaði herrabuxur og stytti skálmar og lengdi allt eftir þörfum hvers og eins viðskiptavinar og oft á meðan beðið var. Þórarinn lést síðla árs 1952 en eftir lát hans sáu Guðrún og Níels, sonur þeirra, um reksturinn. Níels lést ungur af slysförum og tók þá Daníel bróðir hans við ásamt móður sinni þar til Guðrún lést í febrúar 1967. Vinnufatabúðin hefur alla tíð verið í eigu afkomenda Þórarins og Guðrúnar. Um árabil ráku bræðurnir Þorgeir og Daníel Daníelssynir versl- unina saman. Árið 1997 tóku Þorgeir og Hildur kona hans við versluninni. Hjólbarðaviðgerðir og gúmmískór Saga hússins við Laugaveg er þó öllu lengri en saga Vinnufatabúðarinnar. Hana má rekja aftur til 1910 að Jón Þorsteinsson söðlasmiður lét reisa Reykjavík þurfti að takast á við sífellt stærri vandamál vegna auk- innar umferðar bíla og hestvagna þegar leið á 20. öldina. Þetta kom bersýnilega í ljós þegar skemmti- ferðaskip hafði viðdvöl í bænum sumarið 1925. Jókst þá umferð í miðbænum það mikið að það lá við umferðaröngþveiti. Brást þá Knud Zimsen, þáverandi bæjar- stjóri, við með því að taka sjálfur við umferðarstjórn. Í lögreglusamþykkt Reykja víkur sem gilti frá 1891 og að einhverju leyti fram yfir aldamót 2000, segir m.a. í III kafla „um reið og akstur á götunum, rekstur gripa og fjenaðar o. fl – 26. gr.“: „Þeir sem ríða eða aka um göturnar, skulu viðhafa tilhlýðilega aðgæzlu, einkum er þeir fara fyrir götuhorn eða fram úr garðshliðum. Á götum, torgum og annarsstaðar á almannafæri má eigi ríða hraðar en á hægu brokki, og skulu þeir, sem ríða eða aka, ef þörf gjörist, í tækan tíma gjöra viðvart mönnum, sem á undan þeim ganga. Á stjettum má enginn ríða eða aka. Þegar hestum er beitt fyrir sleða, skal festa við þá hæfilegar bjöllur, svo að til þeirra heyrist í tæka tíð. 27. gr. Listamenn og aðrir ferðamenn mega eigi binda hesta sína, eða láta þá standa á götum bæjarins eða stjett- um. Með áburðarhesta skal eigi hafa lengri viðdvöl á götum en nauðsyn- legt er til að taka ofan eða láta upp klyfjar. 28. gr. Bæjarmenn mega ekki láta hesta sína ganga lausa á götum bæjar- ins frekar en nauðsynlegt er til að hleypa þeim í fjöru eða til vatns; fælnir og slægir hestar mega alls eigi ganga lausir, nje heldur þeir hestar, er leika sjer eða fara á hlaupum um göturnar. Frá 15. apríl á vorin til þess er hestar eru teknir úr haga á haustin má alls enginn hestur ganga laus um bæinn. 29. gr. Sauðfjenaður bæjarmanna má eigi ganga laus um bæinn frekar en nauðsynlegt er til að reka hann úr og í haga eða fjöru eða til vatns, og má engan sauðfjenað hafa í bænum frá 1. maí til 10. okt. Fyrir vestan og norðan línu úr markasteinin- um á Skildinganeshólum í upptök Rauðarárlækjar og þaðan eins og lækurinn ræður og þjóðvegurinn inn að Fúlutjarnarlæk, nema hann sje í öruggri vörslu. 30. gr. Naut, sem færð eru til bæjarins, skulu ávallt leidd í bandi nægilega traustu og tveir fullorðnir karlmenn að minnsta kosti fylgja hverju nauti.“ Má eigi ríða hraðar en á hægu brokki Þorgeir Daníelsson er þriðji ættliður eigenda Vinnufatabúðarinnar. Hann hóf störf í búðinni fyrir 55 árum þegar hann var aðeins 14 ára gamall og hefur starfað þar síðan. Mynd / HKr. Þessi mynd af tveimur konum á hestbaki að spjalla við gangandi konu var tekin í Bankastræti í Reykjavík á árunum 1920 til 1930. Báðar kon- urnar sitja á venjulegum hnökkum, en ekki söðlum eins og algengt var með konur fyrr á öldinni. Í baksýn er bókaverslun Þórs B. Þorlákssonar í Bankastræti 11 og við hlið hennar verslunin Vísir að Laugavegi 1. Mynd / Jóhannes Guðmundsson gullsmiður / Ljósmyndasafn Reykjavíkur

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.