Bændablaðið - 10.09.2015, Síða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015
á staðnum. Hann hefur þegar hafist
handa við framkvæmdir, ætlar að
breyta hlöðu sem fyrir er á bænum
og koma þar fyrir 15 gyltum til að
byrja með, en stefnir að því að á
næstu 3–4 árum verði þær um 120
talsins. „Ég stefni að því að hafa allt
tilbúið hér í október, en auðvitað má
segja að ekki blási byrlega í svína-
ræktinni um þessar mundir. Verkfall
dýralækna á liðnu vori hefur sett sitt
strik í reikninginn hjá svínabændum,
verðið lækkaði töluvert í kjölfarið
og það er á brattann að sækja. En
svona er þetta bara, það skiptast á
skin og skúrir í þessu eins og öðru og
ég hafði tekið þessa ákvörðun áður
en verkfallið hófst. Ætli ég haldi mig
ekki við hana,“ segir Elmar.
Byrjað með 7 búr og stefnir í 21
Elmar hefur um ævina verið mikill
hundavinur og átt hunda frá ung-
lingsárum. Hugmyndin að því að
opna hundahótel kviknaði fljótlega
eftir að hann kom norður. Hann tók
gamalt fjós sem fyrir var á staðnum
undir þá starfsemi, gróf það allt út og
tók í gegn. „Þetta var heilmikil vinna,
við gjörbreyttum fjósinu, klæddum
veggi með pallíettum, máluðum og
gerðum þetta eins fínt og hægt er,“
segir Elmar. Hann smíðaði einnig
öll búrin sjálfur og sinkhúðaði þau.
„Við byrjuðum með þessa starf-
semi í júní í fyrra og þá með 7 hunda-
búr, en við vorum farin að taka á
móti hundum áður en við opnuðum
formlega, það hafði spurst út að til
stæði að opna hundahótel og fólk var
farið að hringja og spyrjast fyrir,“
segir Elmar. Nú er hann með alls
15 búr á staðnum og stefnir að því
að bæta 6 við í haust, þannig að alls
verði þau 21. Þá er hann einnig að
smíða útisvæði í tengslum við hvert
búr þannig að hundarnir geti sjálfir
farið út að vild. Þær framkvæmdir
eru á lokastigi.„Það stendur líka til
að byggja nokkuð stórt opið gerði á
túni framan við bæinn,“ segir hann.
Aðstaðan verður því eins og best
verður á kosið.
Tæplega 70% hundanna frá
Akureyri
Hundarnir sem dvelja á Hundahóteli
Norðurlands koma víða að, en flestir
eiga þeir heima á Akureyri, næsta
þéttbýlisstað við Jórunnarstaði.
Elmar segir að allt að 70% hund-
anna komi þaðan. Húsvíkingar hafi
í töluverðum mæli notað þjónustuna
og fengið dvöl fyrir hunda sína á
hótelinu.
„Það er líka svolítið um að íbúar
af Austurlandi hafi komið hingað
með sína hunda á meðan þeir skella
sér í frí, við höfum fengið hunda frá
Reyðarfirði og Fárskrúðsfiði og það
eru líka dæmi um að íbúar af höfuð-
borgarsvæðinu kjósi að aka hundum
sínum norður í gæslu á meðan þeir
eru í burtu,“ segir Elmar.
„Við reynum að hafa þetta heim-
ilislegt og eins sveiganlegt og hægt
er og kappkostum að veita persónu-
lega þjónustu þannig að þetta verði
sem þægilegast fyrir kúnnann,“ segir
hann og bætir við að orðsporið sem
af starfseminni fer sé besta auglýs-
ingin. Flestir koma með hundana á
hótelið en Elmar hefur líka af og til
náð í dvalargesti sína til Akureyrar
ef þannig stendur á hjá eigendum
hundanna.
Brennandi áhugi fyrir hundum
„Þetta er mjög skemmtilegt, margir
hundanna hafa komið hér oft og eru
heimavanir, en svo bætast sífellt
nýir í hópinn. Þetta eru skemmtileg-
ir karaterar og mann langar næstum
að eiga annan hvern hund sem hing-
að kemur,“ segir Elmar. Vissulega
sé mjög bindandi að starfrækja
hundahótel og ekki mikið svig-
rúm til að bregða sér af bæ nema
í örskamma stund í einu.
„Þetta er auðvitað mjög bind-
andi, maður er við þetta frá morgni
til kvölds og eflaust á þetta starf ekki
við alla, það þarf að hafa brennandi
áhuga fyrir hundum.“ Dagurinn
byrjar á því að hleypa þarf hundun-
um út, hverjum á fætur öðrum, fara
í gönguferðir, gefa þeim að borða
og hirða um þá, þrífa búr, teppi og
bæli sem þeir liggja á. „Það skortir
ekki verkefnin.“
Met um verslunarmannahelgi
Hótelið var opnað í júní í fyrra og
hefur starfseminni vaxið fiskur um
hrygg á því rúma ári sem liðið er.
Alls nemur aukningin um 150%
þegar saman eru borin sumrin 2014
og 2015. Enda stendur til að stækka
og Elmar hefur þegar hafist handa
við að bæta við plássi fyrir fleiri
búr. Hann stefnir að því að búrin
verði orðin ríflega 20 þegar líður á
haustið. Um verslunarmannahelgina
síðustu voru til að mynda alls 30
hundar í gæslu á Jórunnarstöðum og
er það met. Þá voru hundar einnig
hýstir inni á heimili Elmars. „Það
var ansi líflegt hjá mér þá helgi,“
segir hann og viðurkennir að hann
eigi erfitt með að neita þegar beðið
er um pláss. „Maður reynir að gera
allt, það er oft erfiðara fyrir fólk
að fá pössun fyrir hundinn sinn en
börnin, það er bara svoleiðis.“
Annar bragur í sveitinni en á
Suðurnesjum
Elmari líkar vel í Eyjafjarðarsveit
en segir umhverfið allt með öðrum
hætti en á æskuslóðum sínum á
Suðurnesjum. Há fjöll allt um kring,
mikill gróður og kyrrð.
„Þetta er bara allt öðru vísi en
það sem ég er vanur, annað lands-
lag og mikil kyrrð, það er ágætt
að losna við rokið og rigninguna
og þann eril sem einkenndi gömlu
heimabyggðina. Nágrannarnir eru
alveg hreint frábærir og hafa reynst
mjög vel, eru boðnir og búnir að
aðstoða með alla skapaða hluti og
hafa lánað tæki og annað. Það má
segja að við höfum kastað okkur
beint út í djúpu laugina þegar við
fluttum hingað, alls óvön búskap og
sveitastörfum, en allt hefur blessast
þó stundum hafi nú gengið á ýmsu.
Það hafa engin stóráföll orðið og
almennt gengið mjög vel,“ segir
Elmar. /MÞÞ
Líf og fjör hjá hundunum á Jórunnarstöðum.
Heimasmíðað rúm fyrir hótelgesti á
Hundahóteli Norðurlands.
limtrevirnet.is
Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes
Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur
Netfang - sala@limtrevirnet.is
Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350
Þarft þú að gefa fé?
-við framleiðum þrjár útfærslur af gjafagrindum
Gjafagrind til notkunar úti
eða á taði, fyrir allt að
30 kindur.
· Létt og meðfærileg
· Sterk
· Sauðfé brýtur ekki
hornin á grindinni
Rúllugrindur fyrir stórgripi
· Frábær hönnun
· Mjög einföld í notkun
· Sterk og meðfærileg
Gjafagrind til notkunar
innandyra, fyrir allt að
70 kindur.
· Þrjár gerðir
· Sterk
· Auðveld í notkun
· Sérstakar slæðigrindur
· Sauðfé brýtur ekki
hornin á grindinni
Elmar Þór með þrjá „Pug“-hvolpa
sem komu í heiminn 1. júlí síðast-
liðinn.